Minningarathöfn Lisu Marie Presley: Vinir, ættingjar og aðdáendur heiðra stjörnuna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. janúar 2023 22:36 Hér má sjá hinsta hvíldarstað Lisu Marie. Getty/Jason Kempin Minningarathöfn var haldin í dag á lóð Graceland setursins í Memphis í Tennessee til minningar um Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley og Priscillu Presley. Lisa Marie lést úr hjartastoppi þann 13. janúar síðastliðinn. Lisa Marie var aðeins 54 ára þegar hún lést á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Hún var lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreit í Graceland í dag nærri syni sínum sem féll fyrir eigin hendi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Hundruð eru sögð hafa sótt minningarathöfnina í dag, þar á meðal söngvari Guns N‘ Roses, Axl Rose, söngkonan Alanis Morrissette og leikarinn Austin Butler. Butler lék föður Lisu Marie, Elvis í samnefndri kvikmynd sem kom út á síðasta ári. E News greina frá þessu. Vinir og ættingjar Presley heiðruðu hana á ýmsa vegu. Alanis Morrissette söng lag sitt „Rest“ en Axl Rose fór með tölu og spilaði lag Guns N‘ Roses, „November Rain.“ Þá sagði Rose í ræðu sinni að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann myndi syngja í Graceland undir þessum kringumstæðum. „Lisa er elskuð og er saknað af mörgum og mun halda áfram að vera elskuð af þeim sem hún snerti,“ sagði Rose. Þrjú börn Lisu Marie eru nú eftirlifandi en það eru dóttir hennar Riley Keough sem er 33 ára og fjórtán ára tvíburarnir Finley og Harper Lockwood. People greinir frá því að á meðan á minningarathöfninni stóð hafi einnig komið í ljós að dóttir Lisu Marie, Riley, væri orðin mamma og hún hafi eignast dóttur árið 2022. Þessu greindi eiginmaður Riley frá þar sem hann las skilaboð frá henni til móður sinnar. „Ég vona að ég geti elskað dóttur mína eins og þú elskaðir mig, eins og þú elskaðir bróður minn og systur,“ stóð í skilaboðunum. Hér að neðan má sjá beint streymi People frá minningarathöfninni. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44 Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45 Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Lisa Marie var aðeins 54 ára þegar hún lést á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Hún var lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreit í Graceland í dag nærri syni sínum sem féll fyrir eigin hendi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Hundruð eru sögð hafa sótt minningarathöfnina í dag, þar á meðal söngvari Guns N‘ Roses, Axl Rose, söngkonan Alanis Morrissette og leikarinn Austin Butler. Butler lék föður Lisu Marie, Elvis í samnefndri kvikmynd sem kom út á síðasta ári. E News greina frá þessu. Vinir og ættingjar Presley heiðruðu hana á ýmsa vegu. Alanis Morrissette söng lag sitt „Rest“ en Axl Rose fór með tölu og spilaði lag Guns N‘ Roses, „November Rain.“ Þá sagði Rose í ræðu sinni að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann myndi syngja í Graceland undir þessum kringumstæðum. „Lisa er elskuð og er saknað af mörgum og mun halda áfram að vera elskuð af þeim sem hún snerti,“ sagði Rose. Þrjú börn Lisu Marie eru nú eftirlifandi en það eru dóttir hennar Riley Keough sem er 33 ára og fjórtán ára tvíburarnir Finley og Harper Lockwood. People greinir frá því að á meðan á minningarathöfninni stóð hafi einnig komið í ljós að dóttir Lisu Marie, Riley, væri orðin mamma og hún hafi eignast dóttur árið 2022. Þessu greindi eiginmaður Riley frá þar sem hann las skilaboð frá henni til móður sinnar. „Ég vona að ég geti elskað dóttur mína eins og þú elskaðir mig, eins og þú elskaðir bróður minn og systur,“ stóð í skilaboðunum. Hér að neðan má sjá beint streymi People frá minningarathöfninni.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44 Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45 Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44
Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45
Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16