Snorri Steinn: Slen ekki afsökun eftir sex vikna pásu Andri Már Eggertsson skrifar 31. janúar 2023 21:35 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að ræða við sitt lið í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-32. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn þar sem Valur komst í fyrsta sinn yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Þetta var sætur og erfiður sigur. Grótta spilaði vel en við misstum þá ekki of langt fram úr okkur og Björgvin Páll varði réttu boltana. Hann lokaði ekki markinu en við höfum rætt það ef markvarslan er góð á síðustu fimmtán þá er alltaf möguleiki og það var raunin í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Snorri var ekki sáttur með hvernig Valur byrjaði leikinn þar sem honum fannst vanta mikið upp á bæði í vörn og sókn. „Við vorum seinir í gang á báðum endum vallarins. Ég get ekki talað um slen eftir sex vikna pásu. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun og það vantaði herslumuninn hér og þar. Bæði varnarlega, hraðaupphlaupum, markvarslan og þegar það vantar upp á allt þá verður leikurinn eins og hann var.“ „Ég tók áhættu og reyndi að brjóta þetta upp með 5-1 vörn og það gekk ekki sem varð til þess að við breyttum og náðum að snúa þessu við á réttu augnablikunum.“ Líkt og Valur fékk að kynnast fyrir áramót verður gríðarlegt leikjaálag á liðinu í febrúar. Snorra hlakkaði til að takast á við það en verður að gera það án Róberts Arons Hostert sem gæti verið frá út tímabilið. „Febrúar verður skemmtilegur. Við erum að fara spila í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta verður krefjandi og það verður álag á liðinu en við prófuðum þetta fyrir áramót sem gekk ágætlega þrátt fyrir að menn helltust úr lestinni hægt og rólega. Það verður mitt að stýra því og vonandi förum við heilir í gegnum þetta. Ef ég verð með lungað úr liðinu frískt þá óttast ég þetta ekkert. Við tókum einn leik í einu síðast og það hentar okkur ágætlega.“ Róbert Aron Hostert var ekki með Val í kvöld og Snorri Steinn greindi frá því að Róbert verður lengi frá vegna meiðsla. „Róbert Aron verður lengi frá. Það er ekki vitað hvort Róbert Aron verður frá út tímabilið en hann er bara meiddur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Valur Olís-deild karla Grótta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
„Þetta var sætur og erfiður sigur. Grótta spilaði vel en við misstum þá ekki of langt fram úr okkur og Björgvin Páll varði réttu boltana. Hann lokaði ekki markinu en við höfum rætt það ef markvarslan er góð á síðustu fimmtán þá er alltaf möguleiki og það var raunin í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Snorri var ekki sáttur með hvernig Valur byrjaði leikinn þar sem honum fannst vanta mikið upp á bæði í vörn og sókn. „Við vorum seinir í gang á báðum endum vallarins. Ég get ekki talað um slen eftir sex vikna pásu. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun og það vantaði herslumuninn hér og þar. Bæði varnarlega, hraðaupphlaupum, markvarslan og þegar það vantar upp á allt þá verður leikurinn eins og hann var.“ „Ég tók áhættu og reyndi að brjóta þetta upp með 5-1 vörn og það gekk ekki sem varð til þess að við breyttum og náðum að snúa þessu við á réttu augnablikunum.“ Líkt og Valur fékk að kynnast fyrir áramót verður gríðarlegt leikjaálag á liðinu í febrúar. Snorra hlakkaði til að takast á við það en verður að gera það án Róberts Arons Hostert sem gæti verið frá út tímabilið. „Febrúar verður skemmtilegur. Við erum að fara spila í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta verður krefjandi og það verður álag á liðinu en við prófuðum þetta fyrir áramót sem gekk ágætlega þrátt fyrir að menn helltust úr lestinni hægt og rólega. Það verður mitt að stýra því og vonandi förum við heilir í gegnum þetta. Ef ég verð með lungað úr liðinu frískt þá óttast ég þetta ekkert. Við tókum einn leik í einu síðast og það hentar okkur ágætlega.“ Róbert Aron Hostert var ekki með Val í kvöld og Snorri Steinn greindi frá því að Róbert verður lengi frá vegna meiðsla. „Róbert Aron verður lengi frá. Það er ekki vitað hvort Róbert Aron verður frá út tímabilið en hann er bara meiddur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Grótta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira