Fimmtán stig dregin af Juventus fyrir brot á félagsskiptareglum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2023 23:42 Stjórn Juventus sagði af sér í nóvember á seinasta ári í tengslum við málið. Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Fimmtán stig hafa verið dregin af ítalska stórliðinu Juventus fyrir alvarleg brot á félagsskiptareglum ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítalska knattspyrnusambandinu, en Juventus var til rannsóknar vegna ásakana um að hagræða bókhaldi sínu og faldar greiðslur til leikmanna. Serie A’s FIGC Prosecutor has ruled that Juventus will be given a -15 point deduction as result of the “Plusvalenza Case”, club’s capital gain violations 🚨 #Juventus— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2023 Refsingin er gefin út eftir að stjórn félagsins eins og hún lagði sig sagði af sér í nóvember á síðasta ári. Þá hefur Andrea Agnelli, fyrrverandi forseti Juventus, verið dæmdur í tveggja ára bann af ítalska knattspyrnusambandinu. Juventus hefur neitað ásökunum og búist er við að félagið áfrýi ákvörðuninni. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í kjölfar þess að stjórnin sagði af sér kom fram að ástæða afsagnarinnar væari „talin vera í þágu félagslegra hagsmuna.“ Fabio Paratici, fyrrum yfirmaður íþróttamála félagsins og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, hefur einnig verið dæmdur í 30 mánaða bann. Félagið var upphaflega sýknað af ásökununum í apríl 2022, en málið var tekið upp að nýju í desember sama ár. Rannsóknin snéri að tekjum af skráningarrétti leikmanna á árunum 2019 til 2021. Félagið bað þá leikmenn um að gefa eftir fjögurra mánaða laun til að hjálpa rekstri félagsins í kórónuveirufaraldrinum, en í raun gáfu þeir aðeins eftir eins mánaðar laun. Juventus gat þá borgað restina svart og þannig sloppið við að greiða skatta. Juventus sat í þriðja sæti deildarinnar áður en stigin voru dregin af þeim. Liðið var með 37 stig, tíu stigum á eftir toppliði Napoli, en situr nú í tíunda sæti með aðeins 22 stig. Næsti deildarleikur Juventus er á morgun gegn Atalanta. Ítalski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ítalska knattspyrnusambandinu, en Juventus var til rannsóknar vegna ásakana um að hagræða bókhaldi sínu og faldar greiðslur til leikmanna. Serie A’s FIGC Prosecutor has ruled that Juventus will be given a -15 point deduction as result of the “Plusvalenza Case”, club’s capital gain violations 🚨 #Juventus— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 20, 2023 Refsingin er gefin út eftir að stjórn félagsins eins og hún lagði sig sagði af sér í nóvember á síðasta ári. Þá hefur Andrea Agnelli, fyrrverandi forseti Juventus, verið dæmdur í tveggja ára bann af ítalska knattspyrnusambandinu. Juventus hefur neitað ásökunum og búist er við að félagið áfrýi ákvörðuninni. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í kjölfar þess að stjórnin sagði af sér kom fram að ástæða afsagnarinnar væari „talin vera í þágu félagslegra hagsmuna.“ Fabio Paratici, fyrrum yfirmaður íþróttamála félagsins og núverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, hefur einnig verið dæmdur í 30 mánaða bann. Félagið var upphaflega sýknað af ásökununum í apríl 2022, en málið var tekið upp að nýju í desember sama ár. Rannsóknin snéri að tekjum af skráningarrétti leikmanna á árunum 2019 til 2021. Félagið bað þá leikmenn um að gefa eftir fjögurra mánaða laun til að hjálpa rekstri félagsins í kórónuveirufaraldrinum, en í raun gáfu þeir aðeins eftir eins mánaðar laun. Juventus gat þá borgað restina svart og þannig sloppið við að greiða skatta. Juventus sat í þriðja sæti deildarinnar áður en stigin voru dregin af þeim. Liðið var með 37 stig, tíu stigum á eftir toppliði Napoli, en situr nú í tíunda sæti með aðeins 22 stig. Næsti deildarleikur Juventus er á morgun gegn Atalanta.
Ítalski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira