Urðu undir á jöfnum stigum og misstu af tveimur milljónum króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 08:31 Liðsfélagarnir Mal O´Brien, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem urðu að sætta sig við annað sætið þrátt fyrir að fá jafnmörg stig og sigurvegararnir. Instagram/@katrintanja Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir misstu ekki aðeins af fyrsta sætinu á grátlegan hátt á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami um síðustu helgi heldur töpuðu þær líka stórum fjárhæðum á því. Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu þarna í fyrsta sinn saman í liði á stórmóti erlendis og stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Liðsfélagi þeirra var silfurhafi síðustu heimsleika eða ungstirnið Mal O'Brien. Þegar upp var staðið þá endaði lið þeirra, sem bar nafnið Dóttir, með jafnmörg stig og liðið með CrossFit-stjörnurnar Laura Horvath, Jamie Simmonds og Gabi Migala innanborðs en þær skírðu sig BPN liðið. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Bæði lið voru með 691 stig þegar upp var staðið en þar sem BPN hafði unnið fleiri greinar í keppninni þá endaði það í efsta sætinu. Þó að það hafi munað svona litlu þá breytti það engu með skiptingu verðlaunafésins og þar munaði mjög miklu á fyrsta og öðru sæti. Alls var verðlaunaféð á Wodapalooza til samans fimm hundruð þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 72 milljónir króna og Morning Chalk Up vefurinn hefur nú farið yfir skiptingu þess. Liðið sem vann liðakeppnina fékk þrjátíu þúsund dali eða 4,3 milljónir króna en þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sætinu þá fengu þær aðeins helminginn af þeirri upphæð eða fimmtán þúsund dali. Það jafngildir 2,1 milljón króna. Okkar konur misstu því af rúmum tveimur milljónum króna þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum í hús og sigurvegararnir. Þau Paige Powers og Ricky Garard sem unnu einstaklingskeppnina fengu 75 þúsund dali í verðlaunafé eða tæpar 10,8 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir náði sjötta sætunu og fékk fyrir það fimm þúsund Bandaríkjadali eða um 715 þúsund krónur íslenskar. CrossFit Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu þarna í fyrsta sinn saman í liði á stórmóti erlendis og stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Liðsfélagi þeirra var silfurhafi síðustu heimsleika eða ungstirnið Mal O'Brien. Þegar upp var staðið þá endaði lið þeirra, sem bar nafnið Dóttir, með jafnmörg stig og liðið með CrossFit-stjörnurnar Laura Horvath, Jamie Simmonds og Gabi Migala innanborðs en þær skírðu sig BPN liðið. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Bæði lið voru með 691 stig þegar upp var staðið en þar sem BPN hafði unnið fleiri greinar í keppninni þá endaði það í efsta sætinu. Þó að það hafi munað svona litlu þá breytti það engu með skiptingu verðlaunafésins og þar munaði mjög miklu á fyrsta og öðru sæti. Alls var verðlaunaféð á Wodapalooza til samans fimm hundruð þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 72 milljónir króna og Morning Chalk Up vefurinn hefur nú farið yfir skiptingu þess. Liðið sem vann liðakeppnina fékk þrjátíu þúsund dali eða 4,3 milljónir króna en þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sætinu þá fengu þær aðeins helminginn af þeirri upphæð eða fimmtán þúsund dali. Það jafngildir 2,1 milljón króna. Okkar konur misstu því af rúmum tveimur milljónum króna þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum í hús og sigurvegararnir. Þau Paige Powers og Ricky Garard sem unnu einstaklingskeppnina fengu 75 þúsund dali í verðlaunafé eða tæpar 10,8 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir náði sjötta sætunu og fékk fyrir það fimm þúsund Bandaríkjadali eða um 715 þúsund krónur íslenskar.
CrossFit Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira