Bjarki Már skoraði 45 mörk í 6 leikjum íslenska landsliðsins eða 7,5 mörk að meðaltali í leik og þessi mörk skiluðu honum fimmta sætinu yfir markahæstu leikmann mótsins.
Daninn Mathias Gidsel var markahæstur með 60 mörk í 9 leikjum sem gera 6,7 mörk í leik.
Sílemaðurinn Erwin Feuchtmann skoraði reyndar 54 mörk í 7 leikjum eða 7,7 mörk í leik en spilaði meira en helming leikja sinna í Forsetabikarnum.
Bjarki nýtti öll ellefu vítin sína á mótinu og var sá eini með hundrað prósent vítanýtingu af þeim sem tóku að minnsta kosti tíu víti.
Gísli Þorgeir Kristjánsson hélt líka fimmta sætinu á listanum yfir stoðsendingar en þar leggur opinber tölfræði saman stoðsendingar og fiskuð víti sem gefa mark.
Gísli fékk skráðar 39 stoðsendingar í 6 leikjum eða 6,5 eða meðaltali í leik. Hann var aðeins þremur á eftir umræddum Gidsel sem varð þriðji með 42 stoðsendingar í 9 leikjum.
Þjóðverjinn, Juri Knorr, sem var kosinn besti ungi leikmaður mótsins, gaf flestar eða 52 í 9 leikjum sem gera 5,8 að meðaltali í leik. Annar var Norðmaðurinn Sander Sagosen með 49 stoðsendingar í 9 leikjum eða 5,4 í leik.