Ísland vann fjóra leiki á mótinu en tapaði tveimur. Annar leikurinn í riðlakeppninni gegn Ungverjum reyndist banabiti íslenska landsliðsins en sá leikur mátti alls ekki tapast þegar upp var staðið og Ungverjar komust í 8-liða úrslitin.
Þeir Guðjón Guðmundsson, Theodór Ingi Pálmason og Einar Jónsson mættu í Pallborðið til Stefáns Árna Pálssonar í dag og gerðu upp mótið. Þar var einnig farið yfir niðurstöður könnunar Vísis um það hver sé að mati lesenda best til þess fallinn að stýra íslenska landsliðinu.
Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.