„Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. janúar 2023 16:04 Sara Gunnarsdóttir hlaut í dag tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Stöð 2/Ívar Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. „Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í að fara með myndina á festivöl,“ segir Sara um tilefninguna í samtali við fréttastofu. Stefnan var alltaf sett á Óskarinn. Þau töldu sig hafa 50 prósent líkur á að ná í tilnefningu í ár. „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart en við vorum samt rosa stressuð.“ Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Söru á heimili hennar í Hafnarfirði í dag. Sara leikstýrði teiknuðu stuttmyndinni My Year of Dicks sem kom út á síðasta ári. Hún gerði myndina með Pamelu Ribbon. Myndin fjallar um Pam sem þráir það eitt að missa meydóminn og leitar ákaft að „hinum eina sanna.“ Sara er fædd og uppalin í Reykjavík og er með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur búið erlendis í fjórtán ár en flutti til Íslands fyrir ári síðan. Tilnefningin sigur „Keppnismanneskjunni í manni langar að ná langt,“ svaraði Sara aðspurð hvort hana dreymdi um að vinna Óskarsverðlaun. Aðspurð hvort hún sé vongóð svarar hún: „Ég held að þetta hafi verið sigur fyrir mig.“ Eins og áður sagði verða verðlaunin afhent 12. mars. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi. Söru langar að taka eiginmanninn, dótturina og móður sína með sér út til Los Angeles á Óskarsverðlaunahátíðina. „Mig langar að taka alla fjölskylduna með og njóta þess.“ Sara getur fetað í fótspor Hildar Guðna, sem vann Óskarinn fyrst Íslendinga.Stöð 2/Ívar Draumur að gera þetta að þætti Sara er listakona og leikstjóri sem hefur á síðustu árum einbeitt sér að gerð teiknimynda, tónlistarmyndbanda og öðrum kvikmynda- og sjónvarpstengdum verkefnum. Hún kom meðal annars að gerð HBO heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed sem hlutu Emmy tilnefningu. Sara segir að nú þegar hafi dyr opnast eftir að stuttmyndin kom út. „Okkur langar að gera meira af þessu efni sem þáttaseríu.“ Sara er einnig að fara að koma að heimildarmynd um Jeff Buckley og fleira skemmtilegt. Mynd Söru hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokknum Besta teiknaða stuttmyndin. Sara gæti því fetað í fótspor Hildar Guðnadóttur og orðið annar Íslendingurinn til þess að vinna Óskarsverðlaun. Stuttmyndina My Year of Dicks má sjá hér fyrir neðan. Þá má sjá lista yfir allar tilnefningarnar hér. My Year Of Dicks (2022) from Sara Gunnarsdottir on Vimeo. Óskarsverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20 Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27 Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00 Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00 Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
„Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í að fara með myndina á festivöl,“ segir Sara um tilefninguna í samtali við fréttastofu. Stefnan var alltaf sett á Óskarinn. Þau töldu sig hafa 50 prósent líkur á að ná í tilnefningu í ár. „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart en við vorum samt rosa stressuð.“ Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Söru á heimili hennar í Hafnarfirði í dag. Sara leikstýrði teiknuðu stuttmyndinni My Year of Dicks sem kom út á síðasta ári. Hún gerði myndina með Pamelu Ribbon. Myndin fjallar um Pam sem þráir það eitt að missa meydóminn og leitar ákaft að „hinum eina sanna.“ Sara er fædd og uppalin í Reykjavík og er með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur búið erlendis í fjórtán ár en flutti til Íslands fyrir ári síðan. Tilnefningin sigur „Keppnismanneskjunni í manni langar að ná langt,“ svaraði Sara aðspurð hvort hana dreymdi um að vinna Óskarsverðlaun. Aðspurð hvort hún sé vongóð svarar hún: „Ég held að þetta hafi verið sigur fyrir mig.“ Eins og áður sagði verða verðlaunin afhent 12. mars. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi. Söru langar að taka eiginmanninn, dótturina og móður sína með sér út til Los Angeles á Óskarsverðlaunahátíðina. „Mig langar að taka alla fjölskylduna með og njóta þess.“ Sara getur fetað í fótspor Hildar Guðna, sem vann Óskarinn fyrst Íslendinga.Stöð 2/Ívar Draumur að gera þetta að þætti Sara er listakona og leikstjóri sem hefur á síðustu árum einbeitt sér að gerð teiknimynda, tónlistarmyndbanda og öðrum kvikmynda- og sjónvarpstengdum verkefnum. Hún kom meðal annars að gerð HBO heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed sem hlutu Emmy tilnefningu. Sara segir að nú þegar hafi dyr opnast eftir að stuttmyndin kom út. „Okkur langar að gera meira af þessu efni sem þáttaseríu.“ Sara er einnig að fara að koma að heimildarmynd um Jeff Buckley og fleira skemmtilegt. Mynd Söru hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokknum Besta teiknaða stuttmyndin. Sara gæti því fetað í fótspor Hildar Guðnadóttur og orðið annar Íslendingurinn til þess að vinna Óskarsverðlaun. Stuttmyndina My Year of Dicks má sjá hér fyrir neðan. Þá má sjá lista yfir allar tilnefningarnar hér. My Year Of Dicks (2022) from Sara Gunnarsdottir on Vimeo.
Óskarsverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20 Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27 Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00 Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00 Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20
Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27
Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00
Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið