Portúgalar hlupu yfir Grænhöfðaeyjar og komust upp fyrir Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2023 16:02 Diogo Branquinho hjá Portúgal og Bruno Landim hjá Grænhöfðaeyjum berjast um boltann í leiknum í dag. AP/Adam Ihse Fyrstu leikjum dagsins í milliriðlum heimsmeistaramótsins í handbolta er lokið þar sem Spánverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum. Fyrsti leikurinn í milliriðli Íslands var kannski meira spennandi en margir bjuggust við en á endanum unnu Portúgalar öruggan sigur á Grænhöfðaeyjum eftir algjör hrun hjá Grænhöfðeyingum. Spánverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum og enduðu um leið vonir Slóvena með því að vinna fimm marka sigur á Slóvenum, 31-26. Slóvenar voru að berjast fyrir lífi sínu í mótinu og náðu að komast yfir í fyrri hálfleik en eftir hann stóðu liðin jöfn, 15-15. Slóvenar komust í þrígang yfir í upphafi seinni hálfleiksins en á augabragði fór staðan úr 19-18 fyrir Slóveníu í 21-26 fyrir Spán. Eftir það voru Spánverjar með leikinn í sínum höndum. Sigur Spánverja þýðir jafnframt að Frakkar eru líka öruggir áfram þrátt fyrir að eiga eftir að spila tvo leiki. Eftir leikinn eru Spánverjar með átta stig, Frakkar með sex stig og Slóvenar bara fjögur stig. Slóvenar eru með slakari innbyrðis á móti Frökkum og geta því ekki komist upp fyrir þá og auðvitað ekki náð Spánverjum að stigum. Portúgalar hlupu yfir Grænhöfðaeyjar í seinni hálfleik sem þeir unnu 21-11 og þar með leikinn með tólf mörkum, 35-23. Portúgalar voru bara tveimur mörkum yfir í hálfleik á móti Grænhöfðaeyjum, 14-12, en settu í gírinn í seinni hálfleiknum þar sem þeir breyttu meðal annars stöðunni úr 19-15 í 30-16 með 11-1 kafla. Eftir það var engin spenna lengur til staðar eins og í fleiri leikjum hjá Grænhöfðaeyjum á þessu móti sem endað flestir með skrautlegum hætti. Antonio Areia skoraði níu mörk fyrir portúgalska liðið og Victor Iturriza var með fimm mörk. Delcio Pina var markahæstur hjá Grænhöfðaeyjum mðe sex mörk. Portúgalar komust upp fyrir Íslendinga með þessum sigri, eru með fimm stig á móti fjórum stigum hjá íslenska liðinu. HM 2023 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira
Fyrsti leikurinn í milliriðli Íslands var kannski meira spennandi en margir bjuggust við en á endanum unnu Portúgalar öruggan sigur á Grænhöfðaeyjum eftir algjör hrun hjá Grænhöfðeyingum. Spánverjar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum og enduðu um leið vonir Slóvena með því að vinna fimm marka sigur á Slóvenum, 31-26. Slóvenar voru að berjast fyrir lífi sínu í mótinu og náðu að komast yfir í fyrri hálfleik en eftir hann stóðu liðin jöfn, 15-15. Slóvenar komust í þrígang yfir í upphafi seinni hálfleiksins en á augabragði fór staðan úr 19-18 fyrir Slóveníu í 21-26 fyrir Spán. Eftir það voru Spánverjar með leikinn í sínum höndum. Sigur Spánverja þýðir jafnframt að Frakkar eru líka öruggir áfram þrátt fyrir að eiga eftir að spila tvo leiki. Eftir leikinn eru Spánverjar með átta stig, Frakkar með sex stig og Slóvenar bara fjögur stig. Slóvenar eru með slakari innbyrðis á móti Frökkum og geta því ekki komist upp fyrir þá og auðvitað ekki náð Spánverjum að stigum. Portúgalar hlupu yfir Grænhöfðaeyjar í seinni hálfleik sem þeir unnu 21-11 og þar með leikinn með tólf mörkum, 35-23. Portúgalar voru bara tveimur mörkum yfir í hálfleik á móti Grænhöfðaeyjum, 14-12, en settu í gírinn í seinni hálfleiknum þar sem þeir breyttu meðal annars stöðunni úr 19-15 í 30-16 með 11-1 kafla. Eftir það var engin spenna lengur til staðar eins og í fleiri leikjum hjá Grænhöfðaeyjum á þessu móti sem endað flestir með skrautlegum hætti. Antonio Areia skoraði níu mörk fyrir portúgalska liðið og Victor Iturriza var með fimm mörk. Delcio Pina var markahæstur hjá Grænhöfðaeyjum mðe sex mörk. Portúgalar komust upp fyrir Íslendinga með þessum sigri, eru með fimm stig á móti fjórum stigum hjá íslenska liðinu.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira