Sanna nýtur mestra vinsælda borgarfulltrúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 14:50 Sanna Magdalena var oftast nefnd á nafn þegar spurt var hvaða borgarfulltrúi hefði staðið sig best á kjörtímabilinu sem hófst eftir kosningarnar í maí. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum finnst hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Helstu breytingar á fylgi flokka frá því í kosningunum í fyrravor eru hjá Framsókn og Pírötum. Framsókn fer úr 18,7 prósentum niður í 8,2 prósent. Pírata fara úr 11,6 prósentum upp í 20,4 prósent. Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem framkvæmd var um mánaðamótin nóvember desember 2022 og náði til rúmlega sjö hundruð íbúa borgarinnar átján ára og eldri. Alls nefndu 63 svarenda eða 15,5 prósent Sönnu sem þann fulltrúa sem hefði staðið sig best. Næstur kemur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með 53 atkvæði og þar á eftir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, með 49 atkvæði. Alexandra Briem Pírati fær 42 atkvæði og Einar Þorsteinsson úr Framsókn 35 atkvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati fær 28 atkvæði, Kjartan Magnússon úr Sjálfstæðisflokki 22 atkvæði og Heiða Björg Hilmisdóttir úr Samfylkingunni einu atkvæði minna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fékk 15 atkvæði. Það kann ekki að koma á óvart að tekjulægra fólk greiddi Sönnu frekar atkvæði sitt á sama tíma og Hildur nýtur mest fylgis meðal þeirra tekjuhærri. Þá kemur sömuleiðis fram í könnuninni að tæplega helmingur borgarbúa telur borgarstjórn Reykjavíkur standa sig fremur eða mjög ill. Um fimmtungur telur borgarstjórn standa sig mjög eða fremur vel en 32 prósent telja frammistöðuna í meðallagi. Þá var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag. Vikmörk eru töluverð í kosningunni. Samfylkingin fékk 23,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn 22,3 prósent og Píratar 20,4 prósent. Skörun vikmarka er þó nokkur á milli þriggja efstu flokka og því ekki marktækur munur með tilliti til þessarar einu könnunar. Í samhengi við vinsældir Sönnu Magdalenu í könnuninni eru Sósíalistar fjórði stærsti flokkurinn með 9,6 prósent, Framsókn með 8,2 prósent og Viðreisn 6,8 prósent. Flokkur fólksins fær 3,8 prósent, VG 3,3 prósent og Miðflokkurinn 2,2 prósent. Allar upplýsingar um könnunina má sjá í skjalinu að neðan (PDF). Tengd skjöl 2022_12_Borgarviti_MaskínuPDF2.4MBSækja skjal Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem framkvæmd var um mánaðamótin nóvember desember 2022 og náði til rúmlega sjö hundruð íbúa borgarinnar átján ára og eldri. Alls nefndu 63 svarenda eða 15,5 prósent Sönnu sem þann fulltrúa sem hefði staðið sig best. Næstur kemur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með 53 atkvæði og þar á eftir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, með 49 atkvæði. Alexandra Briem Pírati fær 42 atkvæði og Einar Þorsteinsson úr Framsókn 35 atkvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati fær 28 atkvæði, Kjartan Magnússon úr Sjálfstæðisflokki 22 atkvæði og Heiða Björg Hilmisdóttir úr Samfylkingunni einu atkvæði minna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fékk 15 atkvæði. Það kann ekki að koma á óvart að tekjulægra fólk greiddi Sönnu frekar atkvæði sitt á sama tíma og Hildur nýtur mest fylgis meðal þeirra tekjuhærri. Þá kemur sömuleiðis fram í könnuninni að tæplega helmingur borgarbúa telur borgarstjórn Reykjavíkur standa sig fremur eða mjög ill. Um fimmtungur telur borgarstjórn standa sig mjög eða fremur vel en 32 prósent telja frammistöðuna í meðallagi. Þá var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag. Vikmörk eru töluverð í kosningunni. Samfylkingin fékk 23,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn 22,3 prósent og Píratar 20,4 prósent. Skörun vikmarka er þó nokkur á milli þriggja efstu flokka og því ekki marktækur munur með tilliti til þessarar einu könnunar. Í samhengi við vinsældir Sönnu Magdalenu í könnuninni eru Sósíalistar fjórði stærsti flokkurinn með 9,6 prósent, Framsókn með 8,2 prósent og Viðreisn 6,8 prósent. Flokkur fólksins fær 3,8 prósent, VG 3,3 prósent og Miðflokkurinn 2,2 prósent. Allar upplýsingar um könnunina má sjá í skjalinu að neðan (PDF). Tengd skjöl 2022_12_Borgarviti_MaskínuPDF2.4MBSækja skjal
Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira