Alexandra gekk til liðs við Fiorentina síðasta sumar en hún hefur átt fast sæti í landsliðinu síðustu misseri. Hún var í byrjunarliði Fiorentina í dag gegn Sampdoria og var ekki lengi að láta til sín taka.
Á 29.mínútu lagði hún upp mark fyrir Miriam Longo sem kom Fiorentina þá í 1-0. Skömmu síðar skoraði Longo annað mark liðsins en staðan í hálfleik var 2-0. Alexandra átti skot í þverslána rétt fyrir hálfleiksflautið en hún var tekin af velli í leikhléi.
Fiorentina tókst þó að vinna nokkuð öruggan 4-1 sigur á endanum og lyftir sér upp í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Söru Björg Gunnarsdóttur og félögum í Juventus en ellefu stigum á eftir toppliði Roma.