Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 12:47 Frá Stansted flugvelli. Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Bradley Pryer, 24 ára og Cain Adams 23 ára voru á leið í flug til Keflavíkur frá Stansted flugvelli í apríl síðastliðnum. Fram kemur á vef My London News að fíkniefnaleitarhundar hafi merkt mennina tvo. Við nánari leit kom í ljós að þeir voru með efnin falin innvortis. Fram kemur að styrkleiki efnisins hafi verið hár og að götuverðið á efnunum í Bretlandi sé sex þúsund pund, rúmlega milljón íslenskar krónur. Wales Online fjallar einnig um málið. Málið var rannsakað af of Operation Venetic, teymi á vegum Scotland Yard og NCA (National Crime Agency) í Bretlandi. Rannsókn leiddi í ljós að Bradley Pryer hefur verið umfangsmikill á fíkniefnamarkaðnum í Bretlandi og átt samskipti við aðra sala í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið EncroChat. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands en fram kemur að fyrir handtökuna hafi hann reglulega verið í samskiptum við Robert Smith, dæmdan fíkniefnasmyglara. Skilaboð frá Bradley Pryer gáfu til kynna að uppi hafi verið áform um að smygla álíka magni til Íslands vikulega og með sama hætti, það er að segja með því að nota burðardýr. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands Organised Crime Partnership / SWNS Reiðubúnir að fórna lífinu Mennirnir voru báðir ákærðir fyrir tilraun til fíkniefnainnflutnings og Bradley Pryer var þar að auki ákærður fyrir þrjú önnur fíkniefnabrot. Þeir játuðu báðir sök fyrir dómi í október síðastliðnum. Bradley Pryer hlaut 12 ára fangelsisdóm og Cain Adams hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Í yfirlýsingu sem gefin var út eftir dómsuppkvaðninguna sagði Andrew Tickner, fulltrúi Organised Crime Partnership að Bradley Pryer hefði skipulagt sölu á umtalsverðu magni af ólöglegum fíkniefnum, og væri þar að auki með umfangsmikil tengsl í undirheimunum. „Hann og Cain Adams voru meira að reiðubúnir að fórna lífinu með því að reyna að smygla kókaíni frá Bretlandi í von um aukinn gróða á Íslandi.“ Fylgni á milli neyslu og efnahags Þess má geta að samkvæmt verðkönnun SÁÁ frá því í júní á seinasta ári kostar slagið af kókaíni hér á landi 17.000 krónur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Valgerðar Rúnarsdóttur, forstjóri Vogs að verðið réðist alfarið af framboði og eftirspurn og bersýnileg fylgni er milli neyslu kókaíns og efnahags. Verðbólgan smitast ekki yfir í fíkniefnamarkaðinn, enda fer hann ekki í gegnum neinar hefðbundnar boðleiðir þar sem hækkun launa, mannekla og hrávöruskortur hafa áhrif. Bretland Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Bradley Pryer, 24 ára og Cain Adams 23 ára voru á leið í flug til Keflavíkur frá Stansted flugvelli í apríl síðastliðnum. Fram kemur á vef My London News að fíkniefnaleitarhundar hafi merkt mennina tvo. Við nánari leit kom í ljós að þeir voru með efnin falin innvortis. Fram kemur að styrkleiki efnisins hafi verið hár og að götuverðið á efnunum í Bretlandi sé sex þúsund pund, rúmlega milljón íslenskar krónur. Wales Online fjallar einnig um málið. Málið var rannsakað af of Operation Venetic, teymi á vegum Scotland Yard og NCA (National Crime Agency) í Bretlandi. Rannsókn leiddi í ljós að Bradley Pryer hefur verið umfangsmikill á fíkniefnamarkaðnum í Bretlandi og átt samskipti við aðra sala í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið EncroChat. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands en fram kemur að fyrir handtökuna hafi hann reglulega verið í samskiptum við Robert Smith, dæmdan fíkniefnasmyglara. Skilaboð frá Bradley Pryer gáfu til kynna að uppi hafi verið áform um að smygla álíka magni til Íslands vikulega og með sama hætti, það er að segja með því að nota burðardýr. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands Organised Crime Partnership / SWNS Reiðubúnir að fórna lífinu Mennirnir voru báðir ákærðir fyrir tilraun til fíkniefnainnflutnings og Bradley Pryer var þar að auki ákærður fyrir þrjú önnur fíkniefnabrot. Þeir játuðu báðir sök fyrir dómi í október síðastliðnum. Bradley Pryer hlaut 12 ára fangelsisdóm og Cain Adams hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Í yfirlýsingu sem gefin var út eftir dómsuppkvaðninguna sagði Andrew Tickner, fulltrúi Organised Crime Partnership að Bradley Pryer hefði skipulagt sölu á umtalsverðu magni af ólöglegum fíkniefnum, og væri þar að auki með umfangsmikil tengsl í undirheimunum. „Hann og Cain Adams voru meira að reiðubúnir að fórna lífinu með því að reyna að smygla kókaíni frá Bretlandi í von um aukinn gróða á Íslandi.“ Fylgni á milli neyslu og efnahags Þess má geta að samkvæmt verðkönnun SÁÁ frá því í júní á seinasta ári kostar slagið af kókaíni hér á landi 17.000 krónur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Valgerðar Rúnarsdóttur, forstjóri Vogs að verðið réðist alfarið af framboði og eftirspurn og bersýnileg fylgni er milli neyslu kókaíns og efnahags. Verðbólgan smitast ekki yfir í fíkniefnamarkaðinn, enda fer hann ekki í gegnum neinar hefðbundnar boðleiðir þar sem hækkun launa, mannekla og hrávöruskortur hafa áhrif.
Bretland Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira