Fimmtíu bestu: Herra Haukar og skarðið sem hefur ekki verið fyllt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2023 10:01 Leikmennirnir sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á þeim bestu í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 10. Tjörvi Þorgeirsson grafík/hjalti Tjörvi Þorgeirsson er með meirapróf í að stýra handboltaliðum. Raunar bara einu handboltaliði, Haukum, sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Og það er kannski viðeigandi þar sem faðir hans, Þorgeir Haraldsson, hefur verið formaður handknattleiksdeildar Hauka svo lengi sem elstu menn muna. Tjörvi hefur alltaf fyrst og síðast spilað fyrir liðið og samherja sína og eigin tölfræði og frami hefur mætt afgangi, eins og góðra leikstjórnanda er siður. Tjörvi Þorgeirsson hefur unnið fimmtán stóra titla með Haukum.vísir/bára Tjörvi mætir venjulega snyrtilegur til fara í vinnuna en á tyllidögum fer hann í sparifötin. Þá koma undirskotin glæsilegu, sérstaklega smekklegu línusendingarnar og taktar sem hann á til í geymslunni. Oftast nær er þetta í stórum sjónvarpsleikjum og alltaf þegar Gummi Ben er að lýsa, einhverra hluta vegna. Líklega hefur enginn leikmaður orðið deildarmeistari jafn oft og Tjörvi, eða átta sinnum. En þótt hann hafi fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari, tvisvar sinnum sem lykilmaður, hefur herslumuninn oft vantað. Til marks um það á Tjörvi fjórar silfurmedalíur í safninu sínu. Leikstjórnandi af guðs náð. Afburða skotmaður og með leiksskilning upp á tíu. Borið lið Hauka uppi á síðustu árum en því miður fyrir hann voru aðrir honum fremri þegar íslenska landsliðið var valið er hann var uppi á sitt besta. Hefði verðskuldað meiri athygli. En titlarnir eru fimmtán talsins, geri aðrir betur, og arfleiðin er tryggð. Þegar Tjörvi leggur skóna á hilluna fer hann alltaf í sögubækurnar sem einn besti leikmaður í sögu Hauka og einn besti leikmaður efstu deildar frá upphafi. 9. Janus Daði Smárason Janus Daði Smárason spilaði bara tvö og hálft tímabil hér á landi en þessi tvö og hálfu tímabil var hann langbesti leikmaður deildarinnar. Gæðin voru meiri en magnið. Janus bjó um tíma í Danmörku og maður hafði aðeins heyrt útundan sér um hæfileika hans en aldrei séð hann spila áður en hann kom í Olís-deildina 2014. En þá staðfesti hann að goðsagan um hann var byggð á traustum grunni. Fyrsti leikur hans hér heima var gegn Val og hann var svo eftirminnilegur að undirritaður man enn hvar hann var þegar hann horfði á þann leik. Haukar voru ekkert sérstakir í deildakeppninni 2014-15 og enduðu í 6. sæti. En það var eins og þeir hefðu drukkið jötunseyði fyrir úrslitakeppnina því þar átti enginn möguleika í þá. Þrátt fyrir að vera ekki með heimavallarrétt í neinu einvígi unnu Hafnfirðingar alla átta leiki sína og stóðu uppi sem Íslandsmeistarar. Janus Daði Smárason á fullri ferð.vísir/vilhelm Janus var besti leikmaður Hauka tímabilið 2014-15 og sú var einnig raunin tímabilið 2015-16. Þar urðu Haukar deildarmeistarar en lentu í kröppum dansi í úrslitaeinvíginu gegn Aftureldingu. Mosfellingar komust í 2-1 eftir sigur í mögnuðum spennutrylli á Ásvöllum en Hafnfirðingar tryggðu sér oddaleik með sigri í framlengdum fjórða leik liðanna í Mosfellsbænum. Haukar unnu svo oddaleikinn og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Engum blöðum var um það að fletta hver besti leikmaður þeirra var. Janus var sólin sem allt í sóknarleik Hauka snerist í kringum. Ótrúlega hugaður og leikmaður sem réðist alltaf á vörnina eins og villimaður, sama hversu fast hann var laminn í sókninni á undan. Setti mark sitt á deildina þegar hann lék með Haukum. Var langbesti leikmaður deildarinnar og hefur gert afar vel á sínum ferli. Líklega draumaleikmaður allra þjálfara sem hafa verið með hann í liði enda leikmaður sem þarf ekki að segja hvað eigi að spila. Leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki. Gaupi Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og þegar Janus fór sást það best hversu mikilvægur hann var Haukum. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan hann fór og það er ekki tilviljun. Í sjö ár hafa Haukar verið að reyna að finna leiðir til að fylla skarðið sem hann skildi eftir sig en án árangurs. Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Sjá meira
10. Tjörvi Þorgeirsson grafík/hjalti Tjörvi Þorgeirsson er með meirapróf í að stýra handboltaliðum. Raunar bara einu handboltaliði, Haukum, sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Og það er kannski viðeigandi þar sem faðir hans, Þorgeir Haraldsson, hefur verið formaður handknattleiksdeildar Hauka svo lengi sem elstu menn muna. Tjörvi hefur alltaf fyrst og síðast spilað fyrir liðið og samherja sína og eigin tölfræði og frami hefur mætt afgangi, eins og góðra leikstjórnanda er siður. Tjörvi Þorgeirsson hefur unnið fimmtán stóra titla með Haukum.vísir/bára Tjörvi mætir venjulega snyrtilegur til fara í vinnuna en á tyllidögum fer hann í sparifötin. Þá koma undirskotin glæsilegu, sérstaklega smekklegu línusendingarnar og taktar sem hann á til í geymslunni. Oftast nær er þetta í stórum sjónvarpsleikjum og alltaf þegar Gummi Ben er að lýsa, einhverra hluta vegna. Líklega hefur enginn leikmaður orðið deildarmeistari jafn oft og Tjörvi, eða átta sinnum. En þótt hann hafi fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari, tvisvar sinnum sem lykilmaður, hefur herslumuninn oft vantað. Til marks um það á Tjörvi fjórar silfurmedalíur í safninu sínu. Leikstjórnandi af guðs náð. Afburða skotmaður og með leiksskilning upp á tíu. Borið lið Hauka uppi á síðustu árum en því miður fyrir hann voru aðrir honum fremri þegar íslenska landsliðið var valið er hann var uppi á sitt besta. Hefði verðskuldað meiri athygli. En titlarnir eru fimmtán talsins, geri aðrir betur, og arfleiðin er tryggð. Þegar Tjörvi leggur skóna á hilluna fer hann alltaf í sögubækurnar sem einn besti leikmaður í sögu Hauka og einn besti leikmaður efstu deildar frá upphafi. 9. Janus Daði Smárason Janus Daði Smárason spilaði bara tvö og hálft tímabil hér á landi en þessi tvö og hálfu tímabil var hann langbesti leikmaður deildarinnar. Gæðin voru meiri en magnið. Janus bjó um tíma í Danmörku og maður hafði aðeins heyrt útundan sér um hæfileika hans en aldrei séð hann spila áður en hann kom í Olís-deildina 2014. En þá staðfesti hann að goðsagan um hann var byggð á traustum grunni. Fyrsti leikur hans hér heima var gegn Val og hann var svo eftirminnilegur að undirritaður man enn hvar hann var þegar hann horfði á þann leik. Haukar voru ekkert sérstakir í deildakeppninni 2014-15 og enduðu í 6. sæti. En það var eins og þeir hefðu drukkið jötunseyði fyrir úrslitakeppnina því þar átti enginn möguleika í þá. Þrátt fyrir að vera ekki með heimavallarrétt í neinu einvígi unnu Hafnfirðingar alla átta leiki sína og stóðu uppi sem Íslandsmeistarar. Janus Daði Smárason á fullri ferð.vísir/vilhelm Janus var besti leikmaður Hauka tímabilið 2014-15 og sú var einnig raunin tímabilið 2015-16. Þar urðu Haukar deildarmeistarar en lentu í kröppum dansi í úrslitaeinvíginu gegn Aftureldingu. Mosfellingar komust í 2-1 eftir sigur í mögnuðum spennutrylli á Ásvöllum en Hafnfirðingar tryggðu sér oddaleik með sigri í framlengdum fjórða leik liðanna í Mosfellsbænum. Haukar unnu svo oddaleikinn og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Engum blöðum var um það að fletta hver besti leikmaður þeirra var. Janus var sólin sem allt í sóknarleik Hauka snerist í kringum. Ótrúlega hugaður og leikmaður sem réðist alltaf á vörnina eins og villimaður, sama hversu fast hann var laminn í sókninni á undan. Setti mark sitt á deildina þegar hann lék með Haukum. Var langbesti leikmaður deildarinnar og hefur gert afar vel á sínum ferli. Líklega draumaleikmaður allra þjálfara sem hafa verið með hann í liði enda leikmaður sem þarf ekki að segja hvað eigi að spila. Leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki. Gaupi Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og þegar Janus fór sást það best hversu mikilvægur hann var Haukum. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan hann fór og það er ekki tilviljun. Í sjö ár hafa Haukar verið að reyna að finna leiðir til að fylla skarðið sem hann skildi eftir sig en án árangurs.
Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Sjá meira
Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01