Krummi í lagi en alls ekki Kisa Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 09:40 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur borðleggjandi að leggja eigi mannanafnanefnd niður. Vísir/Egill Nýr úrskurður mannanafnanefndar, sem hafnaði nafninu Kisa, styrkir þingmann Sjálfstæðisflokksins enn frekar í þeirri trú sinni að leggja eigi nefndina niður. Við kynntum okkur hinn umdeilda úrskurð og íslensk dýranöfn, sem þykja mishentug á menn. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð sinn í byrjun janúar og hafnaði nafninu Kisa á þeim grundvelli að merking nafnsins væri óvirðuleg og gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin vísaði einnig til þess að gæluheiti húsdýra séu almennt ekki notuð sem mannanöfn. Gæluheiti er þarna lykilhugtak því að auðvitað eru til dæmi um að heiti á húsdýrum séu notuð á menn. Hrútur og Tarfur eru til dæmis góð og gild karlmannsnöfn en það er kannski ólíklegt að nöfnin Kýr og Gylta, til dæmis, hlytu náð fyrir augum mannanafnanefndar. Þættu eflaust óvirðuleg og til ama. Í þessu samhengi er afar áhugavert að velta fyrir sér hvaða nöfn úr dýraríkinu við teljum gjaldgeng. Rík hefð hefur til dæmis orðið til fyrir fuglanöfnum. Við þekkjum eflaust öll Hauk, Val, Lóu eða Örnu. Fiskanöfn hafa ekki fest sig í sessi; ekkert kvenmannsnafn er sótt til fiskheitis en karlmannsnafnið Hængur er reyndar til. Og spendýr eiga fjölmarga fulltrúa: Björn, Úlf og Högna, til dæmis. Já, gæluheiti húsdýra ekki talin æskileg á menn. Kisa og Voffi úti í kuldanum semsagt. Kusa líklegast einnig. En mannanafnanefnd samþykkti þó karlmannsnafnið Kusi árið 2019. Og svo er gæluheitið Krummi auðvitað gjaldgengt sem skírnarnafn, og nýtur sívaxandi vinsælda. Og hvað veldur? Erfitt að segja. Guðrún Kvaran prófessor emeritus við Háskóla Íslands veltir því upp í umfjöllun sinni um dýranöfn á Vísindavefnum frá 2002 hvort fólki þykir húsdýra- og fiskanöfn ef til vill of nærri daglegum störfum. Einn ákveði ekki fyrir annan Þetta virðast í öllu falli ekki mjög nákvæm vísindi. Og mörgum, þar á meðal sitjandi þingmönnum, þykir mannanafnanefnd einmitt algjörlega úrelt fyrirbæri. Kisuúrskurðinn, eins og margir aðrir á undan honum, sanni það. „Ég held að það sé alveg augljóst,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að geta treyst fólki fyrir því að taka ákvörðun fyrir sig sjálft. Einhver utanaðkomandi á ekki að ákveða hvað sé öðrum til ama og annað slíkt. En þó að við leggjum niður mannanafnanefnd er ekki það með sagt að við getum ekki haft einhvern ramma utan um þetta.“ En stjórnarfrumvarp um afnám mannanafnanefndar virðist hafa dagað uppi í nefnd. „Það er lítil hreyfing og þetta er ekki á þingmálaskrá núna. Og það er kannski umræða sem við þurfum að taka: er einhver rammi sem við viljum eða viljum við hafa þetta alveg frjálst.“ Íslensk tunga Alþingi Dýr Tengdar fréttir Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16 Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð sinn í byrjun janúar og hafnaði nafninu Kisa á þeim grundvelli að merking nafnsins væri óvirðuleg og gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin vísaði einnig til þess að gæluheiti húsdýra séu almennt ekki notuð sem mannanöfn. Gæluheiti er þarna lykilhugtak því að auðvitað eru til dæmi um að heiti á húsdýrum séu notuð á menn. Hrútur og Tarfur eru til dæmis góð og gild karlmannsnöfn en það er kannski ólíklegt að nöfnin Kýr og Gylta, til dæmis, hlytu náð fyrir augum mannanafnanefndar. Þættu eflaust óvirðuleg og til ama. Í þessu samhengi er afar áhugavert að velta fyrir sér hvaða nöfn úr dýraríkinu við teljum gjaldgeng. Rík hefð hefur til dæmis orðið til fyrir fuglanöfnum. Við þekkjum eflaust öll Hauk, Val, Lóu eða Örnu. Fiskanöfn hafa ekki fest sig í sessi; ekkert kvenmannsnafn er sótt til fiskheitis en karlmannsnafnið Hængur er reyndar til. Og spendýr eiga fjölmarga fulltrúa: Björn, Úlf og Högna, til dæmis. Já, gæluheiti húsdýra ekki talin æskileg á menn. Kisa og Voffi úti í kuldanum semsagt. Kusa líklegast einnig. En mannanafnanefnd samþykkti þó karlmannsnafnið Kusi árið 2019. Og svo er gæluheitið Krummi auðvitað gjaldgengt sem skírnarnafn, og nýtur sívaxandi vinsælda. Og hvað veldur? Erfitt að segja. Guðrún Kvaran prófessor emeritus við Háskóla Íslands veltir því upp í umfjöllun sinni um dýranöfn á Vísindavefnum frá 2002 hvort fólki þykir húsdýra- og fiskanöfn ef til vill of nærri daglegum störfum. Einn ákveði ekki fyrir annan Þetta virðast í öllu falli ekki mjög nákvæm vísindi. Og mörgum, þar á meðal sitjandi þingmönnum, þykir mannanafnanefnd einmitt algjörlega úrelt fyrirbæri. Kisuúrskurðinn, eins og margir aðrir á undan honum, sanni það. „Ég held að það sé alveg augljóst,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að geta treyst fólki fyrir því að taka ákvörðun fyrir sig sjálft. Einhver utanaðkomandi á ekki að ákveða hvað sé öðrum til ama og annað slíkt. En þó að við leggjum niður mannanafnanefnd er ekki það með sagt að við getum ekki haft einhvern ramma utan um þetta.“ En stjórnarfrumvarp um afnám mannanafnanefndar virðist hafa dagað uppi í nefnd. „Það er lítil hreyfing og þetta er ekki á þingmálaskrá núna. Og það er kannski umræða sem við þurfum að taka: er einhver rammi sem við viljum eða viljum við hafa þetta alveg frjálst.“
Íslensk tunga Alþingi Dýr Tengdar fréttir Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16 Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16
Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48
Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?