Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON.Þar segir að Jóhann Ingi muni koma að mótun stefnu og stýra söluteymi fyrirtækisins.
„Jóhann Ingi er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands en hann kemur frá bifreiðaumboðinu Heklu þar sem hann hefur m.a. starfað við vörumerkja- og sölustýringu á vörumerkjum fyrirtækisins. Jóhann hefur einnig starfað áður hjá Bílabúð Benna við sölu og vörustýringu.
Hrafn Leó Guðjónsson tekur við starfi vörustjóra Orku náttúrunnar. Þar mun hann koma að framþróun þjónustu sem tengist snjallmælum, orkuskiptum í samgöngum og nýjum lausnum. Hrafn Leó er með B.Sc. gráðu í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík en hann kemur frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hann starfaði sem verkefnastjóri orkuskipta í samgöngum. Hrafn Leó leiddi einnig hugbúnaðar- og ferlaþróun Snjallmælavæðingar Veitna. Áður starfaði hann hjá Securitas sem sölustjóri og yfirmaður vöruþróunar,“ segir í tilkynningunni.