Austurbakki Hólsár með spennandi sjóbirtingsveiði Karl Lúðvíksson skrifar 18. janúar 2023 11:12 Þann 1. apríl hefst sjóbirtingsveiðin af fullum krafti og veiðimenn eru þessa dagana að bóka sig á föstu svæðin og auðvitað að skoða ný. Eitt af þeim svæðum sem hafa verið mjög vinsæl síðustu ár í laxveiði er austurbakki Hólsár en það er líka frábært svæði fyrir sjóbirtingsveiði. Þeir sem eru vanir að veiða á svæðum sem eru síbreytileg ættu ekki að eiga í neinum vandræðum þarna. Veiðisvæðið hefst þar sem Þverá í Fljótshlíð rennur út í Eystri Rangá og þar tekur við langt svæði með sandbotni sem er sífellt á hreyfingu. Veiðistaðir geta þess vegna breyst mikið á milli ára. Veiðimenn sem kunna að lesa í ánna sjá mjög fljótt álitlega veiðistaði og það er það sem gerir þessa veiði einmitt spennandi, að leita af fiski og fá svo töku þegar legustaður er fundinn. Þarna veiðast iðulega mjög vænir sjóbirtingar allt tímabilið en vorveiðin hefur oft verið feyknagóð. Það eru nokkurir lykil veiðistaðir eins og hyljirnir á bak við Ármót en líka breiðan við veiðihúsið, fyrir ofan og neðan brú, Ártún og síðan allir bakkarnir niður að ós þar sem oft á tíðum getur legið mikið af 2-3 punda geldfisk. Þetta er klárlega svæði til að prófa þetta vorið. Stangveiði Mest lesið Miðá í Dölum til SVFR Veiði Loksins líf í Straumunum Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði
Eitt af þeim svæðum sem hafa verið mjög vinsæl síðustu ár í laxveiði er austurbakki Hólsár en það er líka frábært svæði fyrir sjóbirtingsveiði. Þeir sem eru vanir að veiða á svæðum sem eru síbreytileg ættu ekki að eiga í neinum vandræðum þarna. Veiðisvæðið hefst þar sem Þverá í Fljótshlíð rennur út í Eystri Rangá og þar tekur við langt svæði með sandbotni sem er sífellt á hreyfingu. Veiðistaðir geta þess vegna breyst mikið á milli ára. Veiðimenn sem kunna að lesa í ánna sjá mjög fljótt álitlega veiðistaði og það er það sem gerir þessa veiði einmitt spennandi, að leita af fiski og fá svo töku þegar legustaður er fundinn. Þarna veiðast iðulega mjög vænir sjóbirtingar allt tímabilið en vorveiðin hefur oft verið feyknagóð. Það eru nokkurir lykil veiðistaðir eins og hyljirnir á bak við Ármót en líka breiðan við veiðihúsið, fyrir ofan og neðan brú, Ártún og síðan allir bakkarnir niður að ós þar sem oft á tíðum getur legið mikið af 2-3 punda geldfisk. Þetta er klárlega svæði til að prófa þetta vorið.
Stangveiði Mest lesið Miðá í Dölum til SVFR Veiði Loksins líf í Straumunum Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði