Ísland tapaði leiknum 30-28 þrátt fyrir að hafa verið sex mörkum yfir þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Ungverjar unnu þær mínútur 11-3.
Þátturinn var tekin upp rétt eftir leik í gærkvöldi og voru menn heldur betur niðurlútir þegar þeir rifjuðu leikinn upp. En á jákvæðum nótum var aftur á móti hægt að gleðjast yfir ótrúlegri stemningu Íslendinga í Kristianstad allan gærdaginn.
Hér að neðan má sjá fjórða þáttinn af HM í dag.