Hryðjuverkaákæran „hvorki fugl né fiskur“ og rök ákæruvaldsins haldi ekki Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. janúar 2023 18:00 Einar Oddur og Sveinn Andri, verjendur Ísidórs og Sindra Snæs, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild segja verulega galla í ákærunni. Ef ákæruliðum sem snúa að hryðjuverkabrotum verði ekki vísað frá verði þetta líklega í fyrsta sinn sem ákæra sem sé jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn. Saksóknari ber fyrir sig að ekki hafi verið hægt að skýra málin betur, sem dómari hefur gagnrýnt. Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson neituðu báðir sök hvað varðaði tilraun til hryðjuverka og hlutdeild þegar málið var þingfest í síðustu viku. Daði Kristjánsson, dómari málsins, ákvað þá sjálfur að taka til skoðunar hvort vísa ætti frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum vegna annmarka og galla á málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, fór fram á það við fyrirtöku í morgun að fyrsta kafla ákærunnar yrði vísað frá en þar segir meðal annars að Sindri hafi „ákveðið að valda ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum og sýnt ásetning ótvírætt í verki.“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs. Vísir/Vilhelm „Ég tel að það hafi ekkert fram komið af hálfu ákæruvaldsins sem að réttlæti þessa ákæru eða þennan ákærukafla, sem er hvorki fugl né fiskur,“ segir Sveinn Andri um málflutninginn. Hann vísaði til þess að ákæran væri knöpp og í þeim hafi ekki verið nægilega góðar lýsingar. Ekki hafi komið fram hvaða háttsemi átti að vera í undirbúningi, hvenær hún hafi átt að eiga sér stað og hvar. „Það er margdæmt í íslenskri dómaframkvæmd að þessu þarf að lýsa eins glöggt og kostur er þannig sakborningar geti tekið til varna og þannig að dómari geti dæmt á grundvelli ákæru,“ segir hann en bætir við að svo sé það ekki í þessu máli. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs.Vísir/Vilhelm Þetta tekur Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs, undir en Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að meintum brotum Sindra Snæs. Í öðrum kafla ákærunnar segir að hann hafi meðal annars veitt Sindra liðsinni í orði og verki með því að senda á hann hvatningarorð og undirróður um að fremja hryðjuverk. „Ég held að það hafi komið upp, bæði hjá dómara málsins og verjendum beggja ákærðu, töluverðar efasemdir um að þessir ákæruliðir sem varða hryðjuverkaþáttinn í málinu séu nægilega skýrt tilgreindir, þá sérstaklega er varðar lýsingu á háttsemi þeirra sem að leiðir til þess að þeir eru ákærðir,“ segir Einar. Hann bendir á að fyrsti og annar kafli ákærunnar séu nátengdir þannig það séu allar líkur á að ef að fyrsta kafla, sem varða meint brot Sindra, yrði vísað frá þá myndi hið sama gilda um seinni. Aðspurður um hvort hann telji mál ákæruvaldsins gegn Ísidóri veikara en málið gegn Sindra segir hann í hið minnsta erfiðara að sanna það. „Þetta er mjög sjaldgæft og eflaust teljandi á fingrum annarrar handar sem hefur komið til kasta dómstóla. Þannig ég held að það sé mun langsóttara, þó að tilraunaverknaðurinn sé mjög óskýr og erfiður í sönnun, þá er þetta mun erfiðara,“ segir Einar um hlutdeildarbrotið. Svona lítur hryðjuverkaliðurinn í ákærunni gegn Sindra Snæ út. Hann er auk þess ákærður fyrir vopnalagabrot sem hann hefur játað að hluta. Ákvörðun dómara um að boða til flutnings um frávísun sé mögulega einhver vísbending um að hann sé að velta ákveðnum atriðum fyrir sér