Moise Kean hafði skorað fyrra mark Juventus strax á áttundu mínútu leiksins áður en Mattia Valoti jafnaði metin um miðbik fyrri hálfleiks.
Chiesa kom Juventus svo í forystu á nýjan leik með marki á 78. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 2-1 sigur Juventus sem er á leið í átta liða úrslit Coppa Italia á kostnað Monza.
Í átta liða úrslitum mætir Juventus Lazio í stórleik.