Segja Ísland geta gegnt lykilhlutverki í matvælaöryggi í Evrópu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2023 09:56 Hægt væri að úthluta endurnýjanlegri orku frá vatnsafls- og jarðvarmagjöfum til háþróaðra líffræðilegra kjarnaofna sem rækta blágrænar bakteríur (blágerla). Getty Ísland gæti séð milljónum Evrópubúa fyrir öruggum, sjálfbærum og staðbundið framleiddum próteingjöfum á næstu áratugum. Á sama tíma væri hægt að draga úr losun yfir 700 milljóna tonnum af kolefnisútblæstri. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem leidd var af Asaf Tzachor hjá Reichman-háskólanum í Tel Avív í Ísrael. Rannsóknin var unnin í samstarfi við umhverfis- og næringarfræðinga frá Íslandi, Danmörku og Bretlandi. Viðkvæmar aðstæður í Evrópu Evrópa er ekki sjálfbær um prótein og í augnablikinu reiðir Evrópusambandið sig á innflutning á fóðurpróteinum, eins og sojabaunum, til að mæta innlendri eftirspurn. Aðgengi að hágæða, sjálfbært framleiddum próteinum verður sífellt takmarkaðra, til að mynda vegna fólksfjölgunar, aukins þrýstings á náttúruauðlindir og loftslagsbreytinga en á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Truflanir geta orðið á aðfangakeðjunni, líkt og átti sér stað í heimsfaraldrinum. Aðrir áhættuþættir eru einnig fyrir hendi, eins og plöntuskaðvaldar, sýklar og breytingar á veðurfari. Þetta gerir evrópskt matvælaöryggi viðkvæmt, og þá sérstaklega fyrir bráðum og langvinnum áhrifum loftslagsbreytinga. Ísland gæti verið nettóútflytjandi Niðurstöður fyrrnefndar rannsóknar benda til kynna að með því að úthluta endurnýjanlegri orku frá vatnsafls- og jarðvarmagjöfum til háþróaðra líffræðilegra hvarftanka sem rækta blágrænar bakteríur (blágerla) gæti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki í sjálfbærri próteinframleiðslu í Evrópu á komandi áratugum. Fram kemur að Ísland gæti framleitt hundruð þúsunda tonna af sjálfbærum, próteinríkum lífmassa og verið nettóútflytjandi á próteinum til að fæða önnur Norður-Evrópulönd. Þá kemur fram að framleiðsla á öðrum próteinum á Íslandi gæti sparað yfir 75 milljónir tonna af koltvísýringslosun, sem jafngildir 7,3 prósent af ársfjórðungslegri losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu. Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vísindi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem leidd var af Asaf Tzachor hjá Reichman-háskólanum í Tel Avív í Ísrael. Rannsóknin var unnin í samstarfi við umhverfis- og næringarfræðinga frá Íslandi, Danmörku og Bretlandi. Viðkvæmar aðstæður í Evrópu Evrópa er ekki sjálfbær um prótein og í augnablikinu reiðir Evrópusambandið sig á innflutning á fóðurpróteinum, eins og sojabaunum, til að mæta innlendri eftirspurn. Aðgengi að hágæða, sjálfbært framleiddum próteinum verður sífellt takmarkaðra, til að mynda vegna fólksfjölgunar, aukins þrýstings á náttúruauðlindir og loftslagsbreytinga en á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Truflanir geta orðið á aðfangakeðjunni, líkt og átti sér stað í heimsfaraldrinum. Aðrir áhættuþættir eru einnig fyrir hendi, eins og plöntuskaðvaldar, sýklar og breytingar á veðurfari. Þetta gerir evrópskt matvælaöryggi viðkvæmt, og þá sérstaklega fyrir bráðum og langvinnum áhrifum loftslagsbreytinga. Ísland gæti verið nettóútflytjandi Niðurstöður fyrrnefndar rannsóknar benda til kynna að með því að úthluta endurnýjanlegri orku frá vatnsafls- og jarðvarmagjöfum til háþróaðra líffræðilegra hvarftanka sem rækta blágrænar bakteríur (blágerla) gæti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki í sjálfbærri próteinframleiðslu í Evrópu á komandi áratugum. Fram kemur að Ísland gæti framleitt hundruð þúsunda tonna af sjálfbærum, próteinríkum lífmassa og verið nettóútflytjandi á próteinum til að fæða önnur Norður-Evrópulönd. Þá kemur fram að framleiðsla á öðrum próteinum á Íslandi gæti sparað yfir 75 milljónir tonna af koltvísýringslosun, sem jafngildir 7,3 prósent af ársfjórðungslegri losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu.
Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vísindi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira