Leyfi afturkallað fyrir umdeildri virkjun í Skaftárhreppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2023 12:38 Framkvæmdaleyfið var veitt í maí í fyrra. Landvernd Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Skaftárhrepps vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti. Fimm náttúruverndarsamtök og hópur landeigenda á svæðinu kærðu leyfið til úrskurðanefndarinnar í júní í fyrra, meðal annars vegna brota á náttúruverndarlögum. Hugmyndin um virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi á sér nokkra forsögu allt aftur til 2006. Ragnar Jónsson landeigandi sagði í Fréttablaðinu á árinu að málið hefði verið í farvegi í um tuttugu ár. Málið var afar umdeilt innan sveitastjórnarinnar en tveir af fimm sveitastjórnarfulltrúum töldu óafturkræf spjöll hljótast af virkjuninni. Hér má sjá hvar Hverfisfljótið er staðsett. Farið var fram á framkvæmdaleyfi vegna 9,3 MW virkjunar sem er undanþegin rammaáætlun enda undir 10 MW. Skaftárhreppur veitti framkvæmdaleyfi í vor sem var svo kært í sumar. Úrskurðarnefndin taldi það til verulegra annmarka hjá sveitastjórninni, við veitingu leyfisins, að hafa ekki kynnt sér matsskýrslu Ragnars við útgáfu framkvæmdarleyfis. Þá skorti rökstuðning á því af hverju virkjunin væri brýn og með hvaða hætti virkjunin muni bæta raforkuöryggi innan hreppsins. Rökstuðningur sveitarstjórnar megi helst skilja á þann veg að minni þörf verði á varaaflsstöðvum hjá stærri fyrirtækjum eða bændum. Þá nefnir nefndin einnig að staðhæft sé að nýr vegur að stöðvarhúsi Hnútuvirkjunar muni bæta aðgengi að ferðamannastað, en ekki er vikið að því hvort vegurinn muni bera slíka almenna umferð eða yfirleitt vera opinn fyrir henni. Verðlaunarithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir á sumarbústaðinn Seljalandi sem stendur á lóð í landi jarðar í hlíð austur við Dalshöfða. Hún hafði áhyggjur af vegaverð að virkjuninni í landi Seljalands, um hundrað metra frá bæjardyrunum.HÍ/Kristinn Ingvarsson Þá vísaði nefndin frá kæru Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar og eiganda bústaðarins Seljalands og Helgi Björnssonar jöklafræðings og eiganda jarðarinnar Hruna. Ekki var talið að þau nytu kæruaðildar að málinu vegna grenndar eða ríkra hagsmuna. Landvernd fagnar niðurstöðunni. „Úrskurður nefndarinnar er mikilvægur og afar ánægjulegur áfangi fyrir náttúruvernd í landinu sem hefur átt undir högg að sækja. Með honum er ekki einungis Hverfisfljóti og Skaftáreldahrauni bjargað frá óafturkræfri eyðileggingu, heldur kemur skýrt fram í úrskurðinum að fara verður eftir náttúruverndarlögum við veitingu leyfa og að leyfisveitendur verða að rökstyðja ákvarðanir sínar sem spilla náttúru með afgerandi hætti, en á það hefur skort í umhverfismálum á Íslandi,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Úrskurður nefndarinnar. Orkumál Skaftárhreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Hugmyndin um virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi á sér nokkra forsögu allt aftur til 2006. Ragnar Jónsson landeigandi sagði í Fréttablaðinu á árinu að málið hefði verið í farvegi í um tuttugu ár. Málið var afar umdeilt innan sveitastjórnarinnar en tveir af fimm sveitastjórnarfulltrúum töldu óafturkræf spjöll hljótast af virkjuninni. Hér má sjá hvar Hverfisfljótið er staðsett. Farið var fram á framkvæmdaleyfi vegna 9,3 MW virkjunar sem er undanþegin rammaáætlun enda undir 10 MW. Skaftárhreppur veitti framkvæmdaleyfi í vor sem var svo kært í sumar. Úrskurðarnefndin taldi það til verulegra annmarka hjá sveitastjórninni, við veitingu leyfisins, að hafa ekki kynnt sér matsskýrslu Ragnars við útgáfu framkvæmdarleyfis. Þá skorti rökstuðning á því af hverju virkjunin væri brýn og með hvaða hætti virkjunin muni bæta raforkuöryggi innan hreppsins. Rökstuðningur sveitarstjórnar megi helst skilja á þann veg að minni þörf verði á varaaflsstöðvum hjá stærri fyrirtækjum eða bændum. Þá nefnir nefndin einnig að staðhæft sé að nýr vegur að stöðvarhúsi Hnútuvirkjunar muni bæta aðgengi að ferðamannastað, en ekki er vikið að því hvort vegurinn muni bera slíka almenna umferð eða yfirleitt vera opinn fyrir henni. Verðlaunarithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir á sumarbústaðinn Seljalandi sem stendur á lóð í landi jarðar í hlíð austur við Dalshöfða. Hún hafði áhyggjur af vegaverð að virkjuninni í landi Seljalands, um hundrað metra frá bæjardyrunum.HÍ/Kristinn Ingvarsson Þá vísaði nefndin frá kæru Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar og eiganda bústaðarins Seljalands og Helgi Björnssonar jöklafræðings og eiganda jarðarinnar Hruna. Ekki var talið að þau nytu kæruaðildar að málinu vegna grenndar eða ríkra hagsmuna. Landvernd fagnar niðurstöðunni. „Úrskurður nefndarinnar er mikilvægur og afar ánægjulegur áfangi fyrir náttúruvernd í landinu sem hefur átt undir högg að sækja. Með honum er ekki einungis Hverfisfljóti og Skaftáreldahrauni bjargað frá óafturkræfri eyðileggingu, heldur kemur skýrt fram í úrskurðinum að fara verður eftir náttúruverndarlögum við veitingu leyfa og að leyfisveitendur verða að rökstyðja ákvarðanir sínar sem spilla náttúru með afgerandi hætti, en á það hefur skort í umhverfismálum á Íslandi,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Úrskurður nefndarinnar.
Orkumál Skaftárhreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08