Þetta kemur fram í nýju talnaefni frá Þjóðskrá.
Þar segir að þau lönd sem virðist vinsælust á eftir Norðurlöndunum séu Bandaríkin, þar sem 6.492 eru búsettir, Bretland, þar sem 2.483 búa, og Þýskaland, þar sem 1.837 hafa búið sér heimili.
Íslenskir ríkisborgara búsettir erlendis voru með skráð lögheimili í 100 löndum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt Þjóðskrá.
Þá er þess getið að í fimmtán ríkjum býr aðeins einn Íslendingur; Albaníu, Angóla, Belís, Ekvador, Gana, Gíneu, Indlandi, Íran, Kenía, Líbanon, Makedóníu, Máritíus, Pakistan, Panama og Sómalíu.