Biden segir „nei“ við þotum til handa Úkraínumönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2023 06:38 Biden var skýr í svörum þegar hann var spurður um þotur til handa Úkraínumönnum. AP/Andrew Harnik „Nei,“ svaraði Joe Biden Bandaríkjaforseti einfaldlega þegar hann var spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkjamenn myndu senda F-16 herþotur til Úkraínu. Úkraínumenn kalla nú eftir herþotum eftir að hafa verið lofað skriðdrekum. Oleksiy Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í París í dag. Til umræðu verður meðal annars sú spurning hvort bandamenn séu viljugir til að sjá Úkraínumönnum fyrir herþotum. Macron sagði í gær að margt þyrfti að skoða í þessu samhengi, meðal annars hvort slíkar sendingar yrðu til þess að valda stigmögnun. Þá þyrfti að gulltryggja að þoturnar „snertu ekki rússneska jörð“. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa í hefndarhug vegna ötullar mótspyrnu Úkraínumanna. Þannig standi nú yfir viðstöðulausar árásir í austurhluta landsins. Selenskí hefur ítrekað varað við því að stríðsvél Rússa fari aftur í gang eftir pattstöðu síðustu mánaða og kallað eftir meiri vopnum. Ráðamenn í Kænugarði voru þannig ekki fyrr búnir að fá jákvætt svar frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum um skriðdreka fyrr en þeir kröfðust þess að fá einnig þotur. Menn eru hins vegar uggandi yfir mögulegum viðbrögðum Rússa. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í gær að frekari vopnasendingar yrðu aðeins til að stigmagna átökin. Stjórnvöld í Kænugarði kölluðu eftir meiri og meiri vopnum og aðildarríki Atlantshafsbandalagsins yrðu alltaf meira og meira viðriðin átökin með beinum hætti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Oleksiy Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í París í dag. Til umræðu verður meðal annars sú spurning hvort bandamenn séu viljugir til að sjá Úkraínumönnum fyrir herþotum. Macron sagði í gær að margt þyrfti að skoða í þessu samhengi, meðal annars hvort slíkar sendingar yrðu til þess að valda stigmögnun. Þá þyrfti að gulltryggja að þoturnar „snertu ekki rússneska jörð“. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa í hefndarhug vegna ötullar mótspyrnu Úkraínumanna. Þannig standi nú yfir viðstöðulausar árásir í austurhluta landsins. Selenskí hefur ítrekað varað við því að stríðsvél Rússa fari aftur í gang eftir pattstöðu síðustu mánaða og kallað eftir meiri vopnum. Ráðamenn í Kænugarði voru þannig ekki fyrr búnir að fá jákvætt svar frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum um skriðdreka fyrr en þeir kröfðust þess að fá einnig þotur. Menn eru hins vegar uggandi yfir mögulegum viðbrögðum Rússa. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í gær að frekari vopnasendingar yrðu aðeins til að stigmagna átökin. Stjórnvöld í Kænugarði kölluðu eftir meiri og meiri vopnum og aðildarríki Atlantshafsbandalagsins yrðu alltaf meira og meira viðriðin átökin með beinum hætti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira