Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 08:37 Ana de Armas fer með hlutverk Marilyn Monroe í kvikmyndinni Blonde. Netflix Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. Blonde hlaut átta tilnefningar og fast á hæla þeirrar myndar kemur myndin Good Mourning, gamanmynd með og eftir rapparann Machine Gun Kelly, með sjö tilnefningar. Ný kvikmynd Disney um Gosa hlýtur hlaut sex tilnefningar. Frá þessu var greint í gær. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. Athygli vekur að stórleikarinn Tom Hanks hlýtur þrjár tilnefningar, meðal annars fyrir frammistöðu sína í Elvis. Myndin Elvis, í leikstjórn Baz Luhrmann, hefur annars hlotið góða dóma og hlaut meðal annars níu tilnefningar til BAFTA-verðlauna. Þá hlaut Austin Butler, aðalleikari myndarinnar, Golden Globe-verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki. Talsverður fjöldi stórleikara hafa áður unnið til Razzie-verðlauna, meðal annars Leonardo DiCaprio, Eddie Redmayne, Ben Affleck, Halle Berry, Sandra Bullock, Sir Laurence Olivier, Al Pacino og Marlon Brando. Razzie-verðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Blonde hlaut átta tilnefningar og fast á hæla þeirrar myndar kemur myndin Good Mourning, gamanmynd með og eftir rapparann Machine Gun Kelly, með sjö tilnefningar. Ný kvikmynd Disney um Gosa hlýtur hlaut sex tilnefningar. Frá þessu var greint í gær. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. Athygli vekur að stórleikarinn Tom Hanks hlýtur þrjár tilnefningar, meðal annars fyrir frammistöðu sína í Elvis. Myndin Elvis, í leikstjórn Baz Luhrmann, hefur annars hlotið góða dóma og hlaut meðal annars níu tilnefningar til BAFTA-verðlauna. Þá hlaut Austin Butler, aðalleikari myndarinnar, Golden Globe-verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki. Talsverður fjöldi stórleikara hafa áður unnið til Razzie-verðlauna, meðal annars Leonardo DiCaprio, Eddie Redmayne, Ben Affleck, Halle Berry, Sandra Bullock, Sir Laurence Olivier, Al Pacino og Marlon Brando.
Razzie-verðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög