Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 14:14 Flugvélin brotlenti í gili og á enn eftir að finna lík tveggja sem voru þar um borð. AP/Yunish Gurung Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal. Allir 72 um borð í flugvélinni dóu þegar hún hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá Pokhara flugvellinum á sunnudaginn. Ekki er búið að finna lík tveggja sem voru í flugvélinni en hún lenti í gili skammt frá flugvellinum. Búið er að skrúfa frá stíflu á svæðinu til að hjálpa til við leitina. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að flugvélin, sem var af gerðinni ATR 72-500t og er framleidd í Frakklandi, hrapaði til jarðar. Minna en mínúta var frá því henni var flogið á loft og veður var gott. Sérfræðingar sem skoðað hafa myndefni af brotlendingunni segja AP fréttaveitunni að líklegast hafi flugvélin farið í ofris. Ekki er þó vitað hvað olli ofrisinu en þar koma bæði vélarbilun og mannleg mistök til greina, meðal annars. Video of what seems to be moments before the crash of Yeti Airlines ATR72 carrying 72 passengers near Pokhara Airport#aerowanderer #aviation #avgeek #nepal #yetiairlines pic.twitter.com/hk12Edlvpf— Aerowanderer (@aerowanderer) January 15, 2023 68 farþegar voru um borð auk fjögurra áhafnarmeðlima. Fimmtán voru ekki frá Nepal en þar var um að ræða fimm frá Indlandi, fjóra frá Rússlandi, tvo frá Suður-Kóreu og einn frá Írlandi, Ástralíu, Argentínu og Frakklandi. Pokhara er nokkuð vinsæll viðkomustaður ferðamanna þar sem vinsæl gönguleið um Himalæjafjöllin hefst þar. Yfirvöld í Nepal eru byrjuð að afhenda lík þeirra sem fórust til fjölskyldumeðlima þeirra. Útfarir eru þegar byrjaðar í Pokhara en í dag komu rúmlega hundrað og fimmtíu manns saman til að minnast blaðamannsins Tribhuwan Paudel sem var meðal þeirra sem dó. Flestir hinna látnu eru frá Pokhara og nærliggjandi svæðum. Nepal Fréttir af flugi Frakkland Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Allir 72 um borð í flugvélinni dóu þegar hún hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá Pokhara flugvellinum á sunnudaginn. Ekki er búið að finna lík tveggja sem voru í flugvélinni en hún lenti í gili skammt frá flugvellinum. Búið er að skrúfa frá stíflu á svæðinu til að hjálpa til við leitina. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að flugvélin, sem var af gerðinni ATR 72-500t og er framleidd í Frakklandi, hrapaði til jarðar. Minna en mínúta var frá því henni var flogið á loft og veður var gott. Sérfræðingar sem skoðað hafa myndefni af brotlendingunni segja AP fréttaveitunni að líklegast hafi flugvélin farið í ofris. Ekki er þó vitað hvað olli ofrisinu en þar koma bæði vélarbilun og mannleg mistök til greina, meðal annars. Video of what seems to be moments before the crash of Yeti Airlines ATR72 carrying 72 passengers near Pokhara Airport#aerowanderer #aviation #avgeek #nepal #yetiairlines pic.twitter.com/hk12Edlvpf— Aerowanderer (@aerowanderer) January 15, 2023 68 farþegar voru um borð auk fjögurra áhafnarmeðlima. Fimmtán voru ekki frá Nepal en þar var um að ræða fimm frá Indlandi, fjóra frá Rússlandi, tvo frá Suður-Kóreu og einn frá Írlandi, Ástralíu, Argentínu og Frakklandi. Pokhara er nokkuð vinsæll viðkomustaður ferðamanna þar sem vinsæl gönguleið um Himalæjafjöllin hefst þar. Yfirvöld í Nepal eru byrjuð að afhenda lík þeirra sem fórust til fjölskyldumeðlima þeirra. Útfarir eru þegar byrjaðar í Pokhara en í dag komu rúmlega hundrað og fimmtíu manns saman til að minnast blaðamannsins Tribhuwan Paudel sem var meðal þeirra sem dó. Flestir hinna látnu eru frá Pokhara og nærliggjandi svæðum.
Nepal Fréttir af flugi Frakkland Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28
Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39