Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2023 00:05 Sigurður Gísli Bond Snorrason spilaði 21 leik með Aftureldingu í deild og bikar sumarið 2022. Vísir/Egill Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. Fyrr í vikunni var greint frá því að Sigurður hafi veðjað á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi, þar af fimm leiki sem hann spilaði sjálfur. Upphæðirnar voru ekki háar en samkvæmt knattspyrnulögum er öllum leikmönnum óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) rannsakar nú málið eftir að veðmálafyrirtækið Pinnacle skilaði gögnum um veðmál hans til sambandsins. Heimildin greindi fyrst frá málinu en Sigurður vildi ekki tjá sig við miðilinn þegar hann var spurður um málið. Sigurður ræddi hins vegar málið stuttlega í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi þáttarins, spurði Sigurð hvort hann hafi vitað að hann væri að gera eitthvað rangt. „Já, strangt til tekið vissi ég alveg að þetta væri í raun og veru ólöglegt. En ég vil taka það algjörlega fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu eigin liði, semsagt Aftureldingu, og þetta voru aldrei háar upphæðir. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Sigurður. Hann bendir þó á að það breyti því ekki að þetta hafi verið mjög heimskulegt af honum. Hann segist hafa gert þetta í hugsunarleysi og muni aldrei gera slíkt aftur. Svona mál hefur aldrei komið upp í íslenskum fótbolta og því algjörlega óvíst hver refsing Sigurðar verður. Hann segist sjálfur ekki hafa neina hugmynd og þarf bara að bíða og sjá. Aðspurður segist hann ekki sár að skýrslu um málið hafi lekið. „Ég ætla ekkert að fara að spila mig sem eitthvað fórnarlamb. Mér fannst þetta bara skrítið. Ég er samt búinn að hugsa, ég er ekkert algjörlega viss um að þetta hafi komið beint frá KSÍ, þessi leki,“ segir Sigurður. Hann segir að dómur sé væntanlegur í næstu viku. Afturelding Fjárhættuspil Lengjudeild karla Mosfellsbær Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því að Sigurður hafi veðjað á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi, þar af fimm leiki sem hann spilaði sjálfur. Upphæðirnar voru ekki háar en samkvæmt knattspyrnulögum er öllum leikmönnum óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) rannsakar nú málið eftir að veðmálafyrirtækið Pinnacle skilaði gögnum um veðmál hans til sambandsins. Heimildin greindi fyrst frá málinu en Sigurður vildi ekki tjá sig við miðilinn þegar hann var spurður um málið. Sigurður ræddi hins vegar málið stuttlega í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi þáttarins, spurði Sigurð hvort hann hafi vitað að hann væri að gera eitthvað rangt. „Já, strangt til tekið vissi ég alveg að þetta væri í raun og veru ólöglegt. En ég vil taka það algjörlega fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu eigin liði, semsagt Aftureldingu, og þetta voru aldrei háar upphæðir. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Sigurður. Hann bendir þó á að það breyti því ekki að þetta hafi verið mjög heimskulegt af honum. Hann segist hafa gert þetta í hugsunarleysi og muni aldrei gera slíkt aftur. Svona mál hefur aldrei komið upp í íslenskum fótbolta og því algjörlega óvíst hver refsing Sigurðar verður. Hann segist sjálfur ekki hafa neina hugmynd og þarf bara að bíða og sjá. Aðspurður segist hann ekki sár að skýrslu um málið hafi lekið. „Ég ætla ekkert að fara að spila mig sem eitthvað fórnarlamb. Mér fannst þetta bara skrítið. Ég er samt búinn að hugsa, ég er ekkert algjörlega viss um að þetta hafi komið beint frá KSÍ, þessi leki,“ segir Sigurður. Hann segir að dómur sé væntanlegur í næstu viku.
Afturelding Fjárhættuspil Lengjudeild karla Mosfellsbær Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira