Dagný var í byrjunarliði West Ham í kvöld og skoraði eina mark leiksins á 87.mínútu. West Ham er þar með komið í undanúrslit keppninnar ásamt Manchester City og Chelsea en Arsenal og Aston Villa eiga eftir að spila en leikur þeirra fer fram á morgun.
West Ham situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hafði tapað tveimur leikjum í röð og sigurinn í kvöld því kærkominn.
THERE SHE ISSSSSSS! #LIVWHU 0-1 (86) pic.twitter.com/KwnnbJbKEc
— West Ham United Women (@westhamwomen) January 25, 2023