Í skýrslunni er því haldið fram að tveir þriðju hlutar alls auðs sem varð til frá upphafi heimsfaraldursins hafi lent hjá þeim ofurríku, sem eru aðeins eitt prósent allra jarðarbúa.
Skýrslan kemur út á sama tíma og ríkustu menn heims hittast á sínum árlega fundi í Davos í Sviss.
Skýrsluhöfundar fullyrða að tuttugu og sex billjónir dollara hafi runnið í vasa þeirra ofurríku frá upphafi faraldurs og fram til loka ársins 2021, sem eru 63 prósent af allri nýrri auðsöfnun í heiminum á tímabilinu. Restin rann svo til hinna níutíu og níu prósentanna sem byggja jörðina.