
Erlendir fjölmiðlar hafa eftir Vanessa Foumberg, dóttur Loring, að hún hafi andast á sjúkrahúsi á laugardag eftir að hafa fengið heilablóðfall.
Loring var einungis fimm ára gömul þegar hún lék Wednesday Addams í sjónvarpsþáttum sem byggðu á teiknimyndum Charles Addams. Þættirnir voru framleiddir á árunum 1964 til 1966.
Túlkun Loring á persónunni Wednesday Addams átti eftir að veita mörgum þeim sem síðar áttu eftir að túlka persónuna, innblástur.
Eftir að hafa slegið í gegn í þáttunum um Addams-fjölskylduna lék hún í þáttunum The Pruitts of Southampton og njósnamyndinni The Girl from U.N.C.L.E. Síðar átti hún eftir að leika í sápuóperunni As the World Turns.
Hún var um tíma gift klámmyndaleikaranum Jerry Butler en þau skildu árið 1992.
Loring lætur eftir sig tvær dætur – Marianne og Vanessa – og tvö barnabörn.