Lalli: Það er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella Siggeir Ævarsson skrifar 25. janúar 2023 20:54 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Breiðabliki í HS-Orku höllinni í kvöld í Subway-deild kvenna, lokatölur 82-59. Sigurinn virtist í raun aldrei í hættu og fljótlega settu heimakonur í fluggírinn og tóku öll völd á vellinum. Þorleifur Ólafsson, oftast betur þekktur sem Lalli, þjálfari Grindavíkinga, tók undir að byrjunin hefði verið ögn flöt. „Já heldur betur. Þetta gekk svo sem ekkert brösulega. Pínu lengi í gang en svo bara gekk þetta mjög vel, ég er ánægður með þetta.“ Lalli náði að rótera sínu liði vel í kvöld, en allir 12 leikmenn sem voru á skýrslu spiluðu í það minnsta tvær mínútur. Þorleifur var að vonum ánægður með það að geta leyft reynsluminni leikmönnum að tikka inn alvöru mínútur í reynslubankann. „Já það er gaman þegar maður getur það. Ég var pínu smeykur við það en svo þegar hann [Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks] fór að skipta líka inná þá nýtti ég tækifærið. Gaman fyrir stelpurnar að koma inn á og taka þátt.“ Grunnskólaneminn Hjörtfríður Óðinsdóttir var ein af þessum leikmönnum, en hún kom inná og byrjaði á að smella rándýrum þristi, og var á þeim tímapunkti með 100% nýtingu í deildinni yfir ferilinn, 2/2. Þarf Lalli ekki að fara að spila henni meira? „Ef hún heldur áfram að hitta svona þá er um að gera að láta hana spila!“ En það voru ekki eintóm gleðitíðindi í Grindavík í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir, sem spilað hefur stórt hlutverk með liðinu í vetur lék aðeins rúmar 10 mínútur. Lalli sagði að það væru bæði meiðsli og veikindi að plaga hana, svo að hún fékk að hvíla megnið af leiknum, en sem betur fer fyrir Grindavík kom það ekki að sök. „Hún fékk eitthvað í nárann, en hún er búin að vera veik svo að ég ætlaði ekki að láta hana spila mikið, ég vissi bara í dag hvort hún yrði með eða ekki. Hún átti að spila lítið en kannski ekki svona lítið en þar sem að hún var tæp þá bara hvíldum við hana.“ Nú virðast Grindvíkingar óðum að verða sterkari á svellinu margfrægra, búnar að taka sigur gegn topp fjórir liði og klára þennan leik gegn liði í neðri helmingnum örugglega. Er allt loks að smella saman í Grindavík? „Þetta er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella sem við erum búin að vera að vinna í og að. Vonandi heldur það áfram því við eigum alveg massíft prógram fyrir landsleikjahlé. Við þurfum bara að gefa okkur allar í það og reyna að bæta okkur.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, oftast betur þekktur sem Lalli, þjálfari Grindavíkinga, tók undir að byrjunin hefði verið ögn flöt. „Já heldur betur. Þetta gekk svo sem ekkert brösulega. Pínu lengi í gang en svo bara gekk þetta mjög vel, ég er ánægður með þetta.“ Lalli náði að rótera sínu liði vel í kvöld, en allir 12 leikmenn sem voru á skýrslu spiluðu í það minnsta tvær mínútur. Þorleifur var að vonum ánægður með það að geta leyft reynsluminni leikmönnum að tikka inn alvöru mínútur í reynslubankann. „Já það er gaman þegar maður getur það. Ég var pínu smeykur við það en svo þegar hann [Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks] fór að skipta líka inná þá nýtti ég tækifærið. Gaman fyrir stelpurnar að koma inn á og taka þátt.“ Grunnskólaneminn Hjörtfríður Óðinsdóttir var ein af þessum leikmönnum, en hún kom inná og byrjaði á að smella rándýrum þristi, og var á þeim tímapunkti með 100% nýtingu í deildinni yfir ferilinn, 2/2. Þarf Lalli ekki að fara að spila henni meira? „Ef hún heldur áfram að hitta svona þá er um að gera að láta hana spila!“ En það voru ekki eintóm gleðitíðindi í Grindavík í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir, sem spilað hefur stórt hlutverk með liðinu í vetur lék aðeins rúmar 10 mínútur. Lalli sagði að það væru bæði meiðsli og veikindi að plaga hana, svo að hún fékk að hvíla megnið af leiknum, en sem betur fer fyrir Grindavík kom það ekki að sök. „Hún fékk eitthvað í nárann, en hún er búin að vera veik svo að ég ætlaði ekki að láta hana spila mikið, ég vissi bara í dag hvort hún yrði með eða ekki. Hún átti að spila lítið en kannski ekki svona lítið en þar sem að hún var tæp þá bara hvíldum við hana.“ Nú virðast Grindvíkingar óðum að verða sterkari á svellinu margfrægra, búnar að taka sigur gegn topp fjórir liði og klára þennan leik gegn liði í neðri helmingnum örugglega. Er allt loks að smella saman í Grindavík? „Þetta er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella sem við erum búin að vera að vinna í og að. Vonandi heldur það áfram því við eigum alveg massíft prógram fyrir landsleikjahlé. Við þurfum bara að gefa okkur allar í það og reyna að bæta okkur.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira