Bjarni: Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í Jakob Snævar Ólafsson skrifar 25. janúar 2023 23:15 Bjarni Magnússon segir mikið um veikindi og meiðsli í herbúðum Hauka. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon þjálfari liðs Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta var ekki yfirgengilega óánægður eftir tuttugu og eins stigs tap, 83-62, fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna fyrr í kvöld. Hann var þó að sjálfsögðu ekki sáttur með ýmislegt í frammistöðu liðsins. „Þær voru betri en við í dag og við vorum betri en þær í síðasta leik. Það var meiri orka í þeim dag og það var meiri orka í okkur síðast. Við vorum flatar. Við fengum voða lítið framlag frá öðrum en Keiru. Við vorum að skjóta boltanum illa. Ekkert alslakur leikur þannig séð. Við vorum duglegar í sóknarfráköstum sérstaklega í fyrri hálfleik. En boltaflæðið var oft á tíðum ekki nógu gott. Við skutum illa. Keflavík voru bara betri en við í dag.“ Bjarni var ekki eingöngu ánægður með að hans liði hefði gengið nokkuð vel að ná sóknarfráköstum en alls náðu Haukar sautján slíkum í leiknum á móti sjö hjá Keflavík. „Nei, nei. Það voru punktar sem við vorum að gera vel. Opna og fá færin sem við vildum fá. Við vorum ekki að setja boltann niður. En mér fannst við bara vera of litlar í okkur. Það var Keira sem hélt okkur gangandi sóknarlega. Aðrar urðu bara of litlar í sér og þorðu ekki. Ef þú hikar þá bara taparðu.“ Þótt um væri að ræða annan tapleikinn í röð í deildinni gegn helstu andstæðingum Hauka í toppbaráttunni, fyrst Val og nú Keflavík sagðist Bjarni ekki hafa áhyggjur af komandi leikjum gegn sérstaklega þessum liðum. „Við erum bara á útivelli á móti toppliðinu Keflavík og það er ekkert eitthvað „disaster“ þótt maður tapi leik hérna. Við þurfum bara að gera betur næst.“ Bjarni nefndi það sérstaklega að vonandi yrði Eva Margrét Kristjánsdóttir, sem lék ekki með í kvöld vegna meiðsla, leikfær sem fyrst. Það væri mikil orka sem fylgdi henni og hún væri leiðtogi fyrir liðið í bæði vörn og sókn. Hann hafði vonast til að einhver annar leikmaður hefði stigið inn í hennar hlutverk í þessum leik en það hefði því miður ekki gengið eftir. Þrátt fyrir tapið í kvöld er Bjarni ánægður með stöðu Haukaliðsins nú þegar komið er fram í seinni hluta deildarkeppninnar en ellefu umferðum er ólokið. „Ég er búinn að þjálfa hérna í helvíti mörg ár, afsakaðu orðbragðið. Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í bara í allan vetur. Lovísa spilar svo sem of mikið í dag og við verðum bara að þakka henni fyrir. Hún er ekki orðin nærri því nógu góð í öxlinni.“ „Við erum búin að vera með fimm til átta leikmenn meidda í allan vetur hjá okkur. Þess vegna er ég ánægður. Við erum í topp fjórum eins og við stefndum að. Við ætluðum að vinna bikarinn og erum búin að ná því markmiði. Það er slæmt að lenda sex stigum á eftir Keflavík og eiginlega átta stigum af því þær standa betur í innbyrðis viðureignum. Við ætlum að reyna að ná þessu öðru sæti og það er fullt af leikjum eftir. Bara áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
„Þær voru betri en við í dag og við vorum betri en þær í síðasta leik. Það var meiri orka í þeim dag og það var meiri orka í okkur síðast. Við vorum flatar. Við fengum voða lítið framlag frá öðrum en Keiru. Við vorum að skjóta boltanum illa. Ekkert alslakur leikur þannig séð. Við vorum duglegar í sóknarfráköstum sérstaklega í fyrri hálfleik. En boltaflæðið var oft á tíðum ekki nógu gott. Við skutum illa. Keflavík voru bara betri en við í dag.“ Bjarni var ekki eingöngu ánægður með að hans liði hefði gengið nokkuð vel að ná sóknarfráköstum en alls náðu Haukar sautján slíkum í leiknum á móti sjö hjá Keflavík. „Nei, nei. Það voru punktar sem við vorum að gera vel. Opna og fá færin sem við vildum fá. Við vorum ekki að setja boltann niður. En mér fannst við bara vera of litlar í okkur. Það var Keira sem hélt okkur gangandi sóknarlega. Aðrar urðu bara of litlar í sér og þorðu ekki. Ef þú hikar þá bara taparðu.“ Þótt um væri að ræða annan tapleikinn í röð í deildinni gegn helstu andstæðingum Hauka í toppbaráttunni, fyrst Val og nú Keflavík sagðist Bjarni ekki hafa áhyggjur af komandi leikjum gegn sérstaklega þessum liðum. „Við erum bara á útivelli á móti toppliðinu Keflavík og það er ekkert eitthvað „disaster“ þótt maður tapi leik hérna. Við þurfum bara að gera betur næst.“ Bjarni nefndi það sérstaklega að vonandi yrði Eva Margrét Kristjánsdóttir, sem lék ekki með í kvöld vegna meiðsla, leikfær sem fyrst. Það væri mikil orka sem fylgdi henni og hún væri leiðtogi fyrir liðið í bæði vörn og sókn. Hann hafði vonast til að einhver annar leikmaður hefði stigið inn í hennar hlutverk í þessum leik en það hefði því miður ekki gengið eftir. Þrátt fyrir tapið í kvöld er Bjarni ánægður með stöðu Haukaliðsins nú þegar komið er fram í seinni hluta deildarkeppninnar en ellefu umferðum er ólokið. „Ég er búinn að þjálfa hérna í helvíti mörg ár, afsakaðu orðbragðið. Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í bara í allan vetur. Lovísa spilar svo sem of mikið í dag og við verðum bara að þakka henni fyrir. Hún er ekki orðin nærri því nógu góð í öxlinni.“ „Við erum búin að vera með fimm til átta leikmenn meidda í allan vetur hjá okkur. Þess vegna er ég ánægður. Við erum í topp fjórum eins og við stefndum að. Við ætluðum að vinna bikarinn og erum búin að ná því markmiði. Það er slæmt að lenda sex stigum á eftir Keflavík og eiginlega átta stigum af því þær standa betur í innbyrðis viðureignum. Við ætlum að reyna að ná þessu öðru sæti og það er fullt af leikjum eftir. Bara áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira