Fótbolti

Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir er strax byrjuð að láta til sín taka í bandarísku deildinni.
Sveindís Jane Jónsdóttir er strax byrjuð að láta til sín taka í bandarísku deildinni. EPA/ALESSANDRO DELLA VALLE

Sveindís Jane Jónsdóttir var verðlaunuð eftir leik Angel City í bandarísku NWSL deildinni um síðustu helgi.

Sveindís er að taka sín fyrstu skref í deildinni eftir að hafa komið þangað eftir Evrópumótið í Sviss.

Hún átti mikinn þátt í að Angel City náði 1-1 jafntefli á útivelli á móti San Diego Wave en það stefndi allt í tap í lok leiksins.

Sveindís Jane kom þá til bjargar á annarri mínútu í uppbótatíma þegar hún átti laglega fyrirgjöf frá hægri sem miðvörðurinn Alanna Kennedy skallaði í markið og tryggði stigið.

Sveindís gerði þarna frábærlega í að losa sig frá varnarmanni og hún átti síðan hárnákvæma sendingu fyrir markið.

NWSL deildin ákvað að velja sendingu Sveindísar sem bestu stoðsendingu vikunnar.

Stoðsendingu Sveindísar má sjá hér fyrir neðan frá öllum hugsanlegum sjónarhornum og ég er ekki frá því að hún verði bara betri því oftar sem maður horfir á hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×