Myndavélar í hjálmum Formúlu eitt ökumanna á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 13:00 Hollendingurinn Max Verstappen hefur orðið heimsmeistari í formúlu eitt undanfarin tvö tímabil. Getty/Mark Thompson Sjónvarpsáhorfendur fá að sjá formúlu eitt keppnisbrautirnar með augum ökumannanna á komandi keppnistímabili. Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, hefur nú formlega samþykkt að leyfa myndavélar í hjálmum allra ökumannanna sem taka þátt í formúlu eitt á 2023 tímabilinu. GOOD NEWS: The FIA has officially approved the helmet cam for all 20 F1 drivers to use at every race this upcoming season pic.twitter.com/4oSEY4bLyo— Joe Pompliano (@JoePompliano) January 23, 2023 Myndavélin er öflug en hún er samt pínulítil, bara átta millimetrar í þvermál og vegur aðeins 1,43 gramm. Ökumennirnir finna því engan mun. Með þessari myndavél fá sjónvarpsstöðvarnar tækifæri til að sjá brautina frá sjónarhorni ökumannanna sjálfra eins og í hvaða átt þeir eru að horfa. Þetta gefur líka tækifæri til að sjá atvik í brautinni með öðrum hætti. Alls fara fram 23 keppnir í tuttugu löndum á komandi keppnistímabili í formúlu eitt en þær fara fram í fimm heimsálfum og keppendur þurfa að ferðast í 240 klukkutíma á milli keppnisstaða. Keppnisliðin mun ferðast 120 þúsund kílómetra og flytja með sér dót sem vegur alls fimmtán hundruð tonn. Hér fyrir neðan má sjá öll ferðalögin sem bíða formúlu eitt liðunum. The 2023 Formula 1 calendar is insane: 23 races 20 countries 5 continents 240 hours of flightsTeams will travel 75,000 miles & transport 1,500 tons of equipment.This makes it a logistical nightmare, so here's a breakdown of how Formula 1 pulls it off.THREAD pic.twitter.com/ayv1lwZ7jA— Joe Pompliano (@JoePompliano) January 21, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, hefur nú formlega samþykkt að leyfa myndavélar í hjálmum allra ökumannanna sem taka þátt í formúlu eitt á 2023 tímabilinu. GOOD NEWS: The FIA has officially approved the helmet cam for all 20 F1 drivers to use at every race this upcoming season pic.twitter.com/4oSEY4bLyo— Joe Pompliano (@JoePompliano) January 23, 2023 Myndavélin er öflug en hún er samt pínulítil, bara átta millimetrar í þvermál og vegur aðeins 1,43 gramm. Ökumennirnir finna því engan mun. Með þessari myndavél fá sjónvarpsstöðvarnar tækifæri til að sjá brautina frá sjónarhorni ökumannanna sjálfra eins og í hvaða átt þeir eru að horfa. Þetta gefur líka tækifæri til að sjá atvik í brautinni með öðrum hætti. Alls fara fram 23 keppnir í tuttugu löndum á komandi keppnistímabili í formúlu eitt en þær fara fram í fimm heimsálfum og keppendur þurfa að ferðast í 240 klukkutíma á milli keppnisstaða. Keppnisliðin mun ferðast 120 þúsund kílómetra og flytja með sér dót sem vegur alls fimmtán hundruð tonn. Hér fyrir neðan má sjá öll ferðalögin sem bíða formúlu eitt liðunum. The 2023 Formula 1 calendar is insane: 23 races 20 countries 5 continents 240 hours of flightsTeams will travel 75,000 miles & transport 1,500 tons of equipment.This makes it a logistical nightmare, so here's a breakdown of how Formula 1 pulls it off.THREAD pic.twitter.com/ayv1lwZ7jA— Joe Pompliano (@JoePompliano) January 21, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira