Sýknuð í deilu um átján ára millifærslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2023 12:06 Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis var sýknuð. Sömuleiðis Birkir Kristinsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu. Alþingi/Getty-Lars Baron Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Birki Kristinsson, fjárfesti og fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu, Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og auk fleiri, í deilu um átján ára millifærslu á hátt í fimmtíu milljónum. Félagið Lyfjablóm ehf, stefndi Birki, Sólveigu fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, Stefáni Bergssyni endurskoðanda og endurskoðendaskrifstofunni PWC, vegna millifærslunnar sem framkvæmd var árið 2005. Millifærðar voru 46 milljónir króna af reikningi Lyfjablóms, sem þá hét Björn Hallgrímsson ehf, yfir á reikning eignarhaldsfélagsins Mercatura, í eigu Kristins. Nafni Björn Hallgrímssonar ehf. var síðar breytt í Lyfjablóm ehf. Birkir var á þessum tíma starfsmaður Glitnis banka og var viðskiptastjóri Björns Hallgrímssonar ehf, auk annarra félaga sem tengdust eigendum þess félags. Stefán Bergsson var löggildur endurskoðandi Björns Hallgrímssonar, og var þá starfsmaður og einn eiganda PWC. Sólveigu, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra frá 1999-2003 og forseti Alþingis frá 2005-2007, var stefnt fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, sem sá um daglegan rekstur Björns Hallgrímssonar ehf. Hann lést árið 2015. Eigendur þess félags voru eiginkona og fjögur börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið, sem fyrr segir. Eigandi Lyfjablóms nú er sonur Áslaugar Björnsdóttur, dóttur Björns. Deilt um hvort krafan hafi verið gerð upp eða ekki Umrædd deila snerist um það hvort að Björn Hallgrímsson ehf, nú Lyfjablóm ehf, hafi fengið endurgreiddar 46 milljónir króna sem Kristinn bað Birki um að millifæra af reikningi félagsins til að greiða yfirdráttarlán í nafni Mercatura, félags í eigu Kristins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er litið til fundargerðar Björns Hallgrímssonar ehf, sem dagsett var 5. júlí 2007, þar sem fram kemur að að hluthafar félagsins hafi samþykkt að selja félaginu tíu prósent í sjálfu sér fyrir 1,62 milljarða króna. Birkir Kristinsson stóð lengi í markinu fyrir íslenska knattspyrnulandsliðið í knattspyrnu.Vísir/Vilhelm Með fundargerðinni fylgir uppgjörsblað þar sem fram kemur hvernig félagið greiddi þess upphæð. Annars vegar var það gert með reiðufé, hins vegar með uppgjöri við ýmsar kröfur sem félagið átti útistandandi. Þar á meðal var umrædd millifærsla sem deilan snerist un. Lögð voru fram skattaframtöl sem sýndu að söluhagnaður hluthafanna af þessum gerning var 403,5 milljónir króna. Telur héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að umrædd krafa hafi verið gerð upp með þessari sölu. Þetta hafi stjórnarmönnum félagsins átt að vera ljóst á sínum tíma. Komst héraðsdómur því að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri alla þá sem stefnt var vegna málsins. Þarf Lyfjablóm að greiða Birki og Sólveigu 3,5 milljónir í málskostnað, Stefáni 1,74 milljónir og PWC 1,4 milljónir. Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Félagið Lyfjablóm ehf, stefndi Birki, Sólveigu fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, Stefáni Bergssyni endurskoðanda og endurskoðendaskrifstofunni PWC, vegna millifærslunnar sem framkvæmd var árið 2005. Millifærðar voru 46 milljónir króna af reikningi Lyfjablóms, sem þá hét Björn Hallgrímsson ehf, yfir á reikning eignarhaldsfélagsins Mercatura, í eigu Kristins. Nafni Björn Hallgrímssonar ehf. var síðar breytt í Lyfjablóm ehf. Birkir var á þessum tíma starfsmaður Glitnis banka og var viðskiptastjóri Björns Hallgrímssonar ehf, auk annarra félaga sem tengdust eigendum þess félags. Stefán Bergsson var löggildur endurskoðandi Björns Hallgrímssonar, og var þá starfsmaður og einn eiganda PWC. Sólveigu, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra frá 1999-2003 og forseti Alþingis frá 2005-2007, var stefnt fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, sem sá um daglegan rekstur Björns Hallgrímssonar ehf. Hann lést árið 2015. Eigendur þess félags voru eiginkona og fjögur börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið, sem fyrr segir. Eigandi Lyfjablóms nú er sonur Áslaugar Björnsdóttur, dóttur Björns. Deilt um hvort krafan hafi verið gerð upp eða ekki Umrædd deila snerist um það hvort að Björn Hallgrímsson ehf, nú Lyfjablóm ehf, hafi fengið endurgreiddar 46 milljónir króna sem Kristinn bað Birki um að millifæra af reikningi félagsins til að greiða yfirdráttarlán í nafni Mercatura, félags í eigu Kristins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er litið til fundargerðar Björns Hallgrímssonar ehf, sem dagsett var 5. júlí 2007, þar sem fram kemur að að hluthafar félagsins hafi samþykkt að selja félaginu tíu prósent í sjálfu sér fyrir 1,62 milljarða króna. Birkir Kristinsson stóð lengi í markinu fyrir íslenska knattspyrnulandsliðið í knattspyrnu.Vísir/Vilhelm Með fundargerðinni fylgir uppgjörsblað þar sem fram kemur hvernig félagið greiddi þess upphæð. Annars vegar var það gert með reiðufé, hins vegar með uppgjöri við ýmsar kröfur sem félagið átti útistandandi. Þar á meðal var umrædd millifærsla sem deilan snerist un. Lögð voru fram skattaframtöl sem sýndu að söluhagnaður hluthafanna af þessum gerning var 403,5 milljónir króna. Telur héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að umrædd krafa hafi verið gerð upp með þessari sölu. Þetta hafi stjórnarmönnum félagsins átt að vera ljóst á sínum tíma. Komst héraðsdómur því að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri alla þá sem stefnt var vegna málsins. Þarf Lyfjablóm að greiða Birki og Sólveigu 3,5 milljónir í málskostnað, Stefáni 1,74 milljónir og PWC 1,4 milljónir.
Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent