Segja Ísland geta gegnt lykilhlutverki í matvælaöryggi í Evrópu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2023 09:56 Hægt væri að úthluta endurnýjanlegri orku frá vatnsafls- og jarðvarmagjöfum til háþróaðra líffræðilegra kjarnaofna sem rækta blágrænar bakteríur (blágerla). Getty Ísland gæti séð milljónum Evrópubúa fyrir öruggum, sjálfbærum og staðbundið framleiddum próteingjöfum á næstu áratugum. Á sama tíma væri hægt að draga úr losun yfir 700 milljóna tonnum af kolefnisútblæstri. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem leidd var af Asaf Tzachor hjá Reichman-háskólanum í Tel Avív í Ísrael. Rannsóknin var unnin í samstarfi við umhverfis- og næringarfræðinga frá Íslandi, Danmörku og Bretlandi. Viðkvæmar aðstæður í Evrópu Evrópa er ekki sjálfbær um prótein og í augnablikinu reiðir Evrópusambandið sig á innflutning á fóðurpróteinum, eins og sojabaunum, til að mæta innlendri eftirspurn. Aðgengi að hágæða, sjálfbært framleiddum próteinum verður sífellt takmarkaðra, til að mynda vegna fólksfjölgunar, aukins þrýstings á náttúruauðlindir og loftslagsbreytinga en á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Truflanir geta orðið á aðfangakeðjunni, líkt og átti sér stað í heimsfaraldrinum. Aðrir áhættuþættir eru einnig fyrir hendi, eins og plöntuskaðvaldar, sýklar og breytingar á veðurfari. Þetta gerir evrópskt matvælaöryggi viðkvæmt, og þá sérstaklega fyrir bráðum og langvinnum áhrifum loftslagsbreytinga. Ísland gæti verið nettóútflytjandi Niðurstöður fyrrnefndar rannsóknar benda til kynna að með því að úthluta endurnýjanlegri orku frá vatnsafls- og jarðvarmagjöfum til háþróaðra líffræðilegra hvarftanka sem rækta blágrænar bakteríur (blágerla) gæti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki í sjálfbærri próteinframleiðslu í Evrópu á komandi áratugum. Fram kemur að Ísland gæti framleitt hundruð þúsunda tonna af sjálfbærum, próteinríkum lífmassa og verið nettóútflytjandi á próteinum til að fæða önnur Norður-Evrópulönd. Þá kemur fram að framleiðsla á öðrum próteinum á Íslandi gæti sparað yfir 75 milljónir tonna af koltvísýringslosun, sem jafngildir 7,3 prósent af ársfjórðungslegri losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu. Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vísindi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem leidd var af Asaf Tzachor hjá Reichman-háskólanum í Tel Avív í Ísrael. Rannsóknin var unnin í samstarfi við umhverfis- og næringarfræðinga frá Íslandi, Danmörku og Bretlandi. Viðkvæmar aðstæður í Evrópu Evrópa er ekki sjálfbær um prótein og í augnablikinu reiðir Evrópusambandið sig á innflutning á fóðurpróteinum, eins og sojabaunum, til að mæta innlendri eftirspurn. Aðgengi að hágæða, sjálfbært framleiddum próteinum verður sífellt takmarkaðra, til að mynda vegna fólksfjölgunar, aukins þrýstings á náttúruauðlindir og loftslagsbreytinga en á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Truflanir geta orðið á aðfangakeðjunni, líkt og átti sér stað í heimsfaraldrinum. Aðrir áhættuþættir eru einnig fyrir hendi, eins og plöntuskaðvaldar, sýklar og breytingar á veðurfari. Þetta gerir evrópskt matvælaöryggi viðkvæmt, og þá sérstaklega fyrir bráðum og langvinnum áhrifum loftslagsbreytinga. Ísland gæti verið nettóútflytjandi Niðurstöður fyrrnefndar rannsóknar benda til kynna að með því að úthluta endurnýjanlegri orku frá vatnsafls- og jarðvarmagjöfum til háþróaðra líffræðilegra hvarftanka sem rækta blágrænar bakteríur (blágerla) gæti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki í sjálfbærri próteinframleiðslu í Evrópu á komandi áratugum. Fram kemur að Ísland gæti framleitt hundruð þúsunda tonna af sjálfbærum, próteinríkum lífmassa og verið nettóútflytjandi á próteinum til að fæða önnur Norður-Evrópulönd. Þá kemur fram að framleiðsla á öðrum próteinum á Íslandi gæti sparað yfir 75 milljónir tonna af koltvísýringslosun, sem jafngildir 7,3 prósent af ársfjórðungslegri losun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu.
Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vísindi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira