Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2023 07:00 Hafa rafræn samskipti þín eða makans valdið einhvers konar vandamálum í sambandinu? Getty Íslenska kvikmyndin Villibráð hefur hlotið mikla athygli eftir að hún var frumsýnd þann 6. janúar og hefur verið vinsælasta myndin í bíóhúsum síðustu þrjár vikur. Inntakið, svik í samböndum sem komast upp í ansi djörfum samkvæmisleik vinahóps í vesturbæ Reykjavíkur, virðist ýta hressilega við áhorfendum þegar ævintýraleg atburðarásin byrjar taktískt að kitla allar taugarnar. Hlátur, stress, vændræðalegheit, sorg, spenna, sannleikur og svik. Taugatrekkjandi tilfinningakokteill sem virðist samt sem áður fullkomin pörun við átta rétta mislukkaðan matseðil kvöldsins. Án þess að rýna í söguþráð myndarinnar er óhætt að segja að rafræn samskipti og óvænt opinberun þeirra sé kjarninn og það sem fær líklega flesta áhorfendur til að hugsa, líta sér nær, já eða jafnvel fjær. Einkasamtöl, einkamál? Hvenær eru rafræn samskipti svik og hvenær eru þau einfaldlega bara sár eða óheppileg fyrir þann sem sér þau og á ekki að sjá þau? Ekki eru öll samtöl eða samskipti sem við eigum ætluð allra eyrum eða augum, án þess að þau séu á einhvern hátt svik eða feluleikur. Það telst eðlilegt að flestir vilji eiga sín einkasamtöl, sín einkamál. Geta rætt við trúnaðarvini um sambandið, fjármálin eða fjölskylduna og svo fram eftir götunum. Svo er það hin hlið peningsins. Samtölin og samskiptin sem eru hreinlega svik. Framhjáhald, feluleikir eða fals. Ástarsambönd geta verið æði ólík, af öllum toga og misjafnt hvað einstaklingum eða pörum finnst viðeigandi og hvað ekki. En hvar liggja mörkin þegar kemur að rafrænum samskiptum, spjalli eða hegðun á samfélagsmiðlum? Á meðan einhver pör eru nokkuð samstíga þegar kemur að þessum málum eru önnur sem eru það alls ekki. Í þeim samböndum geta samskipti eða hegðun á samfélagsmiðlum valdið mikilli spennu eða vandræðum í sambandinu, jafnvel sambandsslitum. Spurning vikunnar er að þessu sinni sprottin út frá þessum hugleiðingum og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnuninn er kynjaskipt og fólk beðið að svara þeirri könnun sem á við. Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kvár svara hér: Þeir sem hafa áhuga á því að deila sinni upplifun/sögu tengdri rafrænum samskiptum í ástarsamböndum er bent á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið. Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Bakaríið Bylgjan Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Hlátur, stress, vændræðalegheit, sorg, spenna, sannleikur og svik. Taugatrekkjandi tilfinningakokteill sem virðist samt sem áður fullkomin pörun við átta rétta mislukkaðan matseðil kvöldsins. Án þess að rýna í söguþráð myndarinnar er óhætt að segja að rafræn samskipti og óvænt opinberun þeirra sé kjarninn og það sem fær líklega flesta áhorfendur til að hugsa, líta sér nær, já eða jafnvel fjær. Einkasamtöl, einkamál? Hvenær eru rafræn samskipti svik og hvenær eru þau einfaldlega bara sár eða óheppileg fyrir þann sem sér þau og á ekki að sjá þau? Ekki eru öll samtöl eða samskipti sem við eigum ætluð allra eyrum eða augum, án þess að þau séu á einhvern hátt svik eða feluleikur. Það telst eðlilegt að flestir vilji eiga sín einkasamtöl, sín einkamál. Geta rætt við trúnaðarvini um sambandið, fjármálin eða fjölskylduna og svo fram eftir götunum. Svo er það hin hlið peningsins. Samtölin og samskiptin sem eru hreinlega svik. Framhjáhald, feluleikir eða fals. Ástarsambönd geta verið æði ólík, af öllum toga og misjafnt hvað einstaklingum eða pörum finnst viðeigandi og hvað ekki. En hvar liggja mörkin þegar kemur að rafrænum samskiptum, spjalli eða hegðun á samfélagsmiðlum? Á meðan einhver pör eru nokkuð samstíga þegar kemur að þessum málum eru önnur sem eru það alls ekki. Í þeim samböndum geta samskipti eða hegðun á samfélagsmiðlum valdið mikilli spennu eða vandræðum í sambandinu, jafnvel sambandsslitum. Spurning vikunnar er að þessu sinni sprottin út frá þessum hugleiðingum og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnuninn er kynjaskipt og fólk beðið að svara þeirri könnun sem á við. Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kvár svara hér: Þeir sem hafa áhuga á því að deila sinni upplifun/sögu tengdri rafrænum samskiptum í ástarsamböndum er bent á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið.
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Bakaríið Bylgjan Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira