Fimmtán ára gamall sími á sjö milljónir Máni Snær Þorláksson skrifar 2. febrúar 2023 16:56 Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, með fyrstu útgáfu iPhone símans. Getty/Jon Furniss Fyrsti iPhone síminn kom út í júní árið 2007 og seldist í sex milljónum eintaka. Eitt þessara eintaka er nú til sölu á uppboði hjá bandaríska uppboðshúsinu LCG Auctions. Búist er við því að síminn seljist á yfir 50 þúsund dollara, eða rétt rúmlega sjö milljónir í íslenskum krónum. Karen Green er núverandi eigandi símans en hún fékk hann að gjöf þegar hún byrjaði í nýju starfi. Green opnaði ekki símann á sínum tíma þar sem hún átti nú þegar nýjan síma. Þessi iPhone sími endaði því uppi á hillu á heimili Green, ennþá í plastinu. Hún segir símann hafa legið á hillunni, vafinn inn í náttföt, árum saman. Í október síðastliðnum komst hún svo að því að eins sími hefði selst á uppboði fyrir rúmlega 39 þúsund dollara, um 5,5 milljónir í íslenskum krónum. Green hafði í kjölfarið samband við uppboðshúsið sem seldi símann og sagðist eiga eins síma. Mark Montero, stofnandi LCG Auctions, segir í samtali við Business Insider að Green hafi alls ekki verið sú eina sem hafði samband eftir að síminn var seldur. „Við fengum símtöl frá öllum en 99% þeirra voru ekki með eins síma,“ segir Montero. Green var þó með rétta símann og því var hann settur á uppboð. Uppboðið hófst í dag og því líkur þann 19. febrúar næstkomandi. Apple Tækni Bandaríkin Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Karen Green er núverandi eigandi símans en hún fékk hann að gjöf þegar hún byrjaði í nýju starfi. Green opnaði ekki símann á sínum tíma þar sem hún átti nú þegar nýjan síma. Þessi iPhone sími endaði því uppi á hillu á heimili Green, ennþá í plastinu. Hún segir símann hafa legið á hillunni, vafinn inn í náttföt, árum saman. Í október síðastliðnum komst hún svo að því að eins sími hefði selst á uppboði fyrir rúmlega 39 þúsund dollara, um 5,5 milljónir í íslenskum krónum. Green hafði í kjölfarið samband við uppboðshúsið sem seldi símann og sagðist eiga eins síma. Mark Montero, stofnandi LCG Auctions, segir í samtali við Business Insider að Green hafi alls ekki verið sú eina sem hafði samband eftir að síminn var seldur. „Við fengum símtöl frá öllum en 99% þeirra voru ekki með eins síma,“ segir Montero. Green var þó með rétta símann og því var hann settur á uppboð. Uppboðið hófst í dag og því líkur þann 19. febrúar næstkomandi.
Apple Tækni Bandaríkin Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira