„Við munum eftir frostavetrinum mikla 2023 en þá fundum við þessa öðlings gæs á vappi. Eitthvað var henni kalt greyinu og var hún með gogginn frosinn lokaðan,“ segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook:
Vegfarandi benti lögreglu á gæsina og lagði til að gæsin yrði pakkað í úlpu og gærð í hlýjuna á lögreglustöðinni.
„Nú kúrir hún á gólfinu hjá okkur og bíður þess að goggurunn þiðni. Hún biður að heilsa öllum og minnir fólk á að klæða sig vel.“