en það verði að koma í ljós hvað verður. Dómari hefur fjórar vikur til að skila úrskurði en Einar telur líklegt að niðurstaða muni liggja fyrir eftir um tvær vikur. Verði hluta ákærunnar ekki vísað frá séu þeir tilbúnir í réttarhöld. Sá liður ákærunnar sem fjallar um hlutdeild í tilraun til hryðjuverka í tilfelli Ísidórs. „Það er í rauninni fyrsti kostur ákærðu að fá sýknudóm í málinu, þannig þeir hræðast það ekki,“ segir Einar. Sveinn Andri telur að dómarinn muni vísa málinu frá. „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir en ég myndi setja minn pening á það að hann vísi þessu frá,“ segir Sveinn Andri aðspurður um framhaldið. „Ég myndi meta það sem svo að ef þessum ákæruliðum verður ekki vísað frá þá yrði þetta í fyrsta sinn, svo ég fái best séð, í réttarfarssögunni að slík ákæra sem væri jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn.“ Ekki unnt að skýra verknaðarlýsinguna betur Saksóknarar og verjendur tókust á um málið í morgun en Karl Ingi Vilbergsson saksóknari tók fyrstur til máls og svaraði fyrir óskýra verknaðarlýsingu í ákæru. Sagði hann í sumum tilvikum hægt að greina ítarlega frá stað og stund brots en að það hafi ekki reynst mögulegt í þessu tilviki. „Rannsóknargögnin segja okkur ekki hvert skotmarkið átti að vera eða hvar eða hvernær árásin átti að vera,“ sagði Karl í morgun en bætti við að ljóst hafi verið að Sindri hafi ákveðið að fremja hryðjuverk og sýnt þann ásetning í verki auk þess sem Ísidór hafi veitt honum liðsinni í orði og verki. „Við erum að fjalla hér um tilraunarbrot, tilraun sem var komin mjög skammt á veg,“ sagði hann enn fremur. Rannsóknin hafi þó verið ítarleg og verknaðarlýsingar í ákæru eins skýrar og hægt hafi verið. Tók hann meðal annars sem dæmi tilraun til bankaráns, þar sem staður og stund og jafnvel skotmark skipti ekki máli. Sveinn Andri kom á móti með dómafordæmi sem bentu til hins gagnstæða. Í flestum málum sé ákveðinn tímapunktur nefndur sem og staður og því geti ákærði gert grein fyrir hvar hann var nákvæmlega og hvenær. Í þessu máli hafi aftur á móti verið nefnt hálfs árs tímabil. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. Vísir/Vilhelm Karl Ingi sagði þá að dómafordæmi væru til staðar og vísaði meðal annars í danska dóma, þar sem dómaframkvæmdin væri um margt svipuð og á Íslandi sem og orðalag. Sveinn Andri og Einar Oddur mótmæltu þessu báðir. „Í þessum dönsku dómum sem var vísað til, þar var lýst að það hafi staðið til að sprengja einhverja skóla og svo framvegis. Þannig þar var háttseminni lýst. Svo má vel vera að öðru leyti hafi dönsk dómaframkvæmd farið í aðra leið heldur en íslensk en þessi íslenska dómaframkvæmd er mjög skýr og hefur verið það allar götur frá miðbiki síðustu aldar,“ segir Sveinn Andri. „Við höfum kynnt okkur þessa dönsku dómaframkvæmd að ákveðnu leyti og þetta eru ekki sambærileg mál. Þannig ég held að það sé alveg ótækt að setja það einhvern veginn í forgrunn,“ segir þá Einar Oddur. Eðlilegt að gerð sé krafa um skýrleika Það voru ekki aðeins verjendurnir sem höfðu eitthvað við málið að athuga en dómarinn gerði athugasemd að ekkert kæmi fram um hvar brotið ætti að hafa verið framið og hvort það yrði í náinni eða fjarlægri framtíð. Þá hafi verið nefnt í gæsluvarðhaldsúrskurðum að stofnanir hafi verið möguleg skotmörk en ekkert væri um það að finna í ákæru. „Það var mat ákæruvaldsins að það var ekki hægt sönnunarlega séð að tilgreina með þessum hætti ákveðin skotmörk,“ svaraði Karl Ingi og bætti við að ásetningur hafi verið skýr. „Samkvæmt gögnum málsins liggja fyrir upplýsingar um athafnir í aðdraganda handtöku sem líta má sem undirbúning.“ Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson mættu í héraðsdóm við þingfestingu málsins í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Verjendurnir höfðu að lokum orð á því að skeytasendingar og orðfæri væru undirstaða ákærunnar en ákæruvaldið hafi ekki nefnt sérstök skilaboð sem sýni fram á undirbúning með beinum hætti. Það sé varasamt að túlka orð og hugrenningartengsl sem refsiverða athöfn. Sveinn Andri sagði dómstóla ekki mega slaka á sínum kröfum þegar kemur að meðferð sakamála. „Ef við slökum á þessum kröfum þá erum við að segja að samtöl, hugrenningar, bollaleggingar, Google leit, allt séu þetta refsiverðar undirbúningsathafnir,“ sagði Sveinn Andri í morgun. „Eftir því sem málin verða umfangsverði þá minnkar slaki dómstóla verulega,“ sagði Einar. „Þetta mál er fordæmalaust og fullt tilefni til að gera kröfu um skýrleika.“ Í fréttinni hér fyrir neðan má finna samantekt á málinu. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01 Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. 18. janúar 2023 13:44 Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Sakborningur í hryðjuverkamálinu: Yfirlýstur nasisti sem finnst hommar fá of mikið pláss Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi kvaðst vera nasisti í skýrslutöku og sagði homma fá of mikið pláss í samfélaginu. Þá ætti að „banna þá frá börnum.“ Maðurinn sagðist vera ósáttur við hvernig útlendingar streymdu inn í landið, vinni ekkert og lifi á kerfinu. Hér væri of mikið af útlendingum og „aðal vandamálið væri þá öfgamúslímar.“ 5. janúar 2023 23:38 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson neituðu báðir sök hvað varðaði tilraun til hryðjuverka og hlutdeild þegar málið var þingfest í síðustu viku. Daði Kristjánsson, dómari málsins, ákvað þá sjálfur að taka til skoðunar hvort vísa ætti frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum vegna annmarka og galla á málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, fór fram á það við fyrirtöku í morgun að fyrsta kafla ákærunnar yrði vísað frá en þar segir meðal annars að Sindri hafi „ákveðið að valda ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum og sýnt ásetning ótvírætt í verki.“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs. Vísir/Vilhelm „Ég tel að það hafi ekkert fram komið af hálfu ákæruvaldsins sem að réttlæti þessa ákæru eða þennan ákærukafla, sem er hvorki fugl né fiskur,“ segir Sveinn Andri um málflutninginn. Hann vísaði til þess að ákæran væri knöpp og í þeim hafi ekki verið nægilega góðar lýsingar. Ekki hafi komið fram hvaða háttsemi átti að vera í undirbúningi, hvenær hún hafi átt að eiga sér stað og hvar. „Það er margdæmt í íslenskri dómaframkvæmd að þessu þarf að lýsa eins glöggt og kostur er þannig sakborningar geti tekið til varna og þannig að dómari geti dæmt á grundvelli ákæru,“ segir hann en bætir við að svo sé það ekki í þessu máli. