Fengu loksins vistir í fyrsta sinn síðan 15. desember: „Forréttindi að fá að búa á svona stað“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. janúar 2023 10:55 Bændurnir á Dalatanga, Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og Marzibil Erlendsdóttir. Stöð 2/Einar Árnason Mæðgur sem búa á austasta býli landsins fengu loksins sendar til sín vistir á mánudag. Þær höfðu ekki fengið sendingu til sín síðan 15. desember síðastliðinn. Á Dalatanga á nesinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar búa mæðgurnar Marzibil Erlendsdóttir og Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Þegar fréttastofa náði tali af Marzibil mátti heyra brosið í gegnum símann, hún og dóttir hennar eru að eigin sögn öllu vanar. Þær eru nú nýbúnar að fá vistir, í fyrsta sinn síðan um miðjan desember. Áður en þær skiluðu sér höfðu þær þó ekki miklar áhyggjur en það var augljóst að það sem þær söknuðu mest var mjólkurvaran. „Það er orðið dálítið einhæft, það er náttúrulega engin mjólk til, enginn rjómi til, engin mjólkurvara til af því við erum hættar með beljur. Þegar við vorum með kusu hérna þá var þetta ekkert vandamál. Engir ávextir eða neitt svoleiðis og það er svona að minnka hitt og þetta en við lifum það alveg af. Við erum með nóg af mat,“ segir Marzibil. Ásamt Marzibil og dóttur hennar í Dalatanga er nítján ára ská-ömmubarn Marzibilar. Hún segist í raun hafa misreiknað aðeins hversu miklu hafi þurft að reikna með fyrir auka manneskju á bænum, hvað þá nítján ára dreng. Hún segir hann þó una sér vel en hann býr vanalega í Kaliforníu og vildi fá að upplifa sveitina. Andstyggilegt veður síðan um miðjan desember Hvernig er að vera svona innlyksa, er þetta eitthvað sem gerist hvern einasta vetur? „Þetta hefur nú ekki verið svona harkalegt lengi eins og er núna. Þetta er óvenju mikil harka í veðrinu. Búið að vera núna alveg síðan í nóvember, þá byrjaði öll þessi rigning og um leið og hún hætti byrjaði að snjóa í desember og eftir miðjan desember þá var bara orðið ófært,“ segir Marzibil og bætir því við að veðrið sé oft búið að vera mjög andstyggilegt síðan. Hér má sjá glitta í býlið og vitann sem mæðgurnar sjá um. Aðsent Hvernig er tilfinningin að þurfa að sitja svona fastur og geta ekki komist neitt? „Við erum bara svo vanar því, ég er búin að búa hér svo lengi að ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ segir Marzibil. Hún segir þetta snúast um vana og val en mæðgurnar gætu flutt í burtu ef þær vildu það. „Ég segi að þetta séu bara forréttindi að fá að búa á svona stað. Þú færð ekki allt upp í hendurnar, þú þarft að vinna aðeins fyrir því sem þú ert að fá. Manni fer að hlakka til að fá eitthvað, mér finnst þetta orðið svo sjálfsagt hjá fólki að það fái allt upp í hendurnar, það er ekkert til þess að hafa gaman af. Nú höfum við eitthvað til að hlakka til,“ segir Marzibil og hlær. Mæðgurnar hringja almennt á Norðfjörð, panta sér vistir og fá þær sendar með ferju. Komið er með vistirnar í land á gúmmíbát, en engin bryggja er á svæðinu. „Við vorum rosa duglegar að birgja okkur upp í haust. Við náttúrulega fórum á Egilsstaði, keyptum alveg helling og frystum mjólk og svona en ég bara frysti ekki alveg nógu mikið af mjólkinni,“ segir Marzibil og játar að mjólkin hafi verið treinuð síðustu dagana. Hér má sjá gúmmíbát fullan af vistum komast á áfangastað. Facebook/Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir „Ekki eins og maður sé „Palli var einn í heiminum““ Aðspurð hvort jólahald hafi farið fram með eðlilegum hætti þrátt fyrir veður segir hún að þær mæðgur hafi verið búnar að redda jólunum áður en veðrið varð vandamál. Þær hafi aftur á móti ekki getað haldið gamlárskvöld eins og vanalega en þær hafi ekki komist í neina flugelda. Marzibil og dóttir hennar hafa þó nóg að gera. Til dæmis er veður tekið í Dalatanga á þriggja tíma fresti og þar að auki þjálfar Marzibil Border Collie smalahunda. Marzibil segir mikla byltingu hafa orðið þegar það kom ljósleiðari á svæðið. Það sé mikið dekur að geta verið í svo miklu sambandi. „Það er allt hérna, það er ekki eins og maður sé „Palli var einn í heiminum“. Þú getur talað við alla í tölvunni eins og þú vilt. Þetta eru orðin svo mikil flottheit að amma, það hefði örugglega liðið yfir hana ef hún hefði vitað að þetta væri orðið svona mikið fínerí,“ segir Marzibil hlæjandi. Myndböndin sem sjá má hér ofar í fréttinni eru úr þáttunum „Um land allt“ í umsjón Kristjáns Más Unnarssonar. Veður Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Landbúnaður Tengdar fréttir Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Á Dalatanga á nesinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar búa mæðgurnar Marzibil Erlendsdóttir og Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Þegar fréttastofa náði tali af Marzibil mátti heyra brosið í gegnum símann, hún og dóttir hennar eru að eigin sögn öllu vanar. Þær eru nú nýbúnar að fá vistir, í fyrsta sinn síðan um miðjan desember. Áður en þær skiluðu sér höfðu þær þó ekki miklar áhyggjur en það var augljóst að það sem þær söknuðu mest var mjólkurvaran. „Það er orðið dálítið einhæft, það er náttúrulega engin mjólk til, enginn rjómi til, engin mjólkurvara til af því við erum hættar með beljur. Þegar við vorum með kusu hérna þá var þetta ekkert vandamál. Engir ávextir eða neitt svoleiðis og það er svona að minnka hitt og þetta en við lifum það alveg af. Við erum með nóg af mat,“ segir Marzibil. Ásamt Marzibil og dóttur hennar í Dalatanga er nítján ára ská-ömmubarn Marzibilar. Hún segist í raun hafa misreiknað aðeins hversu miklu hafi þurft að reikna með fyrir auka manneskju á bænum, hvað þá nítján ára dreng. Hún segir hann þó una sér vel en hann býr vanalega í Kaliforníu og vildi fá að upplifa sveitina. Andstyggilegt veður síðan um miðjan desember Hvernig er að vera svona innlyksa, er þetta eitthvað sem gerist hvern einasta vetur? „Þetta hefur nú ekki verið svona harkalegt lengi eins og er núna. Þetta er óvenju mikil harka í veðrinu. Búið að vera núna alveg síðan í nóvember, þá byrjaði öll þessi rigning og um leið og hún hætti byrjaði að snjóa í desember og eftir miðjan desember þá var bara orðið ófært,“ segir Marzibil og bætir því við að veðrið sé oft búið að vera mjög andstyggilegt síðan. Hér má sjá glitta í býlið og vitann sem mæðgurnar sjá um. Aðsent Hvernig er tilfinningin að þurfa að sitja svona fastur og geta ekki komist neitt? „Við erum bara svo vanar því, ég er búin að búa hér svo lengi að ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ segir Marzibil. Hún segir þetta snúast um vana og val en mæðgurnar gætu flutt í burtu ef þær vildu það. „Ég segi að þetta séu bara forréttindi að fá að búa á svona stað. Þú færð ekki allt upp í hendurnar, þú þarft að vinna aðeins fyrir því sem þú ert að fá. Manni fer að hlakka til að fá eitthvað, mér finnst þetta orðið svo sjálfsagt hjá fólki að það fái allt upp í hendurnar, það er ekkert til þess að hafa gaman af. Nú höfum við eitthvað til að hlakka til,“ segir Marzibil og hlær. Mæðgurnar hringja almennt á Norðfjörð, panta sér vistir og fá þær sendar með ferju. Komið er með vistirnar í land á gúmmíbát, en engin bryggja er á svæðinu. „Við vorum rosa duglegar að birgja okkur upp í haust. Við náttúrulega fórum á Egilsstaði, keyptum alveg helling og frystum mjólk og svona en ég bara frysti ekki alveg nógu mikið af mjólkinni,“ segir Marzibil og játar að mjólkin hafi verið treinuð síðustu dagana. Hér má sjá gúmmíbát fullan af vistum komast á áfangastað. Facebook/Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir „Ekki eins og maður sé „Palli var einn í heiminum““ Aðspurð hvort jólahald hafi farið fram með eðlilegum hætti þrátt fyrir veður segir hún að þær mæðgur hafi verið búnar að redda jólunum áður en veðrið varð vandamál. Þær hafi aftur á móti ekki getað haldið gamlárskvöld eins og vanalega en þær hafi ekki komist í neina flugelda. Marzibil og dóttir hennar hafa þó nóg að gera. Til dæmis er veður tekið í Dalatanga á þriggja tíma fresti og þar að auki þjálfar Marzibil Border Collie smalahunda. Marzibil segir mikla byltingu hafa orðið þegar það kom ljósleiðari á svæðið. Það sé mikið dekur að geta verið í svo miklu sambandi. „Það er allt hérna, það er ekki eins og maður sé „Palli var einn í heiminum“. Þú getur talað við alla í tölvunni eins og þú vilt. Þetta eru orðin svo mikil flottheit að amma, það hefði örugglega liðið yfir hana ef hún hefði vitað að þetta væri orðið svona mikið fínerí,“ segir Marzibil hlæjandi. Myndböndin sem sjá má hér ofar í fréttinni eru úr þáttunum „Um land allt“ í umsjón Kristjáns Más Unnarssonar.
Veður Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Landbúnaður Tengdar fréttir Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05
Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. 27. febrúar 2022 05:05