Völlurinn frosinn og leikur Chelsea og Liverpool flautaður af Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 14:30 Flauta þurfti leik Chelsea og Liverpool af vegna þess að völlurinn var frosinn. Clive Rose/Getty Images Það voru aðeins rúmar sex mínútur liðnar af leik Chelsea og Liverpool í ensku Ofurdeildinni þegar flauta þurfti leikinn af. Hættulegar aðstæður sköpuðust fyrir leikmenn og aðra þátttakendur leiksins þar sem völlurinn var frosinn. Þrátt fyrir að hafa skoðað völlinn fyrir leik var það ekki fyrr enn eftir að hann hófst að dómarar og aðrir framkvæmdaraðilar leiksins áttuðu sig á því að völlurinn hafi ekki verið í nægilega góðu standi til að hægt væri að leika á honum. The referee has taken the decision to abandon today's game due to a frozen pitch.The club will provide a further announcement on the fixture in due course.#CFCW— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 22, 2023 Eftir leikinn hafa heyrst háværar gagnrýnisraddir sökum þess að vellirnir sem leikið er á í kvennadeildum Englands eru almennt ekki upphitaðir og því ljóst að mikil hætta getur skapast yfir vetrartímann. Þjálfarar beggja liða gagnrýndu ákvörðunina um að leikurinn skildi fara fram í dag, enda hafi verið augljóst að völlurinn var óleikfær. „Þau vildu bíða og sjá hvernig þetta myndi fara, það var útskýringin,“ sagði Matt Beard, þjálfari Liverpool í viðtali eftir að leikurinn var flautaður af. „Það var ekki öruggt að vera þarna hjá varamannabekkjunum. Það voru nokkrir blettir á miðsvæði vallarins og hér og þar sem þetta var í lagi, en á stærstum hluta vallarins var það ekki.“ „Hitastigið var ekkert að fara að batna í dag. Það á bara að kólna.“ Emma Hayes, þjálfari Chelsea, tók í sama streng og segir að það hafi í raun verið vitleysa að hefja leik. „Maður sá það strax frá fyrstu mínútu að þetta var eins og svell á köntunum,“ sagði Hayes. „Það er ekki undir okkur þjálfurunum komið að ákveða hvort leikirnir fari fram. Það er undir knattspyrnusambandinu og dómurum komið. Nú er komið að því að við verðum að fá hita undir vellina. Við verðum að taka leikinn okkar alvarlega.“ „Leikurinn átti aldrei að fara fram,“ bætti Hayes við. Staðan er óásættanleg Eins og áður segir hafa háværar gagnrýnisraddir heyrst eftir að leikur Chelsea og Liverpool var flautaður af. Janine Beckie, fyrrverandi leikmaður Manchester City, segir stöðuna óásættanlega. 4 years playing in England and this was a potential reality for every team, every week. The WSL is a top 3 league in the world, this is unacceptable and the players deserve to be playing in suitable grounds where this is not a reality. We’re far past this in the women’s game! https://t.co/qsEA67EZH2— Janine Beckie (@janinebeckie) January 22, 2023 „Fjögur ár sem ég spilaði á Englandi og þetta gat komið fyrir hvaða lið sem er í hverri einustu viku. Þetta er ein af þrem stærstu deildum í heimi. Þetta er óásættanlegt og leikmenn eiga skilið að spila á góðum völlum þar sem þessi möguleiki er ekki til staðar. Kvennaboltinn er kominn miklu lengra en þetta!“ ritar Beckie á Twitter-síðu sína. CHE - LIV… 🤦🏼♀️ and (TOT - LEI) #WSL Players safety should always come first. Luckily no one got injured today.Only way to fix this is to demand undersoil heating or playing our games in men’s stadiums. FA and clubs, please do better. 🙏🏽— Vivianne Miedema (@VivianneMiedema) January 22, 2023 So so sorry to all our fans who turned up today and braved the cold weather. This shouldn’t be happening and we will demand more for our game. Angry and frustrated but we will be ready for Wednesday 💙 @ChelseaFCW— Erin Cuthbert (@erincuthbert_) January 22, 2023 Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa skoðað völlinn fyrir leik var það ekki fyrr enn eftir að hann hófst að dómarar og aðrir framkvæmdaraðilar leiksins áttuðu sig á því að völlurinn hafi ekki verið í nægilega góðu standi til að hægt væri að leika á honum. The referee has taken the decision to abandon today's game due to a frozen pitch.The club will provide a further announcement on the fixture in due course.#CFCW— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 22, 2023 Eftir leikinn hafa heyrst háværar gagnrýnisraddir sökum þess að vellirnir sem leikið er á í kvennadeildum Englands eru almennt ekki upphitaðir og því ljóst að mikil hætta getur skapast yfir vetrartímann. Þjálfarar beggja liða gagnrýndu ákvörðunina um að leikurinn skildi fara fram í dag, enda hafi verið augljóst að völlurinn var óleikfær. „Þau vildu bíða og sjá hvernig þetta myndi fara, það var útskýringin,“ sagði Matt Beard, þjálfari Liverpool í viðtali eftir að leikurinn var flautaður af. „Það var ekki öruggt að vera þarna hjá varamannabekkjunum. Það voru nokkrir blettir á miðsvæði vallarins og hér og þar sem þetta var í lagi, en á stærstum hluta vallarins var það ekki.“ „Hitastigið var ekkert að fara að batna í dag. Það á bara að kólna.“ Emma Hayes, þjálfari Chelsea, tók í sama streng og segir að það hafi í raun verið vitleysa að hefja leik. „Maður sá það strax frá fyrstu mínútu að þetta var eins og svell á köntunum,“ sagði Hayes. „Það er ekki undir okkur þjálfurunum komið að ákveða hvort leikirnir fari fram. Það er undir knattspyrnusambandinu og dómurum komið. Nú er komið að því að við verðum að fá hita undir vellina. Við verðum að taka leikinn okkar alvarlega.“ „Leikurinn átti aldrei að fara fram,“ bætti Hayes við. Staðan er óásættanleg Eins og áður segir hafa háværar gagnrýnisraddir heyrst eftir að leikur Chelsea og Liverpool var flautaður af. Janine Beckie, fyrrverandi leikmaður Manchester City, segir stöðuna óásættanlega. 4 years playing in England and this was a potential reality for every team, every week. The WSL is a top 3 league in the world, this is unacceptable and the players deserve to be playing in suitable grounds where this is not a reality. We’re far past this in the women’s game! https://t.co/qsEA67EZH2— Janine Beckie (@janinebeckie) January 22, 2023 „Fjögur ár sem ég spilaði á Englandi og þetta gat komið fyrir hvaða lið sem er í hverri einustu viku. Þetta er ein af þrem stærstu deildum í heimi. Þetta er óásættanlegt og leikmenn eiga skilið að spila á góðum völlum þar sem þessi möguleiki er ekki til staðar. Kvennaboltinn er kominn miklu lengra en þetta!“ ritar Beckie á Twitter-síðu sína. CHE - LIV… 🤦🏼♀️ and (TOT - LEI) #WSL Players safety should always come first. Luckily no one got injured today.Only way to fix this is to demand undersoil heating or playing our games in men’s stadiums. FA and clubs, please do better. 🙏🏽— Vivianne Miedema (@VivianneMiedema) January 22, 2023 So so sorry to all our fans who turned up today and braved the cold weather. This shouldn’t be happening and we will demand more for our game. Angry and frustrated but we will be ready for Wednesday 💙 @ChelseaFCW— Erin Cuthbert (@erincuthbert_) January 22, 2023
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira