„Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 17:01 Sigríður Á. Andersen og Auður Jónsdóttir voru gestir í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og Auður Jónsdóttir rithöfundur mættu í Sprengisand á Bylgjunni og ræddu þar meðal annars pólitískan rétttrúnað, tjáningarfrelsið og samfélagsmiðla. Í kjölfar „skessumálsins“ svokallaða í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni hefur mikið verið rætt um að hatursorðræðu og orðanotkun einstaklinga á samfélagsmiðlum. Í þættinum sagði Sigríður að ekki mætti horfa framhjá því að bæði tungumálið og hegðun, framkoma og atferli manna er lifandi fyrirbæri sem verður illa stýrt með reglum og lögum. „Ég hef gaman af þeim sem stíga fram sem riddarar siðgæðisins eða málsvarar hinna og þessa sjónarmiða, þeir sem eru að stíga fram og brýna fyrir okkur hinum, stundum af mismikilli eða mislítilli vandlætingu. Ég hef alveg gaman af því og það ber alveg árangur. Margt af því er gott, mjög margt af því er mjög vont en ég held að til lengri tíma þá berum við öll gæfu til að breyta rétt á endanum. Að mínu mati snýst þetta um kurteisi, að reyna að temja sér það, og ég held flestir séu nú að reyna það. Sumum tekst það bara ekki.“ Við megum heldur ekki gleyma því að við erum ekki einsleitt samfélag. Það er kannski ekki öllum gefið að koma skoðunum sínum á framfæri með jafn vönduðum hætti og við myndum vilja temja okkur sjálf. Orðavalið er mikilvægt Auður benti jafnframt á að mikilvægt væri að gera greinarmun á hatursorðræðu og popúlisma. „Við erum með þennan lifandi netheim sem er orðinn okkar ósjálfráðu samskipti. Þegar að það koma upp svona sterk hugtök, sem eru kannski búin til svo við getum greint veruleikann, ef þau eru notuð á of auðveldan hátt þá þrengja þau jafnvel veruleikann. Ef fólk er ekki alveg að hafa vald á þeim þá geta þau snúist upp í popúlisma og þá skiptist þetta í „við“ og „hinir.“ Eða þú getur jafnvel beitt eineltistöktum án þess að gera þér grein fyrir því. Oft þegar fólk leggur upp í umræðu, með einhverja fyrirfram gefna skoðun sem það ætlar að rökstyðja, þá eltir það rökleiðsluna en er komið langt út frá samhenginu, af því að þannig virka orð.“ Þá sagði Auður jafnframt að vert væri að skoða þau orð sem verið er að nota í umræðunni. „Við erum að nota tungumálið til að greina umheiminn og hugsanir okkar og stundum missum við valdið á því, við erum komin svolítið langt út í móa í okkar rökleiðslu.“ Auður bætti við að fólk sé oft mjög hrætt við umræðu en umræða sé í raun alltaf af hinu góða. „Það fer eftir hvernig við tæklum hana. Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu. Það er þessi vera sem hún er. “ Sprengisandur Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Í kjölfar „skessumálsins“ svokallaða í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni hefur mikið verið rætt um að hatursorðræðu og orðanotkun einstaklinga á samfélagsmiðlum. Í þættinum sagði Sigríður að ekki mætti horfa framhjá því að bæði tungumálið og hegðun, framkoma og atferli manna er lifandi fyrirbæri sem verður illa stýrt með reglum og lögum. „Ég hef gaman af þeim sem stíga fram sem riddarar siðgæðisins eða málsvarar hinna og þessa sjónarmiða, þeir sem eru að stíga fram og brýna fyrir okkur hinum, stundum af mismikilli eða mislítilli vandlætingu. Ég hef alveg gaman af því og það ber alveg árangur. Margt af því er gott, mjög margt af því er mjög vont en ég held að til lengri tíma þá berum við öll gæfu til að breyta rétt á endanum. Að mínu mati snýst þetta um kurteisi, að reyna að temja sér það, og ég held flestir séu nú að reyna það. Sumum tekst það bara ekki.“ Við megum heldur ekki gleyma því að við erum ekki einsleitt samfélag. Það er kannski ekki öllum gefið að koma skoðunum sínum á framfæri með jafn vönduðum hætti og við myndum vilja temja okkur sjálf. Orðavalið er mikilvægt Auður benti jafnframt á að mikilvægt væri að gera greinarmun á hatursorðræðu og popúlisma. „Við erum með þennan lifandi netheim sem er orðinn okkar ósjálfráðu samskipti. Þegar að það koma upp svona sterk hugtök, sem eru kannski búin til svo við getum greint veruleikann, ef þau eru notuð á of auðveldan hátt þá þrengja þau jafnvel veruleikann. Ef fólk er ekki alveg að hafa vald á þeim þá geta þau snúist upp í popúlisma og þá skiptist þetta í „við“ og „hinir.“ Eða þú getur jafnvel beitt eineltistöktum án þess að gera þér grein fyrir því. Oft þegar fólk leggur upp í umræðu, með einhverja fyrirfram gefna skoðun sem það ætlar að rökstyðja, þá eltir það rökleiðsluna en er komið langt út frá samhenginu, af því að þannig virka orð.“ Þá sagði Auður jafnframt að vert væri að skoða þau orð sem verið er að nota í umræðunni. „Við erum að nota tungumálið til að greina umheiminn og hugsanir okkar og stundum missum við valdið á því, við erum komin svolítið langt út í móa í okkar rökleiðslu.“ Auður bætti við að fólk sé oft mjög hrætt við umræðu en umræða sé í raun alltaf af hinu góða. „Það fer eftir hvernig við tæklum hana. Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu. Það er þessi vera sem hún er. “
Sprengisandur Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira