Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 31. janúar 2023 17:19 Hægt er að útskýra vísitölu neysluverðs með því að taka sem dæmi matarkörfu neytenda. Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn. Ársverðbólga mælist nú 9,9 prósent og hækkaði um 0,3 prósent frá því í desember. Vísitala neysluverðs hækkaði þá um 0,85 prósent og stendur nú í 569,4 stigum. En hvað nákvæmlega er vísitala og hvað er verðbólga? Ásta Jenný Sigurðardóttir, sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar, útskýrði muninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun og tók sem dæmi þegar fólk verslar matvörur á netinu en oft sé manni boðið að kaupa sömu körfu og síðast. „Ef að við ímyndum okkur að þið mynduð nýta ykkur þessa þjónustu, að versla reglulega sömu körfuna, þá mynduð þið smám saman safna upp talnarunnu sem þið getið notað til þess að búa til ykkar eigin vísitölu, sem sagt matvöruvísitöluna ykkar,“ segir Ásta. Hefð sé fyrir að ný vísitala byrji á 100 og því fengu fyrstu viðskiptin það gildi. Við næstu kaup gæti karfan hafa hækkað um tvö prósent og þar af leiðandi myndi vísitalan hækka um tvö prósent og verða 102, og svo fram eftir götum. „Hugmyndin í vísitölu neysluverðs er nákvæmlega sú sama nema við erum ekki bara með matvörur í körfunni heldur allar vörur og þjónustu sem að heimilin í landinu eru að kaupa,“ segir Ásta. Þar falla inn í þættir eins og kaup á nýjum bílum sem átti þátt í að verðbólgan jókst og ferðalög en verð á flugfargjöldum lækkaði milli mánaða. Þá mátti rekja aukna verðbólgu að þesus sinni til hækkunar opinbera gjalda. Allt þetta er síðan grundvöllur fyrir ákvörðun verðbólgunnar. „Seðlabankinn metur verðbólguna út frá vísitölunni þannig tólf mánaða breyting á vísitölunni er það sem menn kalla verðbólgu. Þannig að það að við segjum núna að verðbólga sé 9,9 prósent þýðir að á einu ári hefur þessi vísitölukarfa okkar, þessi neyslukarfa, hún hefur hækkað um 9,9 prósent,“ segir Ásta. Þetta getur reynst flókið að skilja. „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt og oft því miður þá tengjum við þetta við frekar neikvæðar tilfinningar, af því að þetta hefur kannski áhrif á lánin okkar eða eitthvað svoleiðis. Þannig fólk hefur kannski grunnhugmynd en að þetta sé mikið á dýptina, það er kannski minna um það,“ segir Ásta. Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Sjá meira
Ársverðbólga mælist nú 9,9 prósent og hækkaði um 0,3 prósent frá því í desember. Vísitala neysluverðs hækkaði þá um 0,85 prósent og stendur nú í 569,4 stigum. En hvað nákvæmlega er vísitala og hvað er verðbólga? Ásta Jenný Sigurðardóttir, sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar, útskýrði muninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun og tók sem dæmi þegar fólk verslar matvörur á netinu en oft sé manni boðið að kaupa sömu körfu og síðast. „Ef að við ímyndum okkur að þið mynduð nýta ykkur þessa þjónustu, að versla reglulega sömu körfuna, þá mynduð þið smám saman safna upp talnarunnu sem þið getið notað til þess að búa til ykkar eigin vísitölu, sem sagt matvöruvísitöluna ykkar,“ segir Ásta. Hefð sé fyrir að ný vísitala byrji á 100 og því fengu fyrstu viðskiptin það gildi. Við næstu kaup gæti karfan hafa hækkað um tvö prósent og þar af leiðandi myndi vísitalan hækka um tvö prósent og verða 102, og svo fram eftir götum. „Hugmyndin í vísitölu neysluverðs er nákvæmlega sú sama nema við erum ekki bara með matvörur í körfunni heldur allar vörur og þjónustu sem að heimilin í landinu eru að kaupa,“ segir Ásta. Þar falla inn í þættir eins og kaup á nýjum bílum sem átti þátt í að verðbólgan jókst og ferðalög en verð á flugfargjöldum lækkaði milli mánaða. Þá mátti rekja aukna verðbólgu að þesus sinni til hækkunar opinbera gjalda. Allt þetta er síðan grundvöllur fyrir ákvörðun verðbólgunnar. „Seðlabankinn metur verðbólguna út frá vísitölunni þannig tólf mánaða breyting á vísitölunni er það sem menn kalla verðbólgu. Þannig að það að við segjum núna að verðbólga sé 9,9 prósent þýðir að á einu ári hefur þessi vísitölukarfa okkar, þessi neyslukarfa, hún hefur hækkað um 9,9 prósent,“ segir Ásta. Þetta getur reynst flókið að skilja. „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt og oft því miður þá tengjum við þetta við frekar neikvæðar tilfinningar, af því að þetta hefur kannski áhrif á lánin okkar eða eitthvað svoleiðis. Þannig fólk hefur kannski grunnhugmynd en að þetta sé mikið á dýptina, það er kannski minna um það,“ segir Ásta.
Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Sjá meira
Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08
Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58
Verðbólga mælist 9,9 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða er enn á uppleið. Mælist hún nú 9,9 prósent en stóð í 9,6 prósent í síðasta mánuði og 9,3 próent í mánuðinum þar á undan. 30. janúar 2023 09:16