Bjarni: Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í Jakob Snævar Ólafsson skrifar 25. janúar 2023 23:15 Bjarni Magnússon segir mikið um veikindi og meiðsli í herbúðum Hauka. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon þjálfari liðs Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta var ekki yfirgengilega óánægður eftir tuttugu og eins stigs tap, 83-62, fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna fyrr í kvöld. Hann var þó að sjálfsögðu ekki sáttur með ýmislegt í frammistöðu liðsins. „Þær voru betri en við í dag og við vorum betri en þær í síðasta leik. Það var meiri orka í þeim dag og það var meiri orka í okkur síðast. Við vorum flatar. Við fengum voða lítið framlag frá öðrum en Keiru. Við vorum að skjóta boltanum illa. Ekkert alslakur leikur þannig séð. Við vorum duglegar í sóknarfráköstum sérstaklega í fyrri hálfleik. En boltaflæðið var oft á tíðum ekki nógu gott. Við skutum illa. Keflavík voru bara betri en við í dag.“ Bjarni var ekki eingöngu ánægður með að hans liði hefði gengið nokkuð vel að ná sóknarfráköstum en alls náðu Haukar sautján slíkum í leiknum á móti sjö hjá Keflavík. „Nei, nei. Það voru punktar sem við vorum að gera vel. Opna og fá færin sem við vildum fá. Við vorum ekki að setja boltann niður. En mér fannst við bara vera of litlar í okkur. Það var Keira sem hélt okkur gangandi sóknarlega. Aðrar urðu bara of litlar í sér og þorðu ekki. Ef þú hikar þá bara taparðu.“ Þótt um væri að ræða annan tapleikinn í röð í deildinni gegn helstu andstæðingum Hauka í toppbaráttunni, fyrst Val og nú Keflavík sagðist Bjarni ekki hafa áhyggjur af komandi leikjum gegn sérstaklega þessum liðum. „Við erum bara á útivelli á móti toppliðinu Keflavík og það er ekkert eitthvað „disaster“ þótt maður tapi leik hérna. Við þurfum bara að gera betur næst.“ Bjarni nefndi það sérstaklega að vonandi yrði Eva Margrét Kristjánsdóttir, sem lék ekki með í kvöld vegna meiðsla, leikfær sem fyrst. Það væri mikil orka sem fylgdi henni og hún væri leiðtogi fyrir liðið í bæði vörn og sókn. Hann hafði vonast til að einhver annar leikmaður hefði stigið inn í hennar hlutverk í þessum leik en það hefði því miður ekki gengið eftir. Þrátt fyrir tapið í kvöld er Bjarni ánægður með stöðu Haukaliðsins nú þegar komið er fram í seinni hluta deildarkeppninnar en ellefu umferðum er ólokið. „Ég er búinn að þjálfa hérna í helvíti mörg ár, afsakaðu orðbragðið. Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í bara í allan vetur. Lovísa spilar svo sem of mikið í dag og við verðum bara að þakka henni fyrir. Hún er ekki orðin nærri því nógu góð í öxlinni.“ „Við erum búin að vera með fimm til átta leikmenn meidda í allan vetur hjá okkur. Þess vegna er ég ánægður. Við erum í topp fjórum eins og við stefndum að. Við ætluðum að vinna bikarinn og erum búin að ná því markmiði. Það er slæmt að lenda sex stigum á eftir Keflavík og eiginlega átta stigum af því þær standa betur í innbyrðis viðureignum. Við ætlum að reyna að ná þessu öðru sæti og það er fullt af leikjum eftir. Bara áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Enski boltinn „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
„Þær voru betri en við í dag og við vorum betri en þær í síðasta leik. Það var meiri orka í þeim dag og það var meiri orka í okkur síðast. Við vorum flatar. Við fengum voða lítið framlag frá öðrum en Keiru. Við vorum að skjóta boltanum illa. Ekkert alslakur leikur þannig séð. Við vorum duglegar í sóknarfráköstum sérstaklega í fyrri hálfleik. En boltaflæðið var oft á tíðum ekki nógu gott. Við skutum illa. Keflavík voru bara betri en við í dag.“ Bjarni var ekki eingöngu ánægður með að hans liði hefði gengið nokkuð vel að ná sóknarfráköstum en alls náðu Haukar sautján slíkum í leiknum á móti sjö hjá Keflavík. „Nei, nei. Það voru punktar sem við vorum að gera vel. Opna og fá færin sem við vildum fá. Við vorum ekki að setja boltann niður. En mér fannst við bara vera of litlar í okkur. Það var Keira sem hélt okkur gangandi sóknarlega. Aðrar urðu bara of litlar í sér og þorðu ekki. Ef þú hikar þá bara taparðu.“ Þótt um væri að ræða annan tapleikinn í röð í deildinni gegn helstu andstæðingum Hauka í toppbaráttunni, fyrst Val og nú Keflavík sagðist Bjarni ekki hafa áhyggjur af komandi leikjum gegn sérstaklega þessum liðum. „Við erum bara á útivelli á móti toppliðinu Keflavík og það er ekkert eitthvað „disaster“ þótt maður tapi leik hérna. Við þurfum bara að gera betur næst.“ Bjarni nefndi það sérstaklega að vonandi yrði Eva Margrét Kristjánsdóttir, sem lék ekki með í kvöld vegna meiðsla, leikfær sem fyrst. Það væri mikil orka sem fylgdi henni og hún væri leiðtogi fyrir liðið í bæði vörn og sókn. Hann hafði vonast til að einhver annar leikmaður hefði stigið inn í hennar hlutverk í þessum leik en það hefði því miður ekki gengið eftir. Þrátt fyrir tapið í kvöld er Bjarni ánægður með stöðu Haukaliðsins nú þegar komið er fram í seinni hluta deildarkeppninnar en ellefu umferðum er ólokið. „Ég er búinn að þjálfa hérna í helvíti mörg ár, afsakaðu orðbragðið. Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í bara í allan vetur. Lovísa spilar svo sem of mikið í dag og við verðum bara að þakka henni fyrir. Hún er ekki orðin nærri því nógu góð í öxlinni.“ „Við erum búin að vera með fimm til átta leikmenn meidda í allan vetur hjá okkur. Þess vegna er ég ánægður. Við erum í topp fjórum eins og við stefndum að. Við ætluðum að vinna bikarinn og erum búin að ná því markmiði. Það er slæmt að lenda sex stigum á eftir Keflavík og eiginlega átta stigum af því þær standa betur í innbyrðis viðureignum. Við ætlum að reyna að ná þessu öðru sæti og það er fullt af leikjum eftir. Bara áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Enski boltinn „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira