Ástæðan er framganga 23 ára þjálfara liðsins sem tók vægast sagt mjög vafasama ákvörðun.
Þjálfarinn ákvað að þykjast vera þrettán ára stelpa og spila leikinn sjálf. Í myndbandi frá leiknum sést hún verja skot með látum og fagna körfum með stæl.
Það þarf ekki að koma mikið á óvart að foreldrar mótherjanna hafi tekið eftir því að þarna var leikmaður sem var tíu árum eldri en aðrir á vellinum.
Fljótlega varð þetta að fjölmiðlamáli vestanhafs og skólinn var ekkert að hika þegar kom að því að bregðast við.
Churchland-skólinn rak ekki aðeins umræddan þjálfara heldur lagði körfuboltaliðið hreinlega niður við litlar vinsældir foreldra stelpnanna.
Einn leikmann Churchland vantaði í þennan leik á móti Nasemond River skólanum og í stað þess að mæta ellefu til leiks eða kalla á annan leikmann á réttum aldri þá ákvað þjálfarinn, sem heitir Arlisha Boykins, að fara sjálf í búning.
Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt um málið.