Guðmundur: „Uppstilling sem var að svínvirka og þá heldur maður í það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2023 22:17 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari lætur í sér heyra á hliðarlínunni í leiknum gegn Ungverjum. Vísir/Vilhelm „Við erum sársvekktir, það er vart hægt að lýsa því með orðum eftir stórkostlegan leik í 52-53 mínútur að minnsta kosti. Það sem mér finnst sárgrætilegast er að það erum við sem köstum þessu frá okkur,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tap Íslands gegn Ungverjum í kvöld. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik ágætlega. Síðan fór heldur betur að fjara undan. „Við höldum tölfræði yfir tæknifeila og þeir töldu átján stykki. Það þýðir að við erum að henda boltanum upp í stúku að hluta til, línusendingar sem heppnast ekki og það er alltof mikið,“ sagði Guðmundur í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. „Svo bætist við í lokin að þá misnotum við færi alveg hægri vinstri. mig minnir að staðan hafi verið 28-25 fyrir okkur, við vorum komnir í þrjú mörk allavega og það var ekki mikið eftir af leiknum. Þá fannst mér þetta vera að koma en þá kemur þetta bara svona á færibandi. Mér finnst við bara færa þeim leikinn og það er það sem er svekkjandi. Liðið var stórkostlegt í 52-54 mínútur,“ bætti Guðmundur við. Stefán Árni spurði Guðmundur að því hvort liðið hefði verið orkulaust undir lokin en Guðmundur vildi ekki taka undir þau orð. „Við erum búnir að hvíla Aron, mér finnst það ekki. Ég set nýjan miðjumann inn og við erum að gera tilraunir með það. Við erum búnir að rúlla á þristunum frá því í byrjun. Þetta var uppstilling sem var að svínvirka og auðvitað þá heldur maður í það. Það var stutt í það að við myndum landa þessu.“ Guðmundur ræðir hér við Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfara landsliðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagðist óhress með ákvörðunatöku á lykilstundum í leiknum. „Ég var óhress með margar ákvarðanatökurnar, mér fannst koma skot sem eiga ekki rétt á sér. Það er sitt lítið af hverju sem ég er óhress með. Við erum með forystu og þurfum að halda henni. Mér finnst ákveðið kæruleysi gerast þegar við erum 4-6 mörkum yfir, þá þarf að taka næsta skref.“ „Ég er mjög vonsvikinn með það satt best að segja. Við reyndum að gera breytingar. Svo finnst mér líka að boltinn fái ekki að ganga eins og við ætluðum að gera þetta, þetta er of mikið hnoð og boltinn fær ekki að fljóta eins og við vorum búnir að planleggja að gera. Svo sér maður, við vorum frábærir mjög lengi þannig að þetta er svona beggja blands hvernig manni líður með þetta.“ Klippa: Guðmundur - Viðtal eftir Ungverjaland Guðmundur sagði að hann væri ekki farinn að spá í stöðunni í riðlinum en Ísland er nú jafnt Portúgal og Ungverjalandi að stigum með tvö stig. „Maður þarf að fá að vera hryggur í kvöld með þetta og dapur. svo þurfum við að reisa okkur upp á morgun og við sáum að það er ekki hægt að slaka á gegn einu eða neinu liði hér. Portúgal hélt að þetta yrði auðvelt gegn Kóreu og við sáum í hverju þeir lentu. Við þurfum bara að klára það og halda áfram, þetta er bara svona.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik og byrjaði seinni hálfleik ágætlega. Síðan fór heldur betur að fjara undan. „Við höldum tölfræði yfir tæknifeila og þeir töldu átján stykki. Það þýðir að við erum að henda boltanum upp í stúku að hluta til, línusendingar sem heppnast ekki og það er alltof mikið,“ sagði Guðmundur í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. „Svo bætist við í lokin að þá misnotum við færi alveg hægri vinstri. mig minnir að staðan hafi verið 28-25 fyrir okkur, við vorum komnir í þrjú mörk allavega og það var ekki mikið eftir af leiknum. Þá fannst mér þetta vera að koma en þá kemur þetta bara svona á færibandi. Mér finnst við bara færa þeim leikinn og það er það sem er svekkjandi. Liðið var stórkostlegt í 52-54 mínútur,“ bætti Guðmundur við. Stefán Árni spurði Guðmundur að því hvort liðið hefði verið orkulaust undir lokin en Guðmundur vildi ekki taka undir þau orð. „Við erum búnir að hvíla Aron, mér finnst það ekki. Ég set nýjan miðjumann inn og við erum að gera tilraunir með það. Við erum búnir að rúlla á þristunum frá því í byrjun. Þetta var uppstilling sem var að svínvirka og auðvitað þá heldur maður í það. Það var stutt í það að við myndum landa þessu.“ Guðmundur ræðir hér við Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfara landsliðsins.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagðist óhress með ákvörðunatöku á lykilstundum í leiknum. „Ég var óhress með margar ákvarðanatökurnar, mér fannst koma skot sem eiga ekki rétt á sér. Það er sitt lítið af hverju sem ég er óhress með. Við erum með forystu og þurfum að halda henni. Mér finnst ákveðið kæruleysi gerast þegar við erum 4-6 mörkum yfir, þá þarf að taka næsta skref.“ „Ég er mjög vonsvikinn með það satt best að segja. Við reyndum að gera breytingar. Svo finnst mér líka að boltinn fái ekki að ganga eins og við ætluðum að gera þetta, þetta er of mikið hnoð og boltinn fær ekki að fljóta eins og við vorum búnir að planleggja að gera. Svo sér maður, við vorum frábærir mjög lengi þannig að þetta er svona beggja blands hvernig manni líður með þetta.“ Klippa: Guðmundur - Viðtal eftir Ungverjaland Guðmundur sagði að hann væri ekki farinn að spá í stöðunni í riðlinum en Ísland er nú jafnt Portúgal og Ungverjalandi að stigum með tvö stig. „Maður þarf að fá að vera hryggur í kvöld með þetta og dapur. svo þurfum við að reisa okkur upp á morgun og við sáum að það er ekki hægt að slaka á gegn einu eða neinu liði hér. Portúgal hélt að þetta yrði auðvelt gegn Kóreu og við sáum í hverju þeir lentu. Við þurfum bara að klára það og halda áfram, þetta er bara svona.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira