Samkvæmt heimildum Extra bladet í Danmörku hljóðaði tilboð austurrísku meistaranna upp á nálægt því 100 milljónir danskra króna. Það gerir 2,1 milljarða íslenskra króna.
FCK sagði takk en nei takk en ekki liggur fyrir hvort Salzburg muni gera annað og hærra tilboð í Hákon.
Skagamaðurinn er samningsbundinn FCK til 2026. Hann kom til FCK frá ÍA sumarið 2019. Hákon hefur leikið fjörutíu leiki fyrir FCK og varð danskur meistari með liðinu á síðasta tímabili.
Hákon, sem er nítján ára, var valinn knattspyrnumaður ársins á Íslandi í fyrra. Hann hefur leikið átta A-landsleiki.