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs.Vísir/Vilhelm Þetta tekur Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs, undir en Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að meintum brotum Sindra Snæs. Í öðrum kafla ákærunnar segir að hann hafi meðal annars veitt Sindra liðsinni í orði og verki með því að senda á hann hvatningarorð og undirróður um að fremja hryðjuverk. „Ég held að það hafi komið upp, bæði hjá dómara málsins og verjendum beggja ákærðu, töluverðar efasemdir um að þessir ákæruliðir sem varða hryðjuverkaþáttinn í málinu séu nægilega skýrt tilgreindir, þá sérstaklega er varðar lýsingu á háttsemi þeirra sem að leiðir til þess að þeir eru ákærðir,“ segir Einar. Hann bendir á að fyrsti og annar kafli ákærunnar séu nátengdir þannig það séu allar líkur á að ef að fyrsta kafla, sem varða meint brot Sindra, yrði vísað frá þá myndi hið sama gilda um seinni. Aðspurður um hvort hann telji mál ákæruvaldsins gegn Ísidóri veikara en málið gegn Sindra segir hann í hið minnsta erfiðara að sanna það. „Þetta er mjög sjaldgæft og eflaust teljandi á fingrum annarrar handar sem hefur komið til kasta dómstóla. Þannig ég held að það sé mun langsóttara, þó að tilraunaverknaðurinn sé mjög óskýr og erfiður í sönnun, þá er þetta mun erfiðara,“ segir Einar um hlutdeildarbrotið. Svona lítur hryðjuverkaliðurinn í ákærunni gegn Sindra Snæ út. Hann er auk þess ákærður fyrir vopnalagabrot sem hann hefur játað að hluta. Ákvörðun dómara um að boða til flutnings um frávísun sé mögulega einhver vísbending um að hann sé að velta ákveðnum atriðum fyrir sér en það verði að koma í ljós hvað verður. Dómari hefur fjórar vikur til að skila úrskurði en Einar telur líklegt að niðurstaða muni liggja fyrir eftir um tvær vikur. Verði hluta ákærunnar ekki vísað frá séu þeir tilbúnir í réttarhöld. Sá liður ákærunnar sem fjallar um hlutdeild í tilraun til hryðjuverka í tilfelli Ísidórs. „Það er í rauninni fyrsti kostur ákærðu að fá sýknudóm í málinu, þannig þeir hræðast það ekki,“ segir Einar. Sveinn Andri telur að dómarinn muni vísa málinu frá. „Vegir dómstólanna eru órannsakanlegir en ég myndi setja minn pening á það að hann vísi þessu frá,“ segir Sveinn Andri aðspurður um framhaldið. „Ég myndi meta það sem svo að ef þessum ákæruliðum verður ekki vísað frá þá yrði þetta í fyrsta sinn, svo ég fái best séð, í réttarfarssögunni að slík ákæra sem væri jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn.“ Ekki unnt að skýra verknaðarlýsinguna betur Saksóknarar og verjendur tókust á um málið í morgun en Karl Ingi Vilbergsson saksóknari tók fyrstur til máls og svaraði fyrir óskýra verknaðarlýsingu í ákæru. Sagði hann í sumum tilvikum hægt að greina ítarlega frá stað og stund brots en að það hafi ekki reynst mögulegt í þessu tilviki. „Rannsóknargögnin segja okkur ekki hvert skotmarkið átti að vera eða hvar eða hvernær árásin átti að vera,“ sagði Karl í morgun en bætti við að ljóst hafi verið að Sindri hafi ákveðið að fremja hryðjuverk og sýnt þann ásetning í verki auk þess sem Ísidór hafi veitt honum liðsinni í orði og verki. „Við erum að fjalla hér um tilraunarbrot, tilraun sem var komin mjög skammt á veg,“ sagði hann enn fremur. Rannsóknin hafi þó verið ítarleg og verknaðarlýsingar í ákæru eins skýrar og hægt hafi verið. Tók hann meðal annars sem dæmi tilraun til bankaráns, þar sem staður og stund og jafnvel skotmark skipti ekki máli. Sveinn Andri kom á móti með dómafordæmi sem bentu til hins gagnstæða. Í flestum málum sé ákveðinn tímapunktur nefndur sem og staður og því geti ákærði gert grein fyrir hvar hann var nákvæmlega og hvenær. Í þessu máli hafi aftur á móti verið nefnt hálfs árs tímabil. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari. Vísir/Vilhelm Karl Ingi sagði þá að dómafordæmi væru til staðar og vísaði meðal annars í danska dóma, þar sem dómaframkvæmdin væri um margt svipuð og á Íslandi sem og orðalag. Sveinn Andri og Einar Oddur mótmæltu þessu báðir. „Í þessum dönsku dómum sem var vísað til, þar var lýst að það hafi staðið til að sprengja einhverja skóla og svo framvegis. Þannig þar var háttseminni lýst. Svo má vel vera að öðru leyti hafi dönsk dómaframkvæmd farið í aðra leið heldur en íslensk en þessi íslenska dómaframkvæmd er mjög skýr og hefur verið það allar götur frá miðbiki síðustu aldar,“ segir Sveinn Andri. „Við höfum kynnt okkur þessa dönsku dómaframkvæmd að ákveðnu leyti og þetta eru ekki sambærileg mál. Þannig ég held að það sé alveg ótækt að setja það einhvern veginn í forgrunn,“ segir þá Einar Oddur. Eðlilegt að gerð sé krafa um skýrleika Það voru ekki aðeins verjendurnir sem höfðu eitthvað við málið að athuga en dómarinn gerði athugasemd að ekkert kæmi fram um hvar brotið ætti að hafa verið framið og hvort það yrði í náinni eða fjarlægri framtíð. Þá hafi verið nefnt í gæsluvarðhaldsúrskurðum að stofnanir hafi verið möguleg skotmörk en ekkert væri um það að finna í ákæru. „Það var mat ákæruvaldsins að það var ekki hægt sönnunarlega séð að tilgreina með þessum hætti ákveðin skotmörk,“ svaraði Karl Ingi og bætti við að ásetningur hafi verið skýr. „Samkvæmt gögnum málsins liggja fyrir upplýsingar um athafnir í aðdraganda handtöku sem líta má sem undirbúning.“ Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson mættu í héraðsdóm við þingfestingu málsins í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Verjendurnir höfðu að lokum orð á því að skeytasendingar og orðfæri væru undirstaða ákærunnar en ákæruvaldið hafi ekki nefnt sérstök skilaboð sem sýni fram á undirbúning með beinum hætti. Það sé varasamt að túlka orð og hugrenningartengsl sem refsiverða athöfn. Sveinn Andri sagði dómstóla ekki mega slaka á sínum kröfum þegar kemur að meðferð sakamála. „Ef við slökum á þessum kröfum þá erum við að segja að samtöl, hugrenningar, bollaleggingar, Google leit, allt séu þetta refsiverðar undirbúningsathafnir,“ sagði Sveinn Andri í morgun. „Eftir því sem málin verða umfangsverði þá minnkar slaki dómstóla verulega,“ sagði Einar. „Þetta mál er fordæmalaust og fullt tilefni til að gera kröfu um skýrleika.“ Í fréttinni hér fyrir neðan má finna samantekt á málinu.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01 Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. 18. janúar 2023 13:44 Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Sakborningur í hryðjuverkamálinu: Yfirlýstur nasisti sem finnst hommar fá of mikið pláss Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi kvaðst vera nasisti í skýrslutöku og sagði homma fá of mikið pláss í samfélaginu. Þá ætti að „banna þá frá börnum.“ Maðurinn sagðist vera ósáttur við hvernig útlendingar streymdu inn í landið, vinni ekkert og lifi á kerfinu. Hér væri of mikið af útlendingum og „aðal vandamálið væri þá öfgamúslímar.“ 5. janúar 2023 23:38 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01
Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. 18. janúar 2023 13:44
Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45
Sakborningur í hryðjuverkamálinu: Yfirlýstur nasisti sem finnst hommar fá of mikið pláss Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi kvaðst vera nasisti í skýrslutöku og sagði homma fá of mikið pláss í samfélaginu. Þá ætti að „banna þá frá börnum.“ Maðurinn sagðist vera ósáttur við hvernig útlendingar streymdu inn í landið, vinni ekkert og lifi á kerfinu. Hér væri of mikið af útlendingum og „aðal vandamálið væri þá öfgamúslímar.“ 5. janúar 2023 23:38