Osaka á von á barni: „Ég verð í Ástralíu árið 2024“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 22:32 Naomi Osaka dró sig úr keppni á opna ástralska mótinu á dögunum og nú er komið í ljós af hverju. Vísir/Getty Á dögunum var greint frá því að Naomi Osaka hefði dregið sig úr keppni á Opna ástralska mótinu í tennis en engar upplýsingar voru gefnar um ástæður þar að baki. Nú hefur Osaka hins vegar greint frá því að hún eigi von á barni. Naomi Osaka hefur verið ein stærsta stjarnan í tennisheiminum síðustu ár en hún hefur glímt við bæði þunglyndi og kvíða í fjölda ára og ekki keppt síðan í september. Osaka hefur unnið Opna ástralska mótið í tvígang en hún komst fyrst í efsta sæti heimslistans árið 2019 en situr nú í 47.sæti listans. Þá var hún launahæsta íþróttakona í heimi árið 2020. Þegar forsvarsmenn Opna ástralska mótsins greindu frá því að Osaka hefði dregið sig úr keppni á mótinu voru margir sem töldu að áðurnefnd andleg veikindi væru ástæðan fyrir fjarveru Osaka en nú hefur annað komið á daginn. Osaka greinir nefnilega frá því á Instagram að hún eigi von á barni. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka) „Mánuðirnir sem ég hef verið fjarverandi hafa fært mér ástina fyrir leiknum á ný, leiknum sem ég hef helgað líf mitt. Ég geri mér grein fyrir að lífið er stutt og ég tek engum augnablikum sem gefnum, hver dagur er blessun og ævintýri,“ segir Osaka í yfirlýsingu á Instagram en einhverjir höfðu velt því fyrir sér hvort hún myndi nokkurn tíman snúa aftur á tennisvöllinn. „Ég veit að ég hef margt að hlakka til í framtíðinni, meðal annars þess að barnið mitt sjái einn af leikjunum mínum og segi „Þetta er mamma mín“, segir Osaka í tilkynningunni. „Ég vona að ég sjái ykkur í byrjun næsta árs því ég verð í Ástralíu 2024.“ Tennis Barnalán Japan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Naomi Osaka hefur verið ein stærsta stjarnan í tennisheiminum síðustu ár en hún hefur glímt við bæði þunglyndi og kvíða í fjölda ára og ekki keppt síðan í september. Osaka hefur unnið Opna ástralska mótið í tvígang en hún komst fyrst í efsta sæti heimslistans árið 2019 en situr nú í 47.sæti listans. Þá var hún launahæsta íþróttakona í heimi árið 2020. Þegar forsvarsmenn Opna ástralska mótsins greindu frá því að Osaka hefði dregið sig úr keppni á mótinu voru margir sem töldu að áðurnefnd andleg veikindi væru ástæðan fyrir fjarveru Osaka en nú hefur annað komið á daginn. Osaka greinir nefnilega frá því á Instagram að hún eigi von á barni. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka) „Mánuðirnir sem ég hef verið fjarverandi hafa fært mér ástina fyrir leiknum á ný, leiknum sem ég hef helgað líf mitt. Ég geri mér grein fyrir að lífið er stutt og ég tek engum augnablikum sem gefnum, hver dagur er blessun og ævintýri,“ segir Osaka í yfirlýsingu á Instagram en einhverjir höfðu velt því fyrir sér hvort hún myndi nokkurn tíman snúa aftur á tennisvöllinn. „Ég veit að ég hef margt að hlakka til í framtíðinni, meðal annars þess að barnið mitt sjái einn af leikjunum mínum og segi „Þetta er mamma mín“, segir Osaka í tilkynningunni. „Ég vona að ég sjái ykkur í byrjun næsta árs því ég verð í Ástralíu 2024.“
Tennis Barnalán Japan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn