Ferðavefurinn The Points Guy er á meðal þeirra sem greinir frá.
United Airlines hóf að fljúga til Íslands frá New York í maí 2018.
Flugfélagið hafði áður gefið út boðið yrði á upp á reglulegt áætlunarflug á milli Keflavíkur og New York frá 12.maí næstkomandi til 27.október.
„Við sníðum áætlun okkar reglulega af ýmsum ástæðum og þar spilar inn í eftirspurn og víðtækari þarfir þegar kemur að leiðarkerfinu okkar,“ segir talsmaður flugfélagsins.
United Airlines mun halda áfram að bjóða upp á reglulegt áætlunarflug frá 12.maí til 27.september næstkomandi á milli Keflavíkurflugvallar og O'Hare alþjóðaflugvallar í Chicago.