Þörf á frekari skoðun á tryggingamarkaði? Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 25. janúar 2023 07:01 Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef áður fjallað um þessi og tengd neytendamál í grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn. Sérstaklega fjallaði ég svo um iðgjöld tryggingafélaga og þróun þeirra í útvarpsviðtali á Bylgjunni um miðjan desember síðastliðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa meðal almennings sem eðlilega hafa fundið fyrir þeim hækkunum iðgjalda sem ljóst er að hafa átt sér stað undanfarið. Tryggingamál eru ekkert annað en gríðarstórt neytendamál og mínum huga er alveg ljóst að almenningur á Íslandi fylgist vel með þróun verðlags og tekur vel eftir þeim hækkunum sem verða hvar sem er í samfélaginu. Fyrirspurnina sendi ég inn eftir að hafa fengið ábendingar um mikla hækkun frá fjölda fólks. Á þeim tölum sem ég hef er alveg ljóst að iðgjöld tryggingafélaga eru farin að bíta allhressilega í bókhald heimila. Meðalfjölskylda sem rekur bifreið/ar og er með eigna- og líftryggingu, er að borga um 550 til 700 þúsund krónur á ári fyrir þær tryggingar. Þetta eru háar tölur. Iðgjöld hækkað umfram verðlagshækkanir Í ljós kemur í svari við fyrirspurn minni að tryggingafélög hafa hækkað iðgjöld sín umfram almennar verðlagshækkanir. Iðgjöld bílatrygginga heimilanna hækkuðu um 1.840 milljónir króna umfram verðlagshækkanir á fimm árum, árin 2016 til 2021. Um 1.093 milljónir af lögboðnum tryggingum og 747 milljónir af frjálsum tryggingum. Þá hef ég einnig verið hugsi yfir gjöldum vegna líf- og sjúkdómatrygginga, en sé horft til þess sem fram kemur í svarinu þá sýnist mér að iðgjöld líf- og sjúkdómatrygginga hafi einnig hækkað umfram verðlagshækkanir. Við verðum að vera sammála um það sem samfélag að allir eigi að hafa möguleika á að kaupa sér slíkar tryggingar. Það er samfélagslega mikilvægt og sú staða má ekki undir nokkrum kringumstæðum koma upp að þegar fólk þarf, af ýmsum ástæðum, að draga saman í heimilisbókhaldinu, horfi það til þess að segja upp tryggingum sem þessum. Fyrir mér er það alvarlegt mál ef samfélagið fer að þróast í þá átt að aðeins þeir efnameiri hafi efni á líf- og sjúkdómatryggingum. Samkeppniseftirlitið Þá er áhugavert að lesa yfir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna brota Samtaka fjármálafyrirtækja, hér eftir SFF, á 12. gr. samkeppnislaga. Það mál snerist um að SFF hafi á opinberum vettvangi verið að halda uppi vörnum fyrir tryggingarfélög vegna verðlagningu tryggingaiðgjalda. Þar kemur í ljós að SFF voru með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna á vátryggingamarkaði og voru þar með að halda uppi vörnum fyrir verðlagsstefnu aðildarfélaga. Aðgerðir sem þessar geta haft áhrif á viðskiptahætti tryggingafélaganna og dregið úr sjálfstæðri ákvarðanatöku. SFF voru dæmd til að greiða 20 milljónir í sekt vegna þessa. Það er á vissan hátt óþægilegt að lesa þennan úrskurð og ég tel að þar sé ýmislegt sem þurfi frekari skoðunar við. Þá vakti það áhuga minn í svari við fyrirspurn minni bendir Samkeppniseftirlitið á að vegna fjölda samrunamála sem berast stofnuninni hafi hún um skeið ekki getað ráðist í umfangsmiklar frumkvæðisrannsóknir á samkeppnisaðstæðum á einstökum mörkuðum. Aukinn hagnaður á sama tíma og almenningur finnur fyrir þyngri greiðslubyrði Hagnaður tryggingafélaganna hefur hækkað gríðarlega á undanförnum árum. Við sjáum að hagnaður félaganna árið 2021 er um 20 milljörðum króna hærri en hann var árið 2017. Arðgreiðslur hafa að vísu ekki hækkað að sama skapi en þess í stað er áhugavert að sjá að félögin eru farin að kaupa eigin bréf í mun meira mæli. Árið 2020 greiddu tryggingafélög ekki út arð vegna alheimsfaraldurs, en nú er ljóst að þau hafa kosið að skila hagnaði út til eigenda með öðrum hætti í stað þess að koma til móts við vátryggingataka, eða með öðrum orðum, sýna samfélagslega ábyrgð líkt og einhverjir myndu eflaust hugsa og segja. Frekari skoðun á tryggingamarkaðurinn hér á landi er nauðsynleg FÍB hefur benti á að Íslendingar séu að greiða mun hærri iðgjöld af ökutækjum heldur en nágrannar okkar á Norðurlöndunum, jafnvel 100% hærri iðgjöld. SFF hafa á hinn bóginn bent á lagaumgjörðina hér á landi sem geri það að verkum gengið sé lengra í greiðslu bóta vegna minnihátta líkamstjóna en í nágrannaríkjum okkar. Nýverið skipaði menningar- og viðskiptaráðherra vinnuhóp til að greina gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna og eftir því sem mér skilst er vinnan langt komin. Þar var tilgangurinn að kanna hlut þjónustu- og vaxtagjalda, vaxtamun og hvers konar aðra gjaldtöku af viðskiptavinum í arðsemi bankanna. Markmiðið er að sjá svart og hvítu hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en önnur heimili á Norðurlöndunum. Í ljósi alls þessa tel ég fulla þörf á því að gera sambærilega úttekt á tryggingamarkaði á Íslandi og ráðast í nauðsynlegan samanburð við markaðinn á Norðurlöndum þegar kemur að gjaldtöku, rekstri félaganna og þeirri lagaumgjörð sem til staðar er og snertir með beinum hætti þá starfsemi sem hér um ræðir. Ég myndi telja slíka úttekt skynsamlega og eitthvað sem við hljótum öll að geta sammælst um að yrði til bóta. Þar fengjum við allar upplýsingar upp á borðið ásamt nauðsynlegum samanburði á því umhverfi sem neytendur og fyrirtækin búa við hér á landi og því umhverfi sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Ég tel að slík úttekt yrði öllum til góðs og mun beita mér fyrir því að af henni verði. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður í efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Fylgigögn: Umsöng Samkeppniseftirlitsins til efnahags- og viðskiptanefndar árið 2016: https://www.samkeppni.is/media/umsagnir-2016/Umsogn_7_2016-Umsogn-til-efnahags-og-vidskiptanefndar.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Tryggingar Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef áður fjallað um þessi og tengd neytendamál í grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn. Sérstaklega fjallaði ég svo um iðgjöld tryggingafélaga og þróun þeirra í útvarpsviðtali á Bylgjunni um miðjan desember síðastliðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa meðal almennings sem eðlilega hafa fundið fyrir þeim hækkunum iðgjalda sem ljóst er að hafa átt sér stað undanfarið. Tryggingamál eru ekkert annað en gríðarstórt neytendamál og mínum huga er alveg ljóst að almenningur á Íslandi fylgist vel með þróun verðlags og tekur vel eftir þeim hækkunum sem verða hvar sem er í samfélaginu. Fyrirspurnina sendi ég inn eftir að hafa fengið ábendingar um mikla hækkun frá fjölda fólks. Á þeim tölum sem ég hef er alveg ljóst að iðgjöld tryggingafélaga eru farin að bíta allhressilega í bókhald heimila. Meðalfjölskylda sem rekur bifreið/ar og er með eigna- og líftryggingu, er að borga um 550 til 700 þúsund krónur á ári fyrir þær tryggingar. Þetta eru háar tölur. Iðgjöld hækkað umfram verðlagshækkanir Í ljós kemur í svari við fyrirspurn minni að tryggingafélög hafa hækkað iðgjöld sín umfram almennar verðlagshækkanir. Iðgjöld bílatrygginga heimilanna hækkuðu um 1.840 milljónir króna umfram verðlagshækkanir á fimm árum, árin 2016 til 2021. Um 1.093 milljónir af lögboðnum tryggingum og 747 milljónir af frjálsum tryggingum. Þá hef ég einnig verið hugsi yfir gjöldum vegna líf- og sjúkdómatrygginga, en sé horft til þess sem fram kemur í svarinu þá sýnist mér að iðgjöld líf- og sjúkdómatrygginga hafi einnig hækkað umfram verðlagshækkanir. Við verðum að vera sammála um það sem samfélag að allir eigi að hafa möguleika á að kaupa sér slíkar tryggingar. Það er samfélagslega mikilvægt og sú staða má ekki undir nokkrum kringumstæðum koma upp að þegar fólk þarf, af ýmsum ástæðum, að draga saman í heimilisbókhaldinu, horfi það til þess að segja upp tryggingum sem þessum. Fyrir mér er það alvarlegt mál ef samfélagið fer að þróast í þá átt að aðeins þeir efnameiri hafi efni á líf- og sjúkdómatryggingum. Samkeppniseftirlitið Þá er áhugavert að lesa yfir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna brota Samtaka fjármálafyrirtækja, hér eftir SFF, á 12. gr. samkeppnislaga. Það mál snerist um að SFF hafi á opinberum vettvangi verið að halda uppi vörnum fyrir tryggingarfélög vegna verðlagningu tryggingaiðgjalda. Þar kemur í ljós að SFF voru með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna á vátryggingamarkaði og voru þar með að halda uppi vörnum fyrir verðlagsstefnu aðildarfélaga. Aðgerðir sem þessar geta haft áhrif á viðskiptahætti tryggingafélaganna og dregið úr sjálfstæðri ákvarðanatöku. SFF voru dæmd til að greiða 20 milljónir í sekt vegna þessa. Það er á vissan hátt óþægilegt að lesa þennan úrskurð og ég tel að þar sé ýmislegt sem þurfi frekari skoðunar við. Þá vakti það áhuga minn í svari við fyrirspurn minni bendir Samkeppniseftirlitið á að vegna fjölda samrunamála sem berast stofnuninni hafi hún um skeið ekki getað ráðist í umfangsmiklar frumkvæðisrannsóknir á samkeppnisaðstæðum á einstökum mörkuðum. Aukinn hagnaður á sama tíma og almenningur finnur fyrir þyngri greiðslubyrði Hagnaður tryggingafélaganna hefur hækkað gríðarlega á undanförnum árum. Við sjáum að hagnaður félaganna árið 2021 er um 20 milljörðum króna hærri en hann var árið 2017. Arðgreiðslur hafa að vísu ekki hækkað að sama skapi en þess í stað er áhugavert að sjá að félögin eru farin að kaupa eigin bréf í mun meira mæli. Árið 2020 greiddu tryggingafélög ekki út arð vegna alheimsfaraldurs, en nú er ljóst að þau hafa kosið að skila hagnaði út til eigenda með öðrum hætti í stað þess að koma til móts við vátryggingataka, eða með öðrum orðum, sýna samfélagslega ábyrgð líkt og einhverjir myndu eflaust hugsa og segja. Frekari skoðun á tryggingamarkaðurinn hér á landi er nauðsynleg FÍB hefur benti á að Íslendingar séu að greiða mun hærri iðgjöld af ökutækjum heldur en nágrannar okkar á Norðurlöndunum, jafnvel 100% hærri iðgjöld. SFF hafa á hinn bóginn bent á lagaumgjörðina hér á landi sem geri það að verkum gengið sé lengra í greiðslu bóta vegna minnihátta líkamstjóna en í nágrannaríkjum okkar. Nýverið skipaði menningar- og viðskiptaráðherra vinnuhóp til að greina gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna og eftir því sem mér skilst er vinnan langt komin. Þar var tilgangurinn að kanna hlut þjónustu- og vaxtagjalda, vaxtamun og hvers konar aðra gjaldtöku af viðskiptavinum í arðsemi bankanna. Markmiðið er að sjá svart og hvítu hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en önnur heimili á Norðurlöndunum. Í ljósi alls þessa tel ég fulla þörf á því að gera sambærilega úttekt á tryggingamarkaði á Íslandi og ráðast í nauðsynlegan samanburð við markaðinn á Norðurlöndum þegar kemur að gjaldtöku, rekstri félaganna og þeirri lagaumgjörð sem til staðar er og snertir með beinum hætti þá starfsemi sem hér um ræðir. Ég myndi telja slíka úttekt skynsamlega og eitthvað sem við hljótum öll að geta sammælst um að yrði til bóta. Þar fengjum við allar upplýsingar upp á borðið ásamt nauðsynlegum samanburði á því umhverfi sem neytendur og fyrirtækin búa við hér á landi og því umhverfi sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Ég tel að slík úttekt yrði öllum til góðs og mun beita mér fyrir því að af henni verði. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður í efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Fylgigögn: Umsöng Samkeppniseftirlitsins til efnahags- og viðskiptanefndar árið 2016: https://www.samkeppni.is/media/umsagnir-2016/Umsogn_7_2016-Umsogn-til-efnahags-og-vidskiptanefndar.pdf
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun