Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sama um réttindi barna? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2023 12:30 Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. Þetta er ekki bara mín skoðun. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið fullgiltur og lögfestur á Íslandi, segir þetta svart á hvítu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, ætla hins vegar að samþykkja lagafrumvarp sem gengur í berhögg við alþjóðasáttmála og íslensk barnalög – þ.e. útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp þetta, sem til stendur að gera að landslögum, brýtur beinlínis á réttindum barna. Við skulum skoða hvernig. Áhrif frumvarpsins á réttindi barna Samkvæmt núgildandi lögum gilda sérstakir tímafrestir um málsmeðferð umsókna barna á flótta. Tímafrestirnir tryggja börnum sem hafa dvalið á Íslandi til lengri tíma efnislega meðferð umsóknarinnar og heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fyrir börn sem hafa dvalið á Íslandi í meira en 15 mánuði. Þannig eru hagsmunir barnanna settir í fyrsta sæti. Ákvæðin voru sett til þess að bregðast við ítrekuðu ákalli almennings um að binda endi á grimmilegar brottvísanir barna sem hafa búið á Íslandi um langa hríð. Börnin hafa þá fest rætur, eignast vini og lært að tala íslensku, allt á meðan beðið er eftir því að stjórnvöld ákveði hvort umsóknin skuli yfir höfuð tekin til meðferðar hér á landi – ferli sem í gegnum tíðina hefur stundum tekið marga mánuði eða jafnvel ár, börnunum til vansa og almenningi á Íslandi til mikillar gremju. Frumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur myndi gera þessa tímafresti að engu. Stjórnvöldum yrði gert kleift að vísa börnum úr landi eftir að hafa búið hér jafnvel svo árum skiptir. Það eina sem þyrfti til væri að einhver í nærumhverfi barnsins, svo sem foreldri, annar aðstandandi eða jafnvel lögmaður barnsins, væri talinn hafa „tafið málið“ – til dæmis með því að gleyma viðtalstíma á allra fyrstu stigum málsins – þá falla tímafrestirnir niður og árin sem líða veita barninu engan rétt. Umsagnaraðilar frumvarpsins telja réttindi barna fótum troðin Frumvarpið fékk slæma útreið í umsögnum sem bárust allsherjar- og menntamálanefnd frá aðilum sem hafa það meginhlutverk að gæta hagsmuna barna. Í umsögnum Barnaheilla og UNICEF var mikilvægi þess að öll mál sem varða börn skuli meta með hagsmuni barnsins að leiðarljósi margítrekað – að ákvörðun skuli tekin á grundvelli þess sem talið er barninu fyrir bestu að loknu mati. Það er ófrávíkjanlegur réttur barnsins lögum samkvæmt. Í umsögn Barnaheilla segir að í ljósi þess sé með öllu ótækt að frumvarpið búi svo um hnútana að tafir sem rekja megi til athafna annarra geti komið niður á því hvort umsókn barns hljóti efnislega meðferð hér á landi. Að sama skapi lýsti UNICEF því yfir að það stríði gegn bæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum að börn séu látin líða fyrir athafnir annarra. Þrátt fyrir að þessir aðilar geri alvarlegar aðfinnslur við frumvarpið sáu fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í allsherjar- og menntamálanefnd ekki tilefni til þess að bregðast við þeim og er ekki einu orði á þessar aðfinnslur minnst í nefndaráliti meirihlutans. Til hvers er breytingin gerð? Í greinargerð með frumvarpinu segir berum orðum að „vandamálið“ sem breytingunni sé ætlað að leysa sé einmitt það að börn geti öðlast rétt til efnislegrar málsmeðferðar vegna tafa af völdum foreldra sinna. Þetta er því enginn klaufaskapur eða mistök. Frumvarpinu er raunverulega ætlað að gefa stjórnvöldum leyfi til þess að kasta lögbundnum réttindum barna fyrir róða. Eins og Barnaheill, UNICEF og fleiri benda á er alfarið ótækt að láta athafnir annarra bitna á réttindum barna, hvort sem það eru foreldrar barnsins, aðrir aðstandendur eða jafnvel bara einhver lögmaður úti í bæ. Um þetta skeyta þingmenn meirihlutans engu. En eins og við vitum – þá skiptir máli hver stjórnar. Ekki satt? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Réttindi barna Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. Þetta er ekki bara mín skoðun. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið fullgiltur og lögfestur á Íslandi, segir þetta svart á hvítu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, ætla hins vegar að samþykkja lagafrumvarp sem gengur í berhögg við alþjóðasáttmála og íslensk barnalög – þ.e. útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp þetta, sem til stendur að gera að landslögum, brýtur beinlínis á réttindum barna. Við skulum skoða hvernig. Áhrif frumvarpsins á réttindi barna Samkvæmt núgildandi lögum gilda sérstakir tímafrestir um málsmeðferð umsókna barna á flótta. Tímafrestirnir tryggja börnum sem hafa dvalið á Íslandi til lengri tíma efnislega meðferð umsóknarinnar og heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fyrir börn sem hafa dvalið á Íslandi í meira en 15 mánuði. Þannig eru hagsmunir barnanna settir í fyrsta sæti. Ákvæðin voru sett til þess að bregðast við ítrekuðu ákalli almennings um að binda endi á grimmilegar brottvísanir barna sem hafa búið á Íslandi um langa hríð. Börnin hafa þá fest rætur, eignast vini og lært að tala íslensku, allt á meðan beðið er eftir því að stjórnvöld ákveði hvort umsóknin skuli yfir höfuð tekin til meðferðar hér á landi – ferli sem í gegnum tíðina hefur stundum tekið marga mánuði eða jafnvel ár, börnunum til vansa og almenningi á Íslandi til mikillar gremju. Frumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur myndi gera þessa tímafresti að engu. Stjórnvöldum yrði gert kleift að vísa börnum úr landi eftir að hafa búið hér jafnvel svo árum skiptir. Það eina sem þyrfti til væri að einhver í nærumhverfi barnsins, svo sem foreldri, annar aðstandandi eða jafnvel lögmaður barnsins, væri talinn hafa „tafið málið“ – til dæmis með því að gleyma viðtalstíma á allra fyrstu stigum málsins – þá falla tímafrestirnir niður og árin sem líða veita barninu engan rétt. Umsagnaraðilar frumvarpsins telja réttindi barna fótum troðin Frumvarpið fékk slæma útreið í umsögnum sem bárust allsherjar- og menntamálanefnd frá aðilum sem hafa það meginhlutverk að gæta hagsmuna barna. Í umsögnum Barnaheilla og UNICEF var mikilvægi þess að öll mál sem varða börn skuli meta með hagsmuni barnsins að leiðarljósi margítrekað – að ákvörðun skuli tekin á grundvelli þess sem talið er barninu fyrir bestu að loknu mati. Það er ófrávíkjanlegur réttur barnsins lögum samkvæmt. Í umsögn Barnaheilla segir að í ljósi þess sé með öllu ótækt að frumvarpið búi svo um hnútana að tafir sem rekja megi til athafna annarra geti komið niður á því hvort umsókn barns hljóti efnislega meðferð hér á landi. Að sama skapi lýsti UNICEF því yfir að það stríði gegn bæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum að börn séu látin líða fyrir athafnir annarra. Þrátt fyrir að þessir aðilar geri alvarlegar aðfinnslur við frumvarpið sáu fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í allsherjar- og menntamálanefnd ekki tilefni til þess að bregðast við þeim og er ekki einu orði á þessar aðfinnslur minnst í nefndaráliti meirihlutans. Til hvers er breytingin gerð? Í greinargerð með frumvarpinu segir berum orðum að „vandamálið“ sem breytingunni sé ætlað að leysa sé einmitt það að börn geti öðlast rétt til efnislegrar málsmeðferðar vegna tafa af völdum foreldra sinna. Þetta er því enginn klaufaskapur eða mistök. Frumvarpinu er raunverulega ætlað að gefa stjórnvöldum leyfi til þess að kasta lögbundnum réttindum barna fyrir róða. Eins og Barnaheill, UNICEF og fleiri benda á er alfarið ótækt að láta athafnir annarra bitna á réttindum barna, hvort sem það eru foreldrar barnsins, aðrir aðstandendur eða jafnvel bara einhver lögmaður úti í bæ. Um þetta skeyta þingmenn meirihlutans engu. En eins og við vitum – þá skiptir máli hver stjórnar. Ekki satt? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar