Biggi er sennilega einn þekktasti lögregluþjónn landsins en hann hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu ár. Sísí er myndlistarkona og hefur með verkum sínum lagt mikla áherslu á kynjahlutverkin og birtingarmyndir þeirra, oftar en ekki á húmorískan hátt.
Útsaumsverk hennar hafa vakið mikla athygli en þar notast hún við frasa á borð við „afsakið þvottahrúguna í sófanum“, „fyrirgefið að ég sé ómáluð“ og „afsakið þetta smáræði“.