Innlent

128 fluttir á brott í lög­reglu­fylgd og 32 um­sóknir metnar til­hæfu­lausar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Svör ráðherra byggja á upplýsingum frá Útlendingastofnun.
Svör ráðherra byggja á upplýsingum frá Útlendingastofnun. Vísir/Vilhelm

Á tímabilinu 1. janúar 2021 til 21. desember 2022 voru 128 einstaklingar fluttir úr landi í lögreglufylgd eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi.

Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um brottvísanir umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Þar segir að af einstaklingunum 128 hafi 86 verið fylgt alla leið til heima-eða viðtökuríkis en 42 hluta af leið.

Frá 1. janúar til 22. nóvember 2022 var 303 umsóknum um alþjóðlega vernd synjað að undangenginni efnislegri meðferð en á sama tímabili var 606 synjað um efnislega meðferð.

„Þess skal getið að 42 þessara ákvarðana voru afturkallaðar af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála árið 2020 vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem sköpuðust við upphaf Covid-19 heimsfaraldursins,“ segir í svörum dómsmálaráðherra.

Á þessu sama tímabili var 32 umsóknum synjað að undangenginni forgangsmeðferð sem „bersýnilega tilhæfulausum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×