Staðfest að 87 hafi látist í sprengingunni í Pakistan Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2023 07:52 Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar í Peshawar. EPA Yfirvöld í Pakistan hafa nú staðfest að 87 hafi látist í árás sjálfsvígssprengjumanns í mosku í pakistanska héraðinu Peshawar í gær. Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar og er rannsókn hafin á því hvernig árásarmaðurinn komst inn á svæðið. BBC segir frá því að forsætisráðherra Pakistans og fleiri leiðtogar hafi fordæmt árásina sem er ein sú mannskæðasta í landinu í mörg ár. Leiðtogi pakistanskra Talibana hefur neitað því að þeir beri ábyrgð á árásinni eftir að herforingi úr þeirra röðum fullyrti slíkt skömmu eftir árásina. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir að það sé markmið hryðjuverkamanna að framkalla ótta meðal þeirra sem helga lífi sínu að tryggja öryggi í Pakistan. Sharif hefur sömuleiðis lýst yfir þjóðarsorg í landinu. Björgunarlið er enn að störfum í moskunni þar sem verið er að leita að fólki í rústum byggingarinnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda segir að hundrað hið minnsta hafi særst í árásinni, en alls voru milli þrjú og fjögur hundruð lögreglumenn á staðnum þegar árásin var gerð. Pakistanskir Talibanar – sem tengist ekki talibanastjórninni í Afganistan með beinum hætti – bundu enda á vopnahlé í Pakistan í nóvember og hefur árásum í landinu fjölgað síðan. Pakistan Tengdar fréttir Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23 Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar og er rannsókn hafin á því hvernig árásarmaðurinn komst inn á svæðið. BBC segir frá því að forsætisráðherra Pakistans og fleiri leiðtogar hafi fordæmt árásina sem er ein sú mannskæðasta í landinu í mörg ár. Leiðtogi pakistanskra Talibana hefur neitað því að þeir beri ábyrgð á árásinni eftir að herforingi úr þeirra röðum fullyrti slíkt skömmu eftir árásina. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir að það sé markmið hryðjuverkamanna að framkalla ótta meðal þeirra sem helga lífi sínu að tryggja öryggi í Pakistan. Sharif hefur sömuleiðis lýst yfir þjóðarsorg í landinu. Björgunarlið er enn að störfum í moskunni þar sem verið er að leita að fólki í rústum byggingarinnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda segir að hundrað hið minnsta hafi særst í árásinni, en alls voru milli þrjú og fjögur hundruð lögreglumenn á staðnum þegar árásin var gerð. Pakistanskir Talibanar – sem tengist ekki talibanastjórninni í Afganistan með beinum hætti – bundu enda á vopnahlé í Pakistan í nóvember og hefur árásum í landinu fjölgað síðan.
Pakistan Tengdar fréttir Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23 Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23
Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56